Skarð Helenu varð ekki fyllt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. febrúar 2018 06:30 Helena í leik með Stjörnunni. vísir/eyþór Það var endanlega ljóst að Stjarnan kæmist ekki í úrslitakeppnina um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna eftir grátlegt tap fyrir Val, 26-25, á Hlíðarenda í fyrrakvöld. Stjörnukonur leiddu allan leikinn en köstuðu sigrinum frá sér undir lokin. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir Stjörnuliðið enda var stefnt hátt í vetur. Og ekki að ófyrirsynju. Stjarnan hefur verið með eitt besta lið landsins undanfarin ár, komist fimm sinnum í röð í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn og varð bikarmeistari 2016 og 2017. Stjörnukonur eiga heldur ekki möguleika á að verja bikarmeistaratitilinn því þær töpuðu fyrir Eyjakonum í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar. „Við höfum séð þetta fyrir síðustu vikur, að þetta væri að verða erfiðara og erfiðara. Við áttum ekki að tapa leiknum í gær en gerðum mistök undir lokin,“ segir Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið í gær. Aðspurður um hvað hafi farið úrskeiðis hjá Stjörnunni í vetur segir Halldór Harri að meiðsli hafi gert liðinu erfitt fyrir. „Við höfum misst marga leikmenn út. Rakel Dögg [Bragadóttir] spilaði bara nokkra leiki. Brynhildur [Kjartansdóttir] og Elena [Birgisdóttir] spila ekkert fyrir áramót og Brynhildur er enn frá. Það vantar Heiðu [Ingólfsdóttur]. Hún hefur ekki spilað sekúndu í vetur. Við héldum að hún kæmi aftur í nóvember en það gekk ekki eftir. Þórhildur Gunnarsdóttir handleggsbrotnaði og svo hefur Togga [Þorgerður Anna Atladóttir] lítið verið með og ekki náð sér nógu vel á strik. Við höfum eiginlega aldrei náð að stilla upp okkar besta liði. Það verður erfitt til lengdar.“ Fyrir tímabilið ákváðu þær Hafdís Renötudóttir og Helena Rut Örvarsdóttir að freista gæfunnar í atvinnumennskunni. Hafdís sprakk út á síðasta tímabili og átti hvað stærstan þátt í að Stjarnan varð bikarmeistari. Helena var í lykilhlutverki hjá Stjörnuliðinu um árabil og gríðarlega mikilvæg á báðum endum vallarins. Stjarnan hefur skorað meira en í fyrra en vörnin hefur látið á sjá. Garðbæingar fengu á sig 24,1 mark að meðaltali í leik í Olís-deildinni á síðasta tímabili en 26,6 mörk í vetur. „Helena var stór hluti af liðinu og við náðum ekki að fylla það skarð,“ segir Halldór Harri. Ramune Pekarskyte var ætlað að koma í stað Helenu en Stjarnan kom illa út úr þeim skiptum, ef svo má segja. „Við vissum hversu mikilvæg hún var áður en hún fór. Hún vildi prófa sig í atvinnumennsku og við studdum það 100%,“ segir Halldór Harri um Helenu sem leikur nú með Byåsen í Noregi. En hefði Stjarnan átt að gera eitthvað öðruvísi í leikmannamálum fyrir tímabilið? „Nei, nei. Hluta af þessum meiðslum stjórnar maður ekki. Þetta eru puttameiðsli og handleggsbrot og annað slíkt sem er ekki hægt að stjórna. Það er allt í lagi að missa 1-2 leikmenn út en þetta verður erfitt þegar þeir eru fleiri en það,“ segir Halldór Harri og bendir á að Stjarnan hafi ekki unnið nógu marga jafna leiki eins og á síðasta tímabili. „Stóri munurinn á okkur í ár og í fyrra er að við kláruðum þessa leiki í fyrra. Við höfum misst þá frá okkur í vetur. Svo minnkar sjálfstraustið.“ Þrátt fyrir vonbrigðatímabil segir Halldór Harri að stefnan sé áfram sett hátt í Garðabænum og liðið ætli að komast aftur á toppinn. „Það er metnaður í félaginu. Við þurfum að vinna í því að gera leikmenn betri og sjá hvaða möguleikar eru í stöðunni,“ segir Halldór Harri sem er með samning áfram við Stjörnuna. Hann segist þó lítið hafa leitt hugann að framtíð sinni. Olís-deild kvenna Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Sjá meira
Það var endanlega ljóst að Stjarnan kæmist ekki í úrslitakeppnina um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna eftir grátlegt tap fyrir Val, 26-25, á Hlíðarenda í fyrrakvöld. Stjörnukonur leiddu allan leikinn en köstuðu sigrinum frá sér undir lokin. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir Stjörnuliðið enda var stefnt hátt í vetur. Og ekki að ófyrirsynju. Stjarnan hefur verið með eitt besta lið landsins undanfarin ár, komist fimm sinnum í röð í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn og varð bikarmeistari 2016 og 2017. Stjörnukonur eiga heldur ekki möguleika á að verja bikarmeistaratitilinn því þær töpuðu fyrir Eyjakonum í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar. „Við höfum séð þetta fyrir síðustu vikur, að þetta væri að verða erfiðara og erfiðara. Við áttum ekki að tapa leiknum í gær en gerðum mistök undir lokin,“ segir Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið í gær. Aðspurður um hvað hafi farið úrskeiðis hjá Stjörnunni í vetur segir Halldór Harri að meiðsli hafi gert liðinu erfitt fyrir. „Við höfum misst marga leikmenn út. Rakel Dögg [Bragadóttir] spilaði bara nokkra leiki. Brynhildur [Kjartansdóttir] og Elena [Birgisdóttir] spila ekkert fyrir áramót og Brynhildur er enn frá. Það vantar Heiðu [Ingólfsdóttur]. Hún hefur ekki spilað sekúndu í vetur. Við héldum að hún kæmi aftur í nóvember en það gekk ekki eftir. Þórhildur Gunnarsdóttir handleggsbrotnaði og svo hefur Togga [Þorgerður Anna Atladóttir] lítið verið með og ekki náð sér nógu vel á strik. Við höfum eiginlega aldrei náð að stilla upp okkar besta liði. Það verður erfitt til lengdar.“ Fyrir tímabilið ákváðu þær Hafdís Renötudóttir og Helena Rut Örvarsdóttir að freista gæfunnar í atvinnumennskunni. Hafdís sprakk út á síðasta tímabili og átti hvað stærstan þátt í að Stjarnan varð bikarmeistari. Helena var í lykilhlutverki hjá Stjörnuliðinu um árabil og gríðarlega mikilvæg á báðum endum vallarins. Stjarnan hefur skorað meira en í fyrra en vörnin hefur látið á sjá. Garðbæingar fengu á sig 24,1 mark að meðaltali í leik í Olís-deildinni á síðasta tímabili en 26,6 mörk í vetur. „Helena var stór hluti af liðinu og við náðum ekki að fylla það skarð,“ segir Halldór Harri. Ramune Pekarskyte var ætlað að koma í stað Helenu en Stjarnan kom illa út úr þeim skiptum, ef svo má segja. „Við vissum hversu mikilvæg hún var áður en hún fór. Hún vildi prófa sig í atvinnumennsku og við studdum það 100%,“ segir Halldór Harri um Helenu sem leikur nú með Byåsen í Noregi. En hefði Stjarnan átt að gera eitthvað öðruvísi í leikmannamálum fyrir tímabilið? „Nei, nei. Hluta af þessum meiðslum stjórnar maður ekki. Þetta eru puttameiðsli og handleggsbrot og annað slíkt sem er ekki hægt að stjórna. Það er allt í lagi að missa 1-2 leikmenn út en þetta verður erfitt þegar þeir eru fleiri en það,“ segir Halldór Harri og bendir á að Stjarnan hafi ekki unnið nógu marga jafna leiki eins og á síðasta tímabili. „Stóri munurinn á okkur í ár og í fyrra er að við kláruðum þessa leiki í fyrra. Við höfum misst þá frá okkur í vetur. Svo minnkar sjálfstraustið.“ Þrátt fyrir vonbrigðatímabil segir Halldór Harri að stefnan sé áfram sett hátt í Garðabænum og liðið ætli að komast aftur á toppinn. „Það er metnaður í félaginu. Við þurfum að vinna í því að gera leikmenn betri og sjá hvaða möguleikar eru í stöðunni,“ segir Halldór Harri sem er með samning áfram við Stjörnuna. Hann segist þó lítið hafa leitt hugann að framtíð sinni.
Olís-deild kvenna Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Sjá meira