Assad-liðar segja Bandaríkin hafa framið „grimmilegt fjöldamorð“ Samúel Karl Ólason skrifar 8. febrúar 2018 18:45 Bandaríkin segja að um 100 menn hafi fallið í loft- og stórskotaliðsárásum þeirra. Vísir/AFP Ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, segir Bandaríkin hafa framið „grimmilegt fjöldamorð“ með árásum á sveitir hliðhollar Assad í nótt. Bandaríkin segja að um 100 menn hafi fallið í loft- og stórskotaliðsárásum þeirra. Þá segjast Bandaríkin hafa brugðist við í sjálfsvörn þegar ráðist var á herstöð Kúrda og araba sem eru bandamenn Bandaríkjanna í Efrat-dalnum. Um er að ræða umfangsmestu átök á milli bandalags Bandaríkjanna gegn Íslamska ríkinu og Assad-liða frá því að átökin hófust þar í landi. Talið er að rússneskir málaliðar hafi verið meðal Assad-liða og reynist það rétt er það í fyrsta sinn sem Bandaríkin fella Rússa í Sýrlandi. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir enga Rússa hafa verið á svæðinu. Þar að auki segja þeir að um 25 hafi særst og engir hafi látið lífið. Bandaríkin segja um 500 menn, studdir af stórskotaliði og skriðdrekum, hafi ráðist yfir Efrat-ána austur af borginni Deir al-Zour og á herstöð Syrian Democratic Forces þar. SDF eru regnhlífarsamtök Kúrda og Araba sem hafa tekið stóran hluta Sýrlands af Íslamska ríkinu. Einn meðlimur SDF er sagður hafa særst í árásinni. Bandarískir hermenn voru einnig á staðnum en þá sakaði ekki. Á svæðinu sem árásin átti sér stað eru gjöfular olíulindir. Bandaríkin segjast hafa orðið vör við uppbyggingu Assad-liða á svæðinu og að þeir hafi látið Rússa, sem standa við bakið á Assad, vita af veru SDF þar.Samkvæmt frétt BBC hefur Utanríkisráðuneyti Sýrlands sent bréf til Sameinuðu þjóðanna og farið fram á að árásirnar verði fordæmdar. Ríkisstjórn Assad segir að um stríðsglæp og glæp gegn mannkyninu sé að ræða.Assad-liðar hafa á undanförnum dögum gert fjölmargar loftárásir á bæi í Ghouta héraði sem uppreisnarmenn stjórna. Syrian Observatory for Human Rights segir minnst 36 almenna borgara hafa dáið í árásunum í dag og að alls hafi 185 dáið frá því á mánudaginn. Sömuleiðis var ríkisstjórn Assad sökuð um að beita efnavopnum gegn almennum borgurum fyrr í vikunni. Læknir á svæðinu sem blaðamaður Guardian ræddi við segir Ghouta vera að „drukkna í blóði“. Sýrland Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, segir Bandaríkin hafa framið „grimmilegt fjöldamorð“ með árásum á sveitir hliðhollar Assad í nótt. Bandaríkin segja að um 100 menn hafi fallið í loft- og stórskotaliðsárásum þeirra. Þá segjast Bandaríkin hafa brugðist við í sjálfsvörn þegar ráðist var á herstöð Kúrda og araba sem eru bandamenn Bandaríkjanna í Efrat-dalnum. Um er að ræða umfangsmestu átök á milli bandalags Bandaríkjanna gegn Íslamska ríkinu og Assad-liða frá því að átökin hófust þar í landi. Talið er að rússneskir málaliðar hafi verið meðal Assad-liða og reynist það rétt er það í fyrsta sinn sem Bandaríkin fella Rússa í Sýrlandi. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir enga Rússa hafa verið á svæðinu. Þar að auki segja þeir að um 25 hafi særst og engir hafi látið lífið. Bandaríkin segja um 500 menn, studdir af stórskotaliði og skriðdrekum, hafi ráðist yfir Efrat-ána austur af borginni Deir al-Zour og á herstöð Syrian Democratic Forces þar. SDF eru regnhlífarsamtök Kúrda og Araba sem hafa tekið stóran hluta Sýrlands af Íslamska ríkinu. Einn meðlimur SDF er sagður hafa særst í árásinni. Bandarískir hermenn voru einnig á staðnum en þá sakaði ekki. Á svæðinu sem árásin átti sér stað eru gjöfular olíulindir. Bandaríkin segjast hafa orðið vör við uppbyggingu Assad-liða á svæðinu og að þeir hafi látið Rússa, sem standa við bakið á Assad, vita af veru SDF þar.Samkvæmt frétt BBC hefur Utanríkisráðuneyti Sýrlands sent bréf til Sameinuðu þjóðanna og farið fram á að árásirnar verði fordæmdar. Ríkisstjórn Assad segir að um stríðsglæp og glæp gegn mannkyninu sé að ræða.Assad-liðar hafa á undanförnum dögum gert fjölmargar loftárásir á bæi í Ghouta héraði sem uppreisnarmenn stjórna. Syrian Observatory for Human Rights segir minnst 36 almenna borgara hafa dáið í árásunum í dag og að alls hafi 185 dáið frá því á mánudaginn. Sömuleiðis var ríkisstjórn Assad sökuð um að beita efnavopnum gegn almennum borgurum fyrr í vikunni. Læknir á svæðinu sem blaðamaður Guardian ræddi við segir Ghouta vera að „drukkna í blóði“.
Sýrland Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira