Neitaði sök um tilraun til manndráps í Holtunum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 9. febrúar 2018 18:45 Þegar lögreglumenn komu á vettvang hittu þeir konuna sem var í miklu uppnámi, að því er fram kemur í úrskurði héraðsdóms sem Landsréttur hefur staðfest. Vísir/GVA Maður sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi neitaði sök við þingfestingu málsins í gær. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa tekið fyrrverandi sambýliskonu sína kyrkingartaki og þrengt að öndunarvegi hennar þar til hún missti meðvitund aðfaranótt sunnudagsins 3. desember síðastliðins. Maðurinn hefur setið nánast óslitið í gæsluvarhaldi síðan og verður í gæsluvarðhaldi til 28. febrúar næstkomandi. Í ákæru segir að maðurinn hafi tekið hana kyrkingartaki og þrengt að öndunarvegi hennar, með þeim afleiðingum að húnmissti meðvitund og hlaut punktablæðingar aftan við báða eyrnasnepla og í innri slímhúð efri og neðri varar, blettóttan margúl í táru hægra auga, roða á báðum hliðum háls að framanverðu, slímhúðarskrámu á broddi tungu og brot á tveimur framtönnum. Konan krefst þess að maðurinn greiði henni 106.913 krónur í skaðabætur og fimm milljónir í miskabætur.Handtekinn á vettvangi Laust eftir klukkan fimm aðfaranótt 3. desember var lögreglu tilkynnt að mikil öskur bærust frá konu sem stödd væri fyrir utan hús í Reykjavík. Þegar lögreglumenn komu á vettvang hittu þeir konuna sem var í miklu uppnámi, að því er fram kemur í úrskurði héraðsdóms sem Landsréttur hefur staðfest. Sagði hún þeim að fyrrverandi sambýlismaður sinn hefði tekið hana kyrkingartaki þar til hún missti meðvitund. Maðurinn var handtekinn á vettvangi. Skýrsla var tekin af konunni þá um nóttina og síðan aftur á lögreglustöð þremur dögum síðar. Lýsti hún atvikum þá með sama hætti, það er að maðurinn hafi tekið hana kyrkingartaki þar til hún missti meðvitun. Maðurinn hafi hins vegar neitað sök. Í málinu liggur fyrir skýrsla Sebastian Kunz, réttarmeinafræðings, sem skoðaði konuna þann 4. desember. Í niðurlagi skýrslunnar segir meðal annars: „Áverkar þolandans eru sambærilegir við beitingu kyrkingartaks með miklu afli, sem mögulega leiddi til meðvitunarleysis. Þar sem kyrking með höndum er margbrotin í eðli sínu, verður að flokka aflmikla kyrkingu með höndum eins og í þessu tilviki, sem a.m.k. mögulega lífshættulega.“ Eins og áður segir mun maðurinn sitja í gæsluvarðhaldi út þennan mánuð og málið á hendur honum verður þingfest í héraðsdómi á morgun. Dómsmál Tengdar fréttir Grunaður um tilraun til manndráps: Áverkavottorð þýsks réttarmeinafræðings lykilgagn í málinu Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að erlendur karlmaður sem grunaður er um tilraun til manndráps skuli sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna til 3. janúar næstkomandi. 13. desember 2017 11:08 Áverkar á konunni sambærilegir við beitingu kyrkingartaks með miklu afli Karlmaður sem sakaður er um tilraun til manndráps er talinn hafa framvísað fölsuðum skilríkjum við komu til Íslands árið 2012. 11. janúar 2018 11:20 Ákærður fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi Ákærður fyrir að hafa tekið fyrrverandi sambýliskonu sína kyrkingartaki og þrengt að öndunarvegi hennar þar til hún missti meðvitund aðfaranótt sunnudagsins 3. desember síðastliðins. 7. febrúar 2018 15:45 Grunaður um tilraun til manndráps: Grunur um að maðurinn sé ekki sá sem hann segist vera Lögreglan hefur grun um að erlendur karlmaður sem grunaður er um tilraun til mandráps, með því að hafa ráðist á fyrrverandi kærustu sína aðfaranótt 3. desember, sé ekki sá sem hann hafi kvaðst vera. 13. desember 2017 23:42 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Maður sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi neitaði sök við þingfestingu málsins í gær. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa tekið fyrrverandi sambýliskonu sína kyrkingartaki og þrengt að öndunarvegi hennar þar til hún missti meðvitund aðfaranótt sunnudagsins 3. desember síðastliðins. Maðurinn hefur setið nánast óslitið í gæsluvarhaldi síðan og verður í gæsluvarðhaldi til 28. febrúar næstkomandi. Í ákæru segir að maðurinn hafi tekið hana kyrkingartaki og þrengt að öndunarvegi hennar, með þeim afleiðingum að húnmissti meðvitund og hlaut punktablæðingar aftan við báða eyrnasnepla og í innri slímhúð efri og neðri varar, blettóttan margúl í táru hægra auga, roða á báðum hliðum háls að framanverðu, slímhúðarskrámu á broddi tungu og brot á tveimur framtönnum. Konan krefst þess að maðurinn greiði henni 106.913 krónur í skaðabætur og fimm milljónir í miskabætur.Handtekinn á vettvangi Laust eftir klukkan fimm aðfaranótt 3. desember var lögreglu tilkynnt að mikil öskur bærust frá konu sem stödd væri fyrir utan hús í Reykjavík. Þegar lögreglumenn komu á vettvang hittu þeir konuna sem var í miklu uppnámi, að því er fram kemur í úrskurði héraðsdóms sem Landsréttur hefur staðfest. Sagði hún þeim að fyrrverandi sambýlismaður sinn hefði tekið hana kyrkingartaki þar til hún missti meðvitund. Maðurinn var handtekinn á vettvangi. Skýrsla var tekin af konunni þá um nóttina og síðan aftur á lögreglustöð þremur dögum síðar. Lýsti hún atvikum þá með sama hætti, það er að maðurinn hafi tekið hana kyrkingartaki þar til hún missti meðvitun. Maðurinn hafi hins vegar neitað sök. Í málinu liggur fyrir skýrsla Sebastian Kunz, réttarmeinafræðings, sem skoðaði konuna þann 4. desember. Í niðurlagi skýrslunnar segir meðal annars: „Áverkar þolandans eru sambærilegir við beitingu kyrkingartaks með miklu afli, sem mögulega leiddi til meðvitunarleysis. Þar sem kyrking með höndum er margbrotin í eðli sínu, verður að flokka aflmikla kyrkingu með höndum eins og í þessu tilviki, sem a.m.k. mögulega lífshættulega.“ Eins og áður segir mun maðurinn sitja í gæsluvarðhaldi út þennan mánuð og málið á hendur honum verður þingfest í héraðsdómi á morgun.
Dómsmál Tengdar fréttir Grunaður um tilraun til manndráps: Áverkavottorð þýsks réttarmeinafræðings lykilgagn í málinu Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að erlendur karlmaður sem grunaður er um tilraun til manndráps skuli sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna til 3. janúar næstkomandi. 13. desember 2017 11:08 Áverkar á konunni sambærilegir við beitingu kyrkingartaks með miklu afli Karlmaður sem sakaður er um tilraun til manndráps er talinn hafa framvísað fölsuðum skilríkjum við komu til Íslands árið 2012. 11. janúar 2018 11:20 Ákærður fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi Ákærður fyrir að hafa tekið fyrrverandi sambýliskonu sína kyrkingartaki og þrengt að öndunarvegi hennar þar til hún missti meðvitund aðfaranótt sunnudagsins 3. desember síðastliðins. 7. febrúar 2018 15:45 Grunaður um tilraun til manndráps: Grunur um að maðurinn sé ekki sá sem hann segist vera Lögreglan hefur grun um að erlendur karlmaður sem grunaður er um tilraun til mandráps, með því að hafa ráðist á fyrrverandi kærustu sína aðfaranótt 3. desember, sé ekki sá sem hann hafi kvaðst vera. 13. desember 2017 23:42 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Grunaður um tilraun til manndráps: Áverkavottorð þýsks réttarmeinafræðings lykilgagn í málinu Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að erlendur karlmaður sem grunaður er um tilraun til manndráps skuli sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna til 3. janúar næstkomandi. 13. desember 2017 11:08
Áverkar á konunni sambærilegir við beitingu kyrkingartaks með miklu afli Karlmaður sem sakaður er um tilraun til manndráps er talinn hafa framvísað fölsuðum skilríkjum við komu til Íslands árið 2012. 11. janúar 2018 11:20
Ákærður fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi Ákærður fyrir að hafa tekið fyrrverandi sambýliskonu sína kyrkingartaki og þrengt að öndunarvegi hennar þar til hún missti meðvitund aðfaranótt sunnudagsins 3. desember síðastliðins. 7. febrúar 2018 15:45
Grunaður um tilraun til manndráps: Grunur um að maðurinn sé ekki sá sem hann segist vera Lögreglan hefur grun um að erlendur karlmaður sem grunaður er um tilraun til mandráps, með því að hafa ráðist á fyrrverandi kærustu sína aðfaranótt 3. desember, sé ekki sá sem hann hafi kvaðst vera. 13. desember 2017 23:42
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent