Verður nýr Herjólfur látinn heita Vilborg? Kristján Már Unnarsson skrifar 28. janúar 2018 08:45 Ný Vestmannaeyjaferja á að hefja siglingar milli lands og Eyja seinnipart sumars. Fær hún nafnð Vilborg? Vegagerðin Fjörug umræða er hafin meðal Eyjamanna um nafn á nýrri Vestmannaeyjaferju eftir að staðarmiðillinn Eyjar.net birti í slúðurdálki vangaveltur um að einhverjir ónafngreindir ráðamenn gætu hugsað sér annað nafn en Herjólf. „Það styttist í að ný Vestmannaeyjaferja verði fullbúin, en reiknað er með að hún komi til landsins síðsumars. Nú er hvíslað um það að verið sé að hugsa um að finna nýju ferjunni nýtt nafn. Hvíslað er um að einhverjir ráðamenn séu orðnir þreyttir á Herjólfs-nafninu og er hugsanlegt að þeir telji þetta lagfæra svokallaðan ímyndarvanda og jafnvel sjóveiki. Sagt er að Herjólfur Bárðarson hafi átt dóttur eina er Vilborg hét, og hefur það nafn oftast verið nefnt í þessu samhengi,“ segir á Eyjar.net, sem kallar jafnframt eftir hugmyndum frá lesendum. Í athugasemdadálki hafa nokkrir tekið undir nafnið Vilborg, meðan aðrir vilja halda í Herjólfsnafnið. Fleiri nöfn eru nefnd, eins og Eyjólfur, Dufþakur, Elliði, Heimaey, Skaftfellingur, Sandgerður, Árni Johnsen, Ísólfur og Ferjólfur. Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, kveður skýrt að orði: „Hvurslags vitleysa er þetta eiginlega. Herjólfur skal það vera og ekkert annað,“ segir Geir Jón. Þá má spyrja hvort tími sé kominn til að hampa Ormi ánauðga en mismunandi útgáfum Landnámabókar ber ekki saman um hver var fyrsti landnámsmaður Vestmannaeyja. Melabók og Hauksbók segja það hafa verið Herjólf Bárðarson en Sturlubók segir að Ormur ánauðgi Bárðarson hafi fyrstur byggt Vestmannaeyjar, en hann er einnig nefndur Ormur auðgi. Kona Orms er sögð hafa heitið Þorgerður og dóttir þeirra Halldóra, ef menn kjósa fremur að rétta hlut kvenna sem koma við sögu landnámsins. Um Vilborgu, dóttur Herjólfs, er annars sögn í þjóðsögum Jóns Árnasonar sem lesa má um á Snerpu. Samgöngur Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Fjörug umræða er hafin meðal Eyjamanna um nafn á nýrri Vestmannaeyjaferju eftir að staðarmiðillinn Eyjar.net birti í slúðurdálki vangaveltur um að einhverjir ónafngreindir ráðamenn gætu hugsað sér annað nafn en Herjólf. „Það styttist í að ný Vestmannaeyjaferja verði fullbúin, en reiknað er með að hún komi til landsins síðsumars. Nú er hvíslað um það að verið sé að hugsa um að finna nýju ferjunni nýtt nafn. Hvíslað er um að einhverjir ráðamenn séu orðnir þreyttir á Herjólfs-nafninu og er hugsanlegt að þeir telji þetta lagfæra svokallaðan ímyndarvanda og jafnvel sjóveiki. Sagt er að Herjólfur Bárðarson hafi átt dóttur eina er Vilborg hét, og hefur það nafn oftast verið nefnt í þessu samhengi,“ segir á Eyjar.net, sem kallar jafnframt eftir hugmyndum frá lesendum. Í athugasemdadálki hafa nokkrir tekið undir nafnið Vilborg, meðan aðrir vilja halda í Herjólfsnafnið. Fleiri nöfn eru nefnd, eins og Eyjólfur, Dufþakur, Elliði, Heimaey, Skaftfellingur, Sandgerður, Árni Johnsen, Ísólfur og Ferjólfur. Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, kveður skýrt að orði: „Hvurslags vitleysa er þetta eiginlega. Herjólfur skal það vera og ekkert annað,“ segir Geir Jón. Þá má spyrja hvort tími sé kominn til að hampa Ormi ánauðga en mismunandi útgáfum Landnámabókar ber ekki saman um hver var fyrsti landnámsmaður Vestmannaeyja. Melabók og Hauksbók segja það hafa verið Herjólf Bárðarson en Sturlubók segir að Ormur ánauðgi Bárðarson hafi fyrstur byggt Vestmannaeyjar, en hann er einnig nefndur Ormur auðgi. Kona Orms er sögð hafa heitið Þorgerður og dóttir þeirra Halldóra, ef menn kjósa fremur að rétta hlut kvenna sem koma við sögu landnámsins. Um Vilborgu, dóttur Herjólfs, er annars sögn í þjóðsögum Jóns Árnasonar sem lesa má um á Snerpu.
Samgöngur Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira