James Franco hafnar ásökunum um kynferðislega áreitni Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 10. janúar 2018 18:18 Franco hefur áður verið sakaður um ósæmilega hegðun í garð 17 ára stúlku. Vísir/Getty Leikarinn og leikstjórinn James Franco segir ásakanir á hendur honum um kynferðislega áreitni ekki réttar. Mikil umræða skapaðist um Franco í kjölfar Golden Globe verðlaunanna þar sem hann vann til verðlauna fyrir hlutverk sitt sem Tommy Wiseau í myndinni The Disaster Artist. Mörgum þótti óviðeigandi að Franco væri með „Time‘s Up“ nælu til að styðja herferð kvenna um að kynferðisleg áreitni muni ekki lengur líðast á vinnustöðum, þá sérstaklega í skemmtanaiðnaðinum. Leikkonan Ally Sheedy tók til Twitter og sagði að Franco væri skýrt dæmi um hvers vegna hún hafi ákveðið að hætta í kvikmynda og sjónvarpsiðnaðinum. Sheedy hefur síðan eytt tístum sínum um Franco en nokkur önnur standa enn. Til dæmis frásögn Sarah Tither-Kaplan sem sagði að Franco hefði fyrir örfáum vikum sagt henni að nektaratriði sem hún hafi þurft að leika í í tveimur myndum Franco fyrir 100 dollara á dal hafi ekki verið misnotkun á aðstæðum vegna þess að hún hafi skrifað undir samning þess efnis. Hey James Franco, nice #timesup pin at the #GoldenGlobes , remember a few weeks ago when you told me the full nudity you had me do in two of your movies for $100/day wasn't exploitative because I signed a contract to do it? Times up on that!— Sarah Tither-Kaplan (@sarahtk) January 8, 2018 Önnur kona, Violet Paley, segir að Franco hafi þrýst höfði sínu að getnaðarlim hans. Þá hafi hann einnig beðið vinkonu hennar að hitta sig á hótelherbergi þegar hún var 17 ára gömul. Þá hafði Franco verið sakaður um að gera hosur sínar grænar fyrir annarri 17 ára stúlku. Það vakti athygli fjölmiðla árið 2014 þegar Franco var 35 ára. Cute #TIMESUP pin James Franco. Remember the time you pushed my head down in a car towards your exposed penis & that other time you told my friend to come to your hotel when she was 17? After you had already been caught doing that to a different 17 year old?— Violet Paley (@VioletPaley) January 8, 2018 Franco ræddi þessar ásakanir í viðtali við Stephen Colbert í spjallþætti hins síðarnefnda. Þar sagðist hann ekki sjálfur hafa séð tístin þar sem hann er sakaður um ósæmilega hegðun en að honum hafi verið bent á þau. Hann segir þau ekki rétt og segist ekki vita hvers vegna Ally Sheedy sé honum reið, en þau unnu saman þegar Franco leikstýrði Sheedy í leikriti árið 2014. „Ég hef ekki hugmynd um af hverju hún var reið,“ sagði Franco. „Hinar, sjáðu til, ég er stoltur af því að taka ábyrgð á því sem ég geri. Ég verð að gera það til að viðhalda eigin geðheilsu. Ég geri það þegar ég veit að eitthvað er að eða að ég þarf að breyta einhverju. Ég er mjög meðvitaður um það.“ „Hlutirnir sem ég frétti að væru á Twitter eru ekki réttir, en ég styð fólk fullkomlega við að stíga fram og láta rödd sína heyrast því þessi hópur hefur verið raddlaus í svo langan tíma. Ég vil ekki þagga niður í þeim á neinn hátt. Þetta er að mínu mati af hinu góða og ég styð þetta.“ Franco átti að koma fram ásamt bróður sínum Dave Franco á viðburði á vegum The New York Times til að ræða kvikmyndina The Disaster Artist í dag en hætt var við viðburðinn eftir að umræða um athæfi Franco kom upp í vikunni. MeToo Bandaríkin Hollywood Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Fleiri fréttir Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Sjá meira
Leikarinn og leikstjórinn James Franco segir ásakanir á hendur honum um kynferðislega áreitni ekki réttar. Mikil umræða skapaðist um Franco í kjölfar Golden Globe verðlaunanna þar sem hann vann til verðlauna fyrir hlutverk sitt sem Tommy Wiseau í myndinni The Disaster Artist. Mörgum þótti óviðeigandi að Franco væri með „Time‘s Up“ nælu til að styðja herferð kvenna um að kynferðisleg áreitni muni ekki lengur líðast á vinnustöðum, þá sérstaklega í skemmtanaiðnaðinum. Leikkonan Ally Sheedy tók til Twitter og sagði að Franco væri skýrt dæmi um hvers vegna hún hafi ákveðið að hætta í kvikmynda og sjónvarpsiðnaðinum. Sheedy hefur síðan eytt tístum sínum um Franco en nokkur önnur standa enn. Til dæmis frásögn Sarah Tither-Kaplan sem sagði að Franco hefði fyrir örfáum vikum sagt henni að nektaratriði sem hún hafi þurft að leika í í tveimur myndum Franco fyrir 100 dollara á dal hafi ekki verið misnotkun á aðstæðum vegna þess að hún hafi skrifað undir samning þess efnis. Hey James Franco, nice #timesup pin at the #GoldenGlobes , remember a few weeks ago when you told me the full nudity you had me do in two of your movies for $100/day wasn't exploitative because I signed a contract to do it? Times up on that!— Sarah Tither-Kaplan (@sarahtk) January 8, 2018 Önnur kona, Violet Paley, segir að Franco hafi þrýst höfði sínu að getnaðarlim hans. Þá hafi hann einnig beðið vinkonu hennar að hitta sig á hótelherbergi þegar hún var 17 ára gömul. Þá hafði Franco verið sakaður um að gera hosur sínar grænar fyrir annarri 17 ára stúlku. Það vakti athygli fjölmiðla árið 2014 þegar Franco var 35 ára. Cute #TIMESUP pin James Franco. Remember the time you pushed my head down in a car towards your exposed penis & that other time you told my friend to come to your hotel when she was 17? After you had already been caught doing that to a different 17 year old?— Violet Paley (@VioletPaley) January 8, 2018 Franco ræddi þessar ásakanir í viðtali við Stephen Colbert í spjallþætti hins síðarnefnda. Þar sagðist hann ekki sjálfur hafa séð tístin þar sem hann er sakaður um ósæmilega hegðun en að honum hafi verið bent á þau. Hann segir þau ekki rétt og segist ekki vita hvers vegna Ally Sheedy sé honum reið, en þau unnu saman þegar Franco leikstýrði Sheedy í leikriti árið 2014. „Ég hef ekki hugmynd um af hverju hún var reið,“ sagði Franco. „Hinar, sjáðu til, ég er stoltur af því að taka ábyrgð á því sem ég geri. Ég verð að gera það til að viðhalda eigin geðheilsu. Ég geri það þegar ég veit að eitthvað er að eða að ég þarf að breyta einhverju. Ég er mjög meðvitaður um það.“ „Hlutirnir sem ég frétti að væru á Twitter eru ekki réttir, en ég styð fólk fullkomlega við að stíga fram og láta rödd sína heyrast því þessi hópur hefur verið raddlaus í svo langan tíma. Ég vil ekki þagga niður í þeim á neinn hátt. Þetta er að mínu mati af hinu góða og ég styð þetta.“ Franco átti að koma fram ásamt bróður sínum Dave Franco á viðburði á vegum The New York Times til að ræða kvikmyndina The Disaster Artist í dag en hætt var við viðburðinn eftir að umræða um athæfi Franco kom upp í vikunni.
MeToo Bandaríkin Hollywood Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Fleiri fréttir Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Sjá meira