Seinni bylgjan: Þessi voru valin best í nóvember Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 12. desember 2017 12:00 Nóvembermánuður Olís deildanna var gerður upp hjá Tómasi Þór Þórðarsyni og félögum í Seinni bylgjunni í gærkvöld. Í úrvalsliði nóvembermánaðar úr Olís deild karla voru í markinu Ágúst Elí Björgvinsson úr FH, vinstri hornamaður var Haukamaðurinn Hákon Daði Styrmisson og liðsfélagi hans Atli Már Báruson var úti í vinstri skyttu, Selfyssingurinn Haukur Þrastarson stjórnaði spilinu, Einar Rafn Eiðsson úr FH var hægri skytta, Mosfellingurinn Árni Bragi Eyjólfsson í hægra horninu og inni á línunni var Eyjamaðurinn Kári Kristján Kristjánsson. Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, stýrir þessu stjörnu prýdda liði, en Grótta fór loksins að vinna leiki í mánuðinum og enduðu hann á því að vinna Val á útivelli.Úr Olís deild kvenna var úrvalsliðið þannig skipað að Elín Jóna Þorsteinsdóttir úr Haukum stóð vaktina í markinu, Selfyssingurinn Perla Ruth Albertsdóttir á línunni, Ragnheiður Júlíusdóttir úr Fram var í vinstri skyttu, Ester Óskarsdóttir úr ÍBV í leikstjórnendastöðunni á miðjunni, Valskonan Díana Dögg Magnúsdóttir úti hægra meginn, Stefanía Theodórsdóttir úr Stjörnunni var í vinstra horninu og í hinu horninu Þórey Rósa Stefánsdóttir úr Fram. Þjálfari liðsins var Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, en Valur hefur enn ekki tapað leik á tímabilinu.Lesendur Vísis fengu að ráða því hverjir fengu nafnbótina leikmaður mánaðarins. Tilnefndir voru að þessu sinni Haukur Þrastarsson, Einar Rafn Eiðsson, Árni Bragi Eyjólfsson og Gísli Þorgeir Kristjánsson. Selfyssingurinn Haukur fékk yfirburða kosningu, 44 prósent atkvæða, og var því útnefndur leikmaður mánaðarins. Árni Bragi kom honum næst með 26 prósent og FH-ingarnir skiptu með sér restinni af atkvæðunum.Það var einnig í höndum lesenda Vísis að ákveða hver var best í Olís deild kvenna. Þar voru Díana Dögg Magnúsdóttir, Ragnheiður Júlíusdóttir, Andrea Jacobsen og Ester Óskarsdóttir. Framarinn Ragnheiður var ekki með alveg jafn mikla yfirburði og Haukur, en vann samt nokkuð örugglega með þriðjung atkvæðanna. Hinar þrjár skiptu restinni af atkvæðunum bróðurlega á milli sín, Andrea með 21 prósent, Ester 22 og Díana Dögg 24 prósent atkvæða.Með í kosningunni á Vísi voru tilþrif mánaðarins. Af þeim fimm tilþrifum sem tilnefnd voru vann Leonharð Þorgeir Harðarson úr Haukum fyrir frábært mark sem hann skoraði gegn Val, þrumuskot beint upp í samskeitin. Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sjá meira
Nóvembermánuður Olís deildanna var gerður upp hjá Tómasi Þór Þórðarsyni og félögum í Seinni bylgjunni í gærkvöld. Í úrvalsliði nóvembermánaðar úr Olís deild karla voru í markinu Ágúst Elí Björgvinsson úr FH, vinstri hornamaður var Haukamaðurinn Hákon Daði Styrmisson og liðsfélagi hans Atli Már Báruson var úti í vinstri skyttu, Selfyssingurinn Haukur Þrastarson stjórnaði spilinu, Einar Rafn Eiðsson úr FH var hægri skytta, Mosfellingurinn Árni Bragi Eyjólfsson í hægra horninu og inni á línunni var Eyjamaðurinn Kári Kristján Kristjánsson. Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, stýrir þessu stjörnu prýdda liði, en Grótta fór loksins að vinna leiki í mánuðinum og enduðu hann á því að vinna Val á útivelli.Úr Olís deild kvenna var úrvalsliðið þannig skipað að Elín Jóna Þorsteinsdóttir úr Haukum stóð vaktina í markinu, Selfyssingurinn Perla Ruth Albertsdóttir á línunni, Ragnheiður Júlíusdóttir úr Fram var í vinstri skyttu, Ester Óskarsdóttir úr ÍBV í leikstjórnendastöðunni á miðjunni, Valskonan Díana Dögg Magnúsdóttir úti hægra meginn, Stefanía Theodórsdóttir úr Stjörnunni var í vinstra horninu og í hinu horninu Þórey Rósa Stefánsdóttir úr Fram. Þjálfari liðsins var Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, en Valur hefur enn ekki tapað leik á tímabilinu.Lesendur Vísis fengu að ráða því hverjir fengu nafnbótina leikmaður mánaðarins. Tilnefndir voru að þessu sinni Haukur Þrastarsson, Einar Rafn Eiðsson, Árni Bragi Eyjólfsson og Gísli Þorgeir Kristjánsson. Selfyssingurinn Haukur fékk yfirburða kosningu, 44 prósent atkvæða, og var því útnefndur leikmaður mánaðarins. Árni Bragi kom honum næst með 26 prósent og FH-ingarnir skiptu með sér restinni af atkvæðunum.Það var einnig í höndum lesenda Vísis að ákveða hver var best í Olís deild kvenna. Þar voru Díana Dögg Magnúsdóttir, Ragnheiður Júlíusdóttir, Andrea Jacobsen og Ester Óskarsdóttir. Framarinn Ragnheiður var ekki með alveg jafn mikla yfirburði og Haukur, en vann samt nokkuð örugglega með þriðjung atkvæðanna. Hinar þrjár skiptu restinni af atkvæðunum bróðurlega á milli sín, Andrea með 21 prósent, Ester 22 og Díana Dögg 24 prósent atkvæða.Með í kosningunni á Vísi voru tilþrif mánaðarins. Af þeim fimm tilþrifum sem tilnefnd voru vann Leonharð Þorgeir Harðarson úr Haukum fyrir frábært mark sem hann skoraði gegn Val, þrumuskot beint upp í samskeitin.
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sjá meira