Tuga prósenta verðmunur á vetrardekkjum og umfelgun Sigurður Mikael Jónsson skrifar 12. október 2017 06:00 Vetrarösin á dekkjaverkstæðum fer að bresta á en töluverðu getur munað á verði fyrir dekkjaskiptin. Vísir/Vilhelm Það munar 90 prósentum á hæsta og lægsta verðinu á umfelgun fyrir dæmigerðan fólksbíl og allt að 120 prósentum á verði vetrardekkja. Þetta leiddi verðathugun Fréttablaðsins hjá tíu dekkjaverkstæðum á höfuðborgarsvæðinu í ljós. Nú þegar næturfrost er víða farið að að láta á sér kræla eru margir farnir að huga að því að setja vetrardekkin undir. Fréttablaðið byggði verðathugun sína á forsendum könnunar FÍB frá því fyrir ári. Miðað er við meðalfólksbíl á álfelgum með hjóla- og dekkjastærð 205/55 R16, sem FÍB segir eina algengustu stærðina undir fólksbílum hér á landi. Valin voru 9 fyrirtæki af höfuðborgarsvæðinu úr umfelgunarverðkönnun ASÍ frá því í apríl síðastliðnum, en verð kannað hjá Costco að auki sem ekki hafði opnað þegar ASÍ gerði sína athugun. Mörg fyrirtæki brugðust við komu Costco á dekkjasölumarkað með verðlækkunum fyrr á þessu ári.Hafa ber í huga að ekki var lagt mat á gæði þjónustu né tegund dekkja. Aðeins var kannað verðlistaverð á því að skipta um fjögur dekk á þessum meðalbíl og síðan óskað eftir verðinu á ódýrustu tegund ónegldra vetrardekkja af áðurnefndri stærð á hverjum stað fyrir sig. Ódýrast var að láta skipta um dekk hjá fyrirtækinu Titancar á Smiðjuvegi í Kópavogi, eða 5.000 krónur sem var einnig lægsta verðið í verðkönnun ASÍ í apríl. Næstódýrastir voru Dekkverk á Nýbýlavegi í Kópavogi, með 6.400 krónur. Dýrast er að láta N1 skipta um dekkin eða 9.493 krónur. Þar var bent á að N1 korthafar fengju þó afslátt af því verði. Næstdýrastir eru Max 1, þar sem umfelgunin kostar 9.200 krónur. Hjá Costco er ekki hægt að kaupa bara umfelgun, en hún er innifalin í verði dekkjaumgangsins. Það þarf því að kaupa dekkin þar til að fá fría umfelgun. Þar fengust sömuleiðis þær upplýsingar í gærmorgun að mánaðarbið væri eftir dekkjaskiptum þar.Lægsta heildarverðið á umfelgun og nýjum vetrardekkjum reyndist vera hjá Dekkverk.vísir/jóhannaÓdýrasta umganginn af 16 tommu 205/55 ónegldum vetrardekkjum var að fá í Dekkverki þar sem fá má fjögur Goodride-vetrardekk á alls 32 þúsund krónur. Með umfelgun gera það 38.400 krónur sem reyndist lægsta heildarverðið í verðkönnuninni. Umbeðin dekkjastærð í Costco reyndist nokkuð dýr þar samanborið við ódýrustu tegund annars staðar og kostaði umgangurinn af Michelin-vetrardekkjum þar rúmar 70 þúsund krónur. Af þeim sökum var hæsta heildarverðið í Costco, þrátt fyrir að umfelgun væri innifalin. Af þessari könnun má ráða að það borgi sig sem fyrr fyrir neytendur að gera verðsamanburð áður en haldið er af stað í dekkjaskipti fyrir veturinn. Vert er þó að hafa í huga að dekk eru eitt mikilvægasta öryggistæki allra bifreiða og ekki mælt með að einblína á verðið þegar leggja á út fyrir þeim. Innsláttarvilla var í töflunni sem birtist í Fréttablaðinu í morgun þar sem sagði að heildarverð Vöku væri 51.981. Hið rétta er að heildarverð Vöku er 41.981 kr. Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Það munar 90 prósentum á hæsta og lægsta verðinu á umfelgun fyrir dæmigerðan fólksbíl og allt að 120 prósentum á verði vetrardekkja. Þetta leiddi verðathugun Fréttablaðsins hjá tíu dekkjaverkstæðum á höfuðborgarsvæðinu í ljós. Nú þegar næturfrost er víða farið að að láta á sér kræla eru margir farnir að huga að því að setja vetrardekkin undir. Fréttablaðið byggði verðathugun sína á forsendum könnunar FÍB frá því fyrir ári. Miðað er við meðalfólksbíl á álfelgum með hjóla- og dekkjastærð 205/55 R16, sem FÍB segir eina algengustu stærðina undir fólksbílum hér á landi. Valin voru 9 fyrirtæki af höfuðborgarsvæðinu úr umfelgunarverðkönnun ASÍ frá því í apríl síðastliðnum, en verð kannað hjá Costco að auki sem ekki hafði opnað þegar ASÍ gerði sína athugun. Mörg fyrirtæki brugðust við komu Costco á dekkjasölumarkað með verðlækkunum fyrr á þessu ári.Hafa ber í huga að ekki var lagt mat á gæði þjónustu né tegund dekkja. Aðeins var kannað verðlistaverð á því að skipta um fjögur dekk á þessum meðalbíl og síðan óskað eftir verðinu á ódýrustu tegund ónegldra vetrardekkja af áðurnefndri stærð á hverjum stað fyrir sig. Ódýrast var að láta skipta um dekk hjá fyrirtækinu Titancar á Smiðjuvegi í Kópavogi, eða 5.000 krónur sem var einnig lægsta verðið í verðkönnun ASÍ í apríl. Næstódýrastir voru Dekkverk á Nýbýlavegi í Kópavogi, með 6.400 krónur. Dýrast er að láta N1 skipta um dekkin eða 9.493 krónur. Þar var bent á að N1 korthafar fengju þó afslátt af því verði. Næstdýrastir eru Max 1, þar sem umfelgunin kostar 9.200 krónur. Hjá Costco er ekki hægt að kaupa bara umfelgun, en hún er innifalin í verði dekkjaumgangsins. Það þarf því að kaupa dekkin þar til að fá fría umfelgun. Þar fengust sömuleiðis þær upplýsingar í gærmorgun að mánaðarbið væri eftir dekkjaskiptum þar.Lægsta heildarverðið á umfelgun og nýjum vetrardekkjum reyndist vera hjá Dekkverk.vísir/jóhannaÓdýrasta umganginn af 16 tommu 205/55 ónegldum vetrardekkjum var að fá í Dekkverki þar sem fá má fjögur Goodride-vetrardekk á alls 32 þúsund krónur. Með umfelgun gera það 38.400 krónur sem reyndist lægsta heildarverðið í verðkönnuninni. Umbeðin dekkjastærð í Costco reyndist nokkuð dýr þar samanborið við ódýrustu tegund annars staðar og kostaði umgangurinn af Michelin-vetrardekkjum þar rúmar 70 þúsund krónur. Af þeim sökum var hæsta heildarverðið í Costco, þrátt fyrir að umfelgun væri innifalin. Af þessari könnun má ráða að það borgi sig sem fyrr fyrir neytendur að gera verðsamanburð áður en haldið er af stað í dekkjaskipti fyrir veturinn. Vert er þó að hafa í huga að dekk eru eitt mikilvægasta öryggistæki allra bifreiða og ekki mælt með að einblína á verðið þegar leggja á út fyrir þeim. Innsláttarvilla var í töflunni sem birtist í Fréttablaðinu í morgun þar sem sagði að heildarverð Vöku væri 51.981. Hið rétta er að heildarverð Vöku er 41.981 kr.
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent