Gekk berserksgang á Dominos Anton Egilsson skrifar 20. september 2017 18:13 Lögregla hefur ítrekað þurft að hafa afskipti af manninum á undanförnum mánuðum. Vísir/GVA Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að hælisleitandi frá Marókkó skyldi sæta gæsluvarðhaldi til 2. október næstkomandi. Lögregla hefur ítrekað haft afskipti af manninum undanfarna mánuði, síðast þann 2. september en þá gekk maðurinn berserksgang á sölustað Dominos í Skeifunni. Ýmis mál er varða manninn eru til meðferðar og rannsóknar hjá lögreglu en lögregla hefur þurft að hafa afskipti af honum meðal annars vegna hótana, ógnandi og annarlegrar hegðunar hans, ofbeldis og fíkniefnalagabrota. Þann 6. ágúst síðastliðinn barst lögreglu tilkynning um manninn þar sem hann hafi verið nakinn og blóðugur og látið illum látum. Maðurinn hafi meðal annars. brotið topplúgu á bifreið og tekið um andlit manns, rifið af honum gleraugun og klínt blóði í fötin hans. Þá barst lögreglu tilkynning er varðaði manninn þann 6. ágúst síðastliðinn en þá hafði hann verið með óspektir í íbúð fyrir hælisleitendur. Hafi hann neytt mikils magns af áfengi og maríjúana.Spurði lögreglumenn hvort þeir gætu skotið hannÞað var svo þann 2. september síðastliðinn sem tilkynnt var um manninn á sölustað Dominos í Skeifunni. Hafði hann beðið um að fá að fara á salerni en ekki fengið. Varð hann þá ósáttur og heimtaði að fá gaffal. Var honum einnig neitað um það og hótaði hann þá að eyðileggja posa á staðnum ef hann fengi ekki gaffal. Þegar honum var aftur neitað, reif hann í snúrur sem voru í posum í afgreiðslunni og eyðilagði tvo posa. Þá fór hann út og reif rúðuþurrku af bifreið sem stóð fyrir utan staðinn. Er lögregla kom á vetttvang var maðurinn farinn á brott, en lögreglumenn fundu hann í Hagkaup í Skeifunni. Sáu þeir hann ganga rakleiðis framhjá afgreiðslukössum verslunarinnar. Handtóku þeir hann, en við handtökuna datt svitalyktareyðir undan úlpu hans og vildi maðurinn meina að lögreglumenn hefðu komið þessu fyrir á honum. Við handtökuna spurði maðurinn lögreglumenn hvort þeir væru ekki vopnaðir byssum og hvort þeir gætu ekki skotið hann.Skrifaði Ísland undir mynd tengda Ríki íslamsÍ greinargerð lögreglu kemur fram að maðurinn hafi sótt um hæli á Íslandi í september 2015 og hafi meðal annars komið fram í viðtali hans að hann hafi setið í fangelsi í heimalandi sínu Marokkó í fimm mánuði vegna þátttöku sinnar í andspyrnuhreyfingu. Eins og áður segir hefur lögregla ítrekað þurft að hafa afskipti af manninum. Í kjölfar þess hafi farið fram ógnarmat á manninum hjá embætti Ríkislögreglustjóra þar sem meðal annars hafi verið óskað eftir upplýsingum um hann frá erlendum löggæslustofnunum. Við gerð matsins hafi komi í ljós að maðurinn hafi birt mynd á Facebook síðu sinni þann 1. ágúst síðastliðinn tengda hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams og ritað Ísland undir myndina. Búið er að taka ákvörðun um að hælisumsókn mannsins og hefur honum verið synjað um vernd, síðast með ákvörðun kærunefndar útlendingamála þann 26. janúar síðastliðinn. Unnið er að því vísa manninum frá landi og í því skyni er embætti Ríkislögreglustjóra í samskiptum við yfirvöld í móttökulandinu.Dóm Hæstaréttar Íslands má lesa í heild sinni hér. Dómsmál Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að hælisleitandi frá Marókkó skyldi sæta gæsluvarðhaldi til 2. október næstkomandi. Lögregla hefur ítrekað haft afskipti af manninum undanfarna mánuði, síðast þann 2. september en þá gekk maðurinn berserksgang á sölustað Dominos í Skeifunni. Ýmis mál er varða manninn eru til meðferðar og rannsóknar hjá lögreglu en lögregla hefur þurft að hafa afskipti af honum meðal annars vegna hótana, ógnandi og annarlegrar hegðunar hans, ofbeldis og fíkniefnalagabrota. Þann 6. ágúst síðastliðinn barst lögreglu tilkynning um manninn þar sem hann hafi verið nakinn og blóðugur og látið illum látum. Maðurinn hafi meðal annars. brotið topplúgu á bifreið og tekið um andlit manns, rifið af honum gleraugun og klínt blóði í fötin hans. Þá barst lögreglu tilkynning er varðaði manninn þann 6. ágúst síðastliðinn en þá hafði hann verið með óspektir í íbúð fyrir hælisleitendur. Hafi hann neytt mikils magns af áfengi og maríjúana.Spurði lögreglumenn hvort þeir gætu skotið hannÞað var svo þann 2. september síðastliðinn sem tilkynnt var um manninn á sölustað Dominos í Skeifunni. Hafði hann beðið um að fá að fara á salerni en ekki fengið. Varð hann þá ósáttur og heimtaði að fá gaffal. Var honum einnig neitað um það og hótaði hann þá að eyðileggja posa á staðnum ef hann fengi ekki gaffal. Þegar honum var aftur neitað, reif hann í snúrur sem voru í posum í afgreiðslunni og eyðilagði tvo posa. Þá fór hann út og reif rúðuþurrku af bifreið sem stóð fyrir utan staðinn. Er lögregla kom á vetttvang var maðurinn farinn á brott, en lögreglumenn fundu hann í Hagkaup í Skeifunni. Sáu þeir hann ganga rakleiðis framhjá afgreiðslukössum verslunarinnar. Handtóku þeir hann, en við handtökuna datt svitalyktareyðir undan úlpu hans og vildi maðurinn meina að lögreglumenn hefðu komið þessu fyrir á honum. Við handtökuna spurði maðurinn lögreglumenn hvort þeir væru ekki vopnaðir byssum og hvort þeir gætu ekki skotið hann.Skrifaði Ísland undir mynd tengda Ríki íslamsÍ greinargerð lögreglu kemur fram að maðurinn hafi sótt um hæli á Íslandi í september 2015 og hafi meðal annars komið fram í viðtali hans að hann hafi setið í fangelsi í heimalandi sínu Marokkó í fimm mánuði vegna þátttöku sinnar í andspyrnuhreyfingu. Eins og áður segir hefur lögregla ítrekað þurft að hafa afskipti af manninum. Í kjölfar þess hafi farið fram ógnarmat á manninum hjá embætti Ríkislögreglustjóra þar sem meðal annars hafi verið óskað eftir upplýsingum um hann frá erlendum löggæslustofnunum. Við gerð matsins hafi komi í ljós að maðurinn hafi birt mynd á Facebook síðu sinni þann 1. ágúst síðastliðinn tengda hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams og ritað Ísland undir myndina. Búið er að taka ákvörðun um að hælisumsókn mannsins og hefur honum verið synjað um vernd, síðast með ákvörðun kærunefndar útlendingamála þann 26. janúar síðastliðinn. Unnið er að því vísa manninum frá landi og í því skyni er embætti Ríkislögreglustjóra í samskiptum við yfirvöld í móttökulandinu.Dóm Hæstaréttar Íslands má lesa í heild sinni hér.
Dómsmál Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira