Valur getur orðið meistari í dag Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. september 2017 06:00 Andri Rúnar Bjarnason í leik gegn Val sem getur orðið meistari í dag. vísir/stefán Valur á í dag möguleika á að tryggja sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í áratug en þá fara allir leikir nítjándu umferðar fram. Þrátt fyrir að lítil spenna sé um sjálfan titilinn hafa öll lið deildarinnar að einhverju að keppa í dag. „Ég held að það sé pottþétt að titillinn sé svo gott sem tryggður hjá Val,“ sagði Hjörvar Hafliðason, sérfræðingur íþróttadeildar um Pepsi-deildina. Valur kemst með sigri á KA norðan heiða í dag í 43 stig en aðeins Stjarnan og FH geta náð 43 stigum úr þessu en þurfa þá að vinna alla leiki sína sem eftir eru. Það þýðir að titillinn er Valsmanna með sigri á Akureyri, ef Stjarnan og FH misstíga sig bæði. Valur er næstsigursælasta félag í sögu Íslandsmótsins með 20 titla. Sá næsti verður hins vegar aðeins annar titill félagsins í 30 ár en síðast urðu Valsmenn meistarar fyrir áratug.Baráttan um Evrópusæti ÍBV er þegar með öruggt sæti í forkeppni Evrópudeildar UEFA eftir sigur liðsins í Borgunarbikarnum. Tvö önnur lið komast í keppnina, þau sem hafna í öðru og þriðja sæti deildarinnar. Stjarnan (31 stig) og FH (28 stig og leikur til góða) standa þar best að vígi en KR kemur næst á eftir með 26 stig. „Því miður fyrir KR-inga þá er KR ekki að fara í Evrópukeppnina miðað við spilamennsku liðsins,“ segir Hjörvar en Vesturbæingar hafa aðeins unnið einn af síðustu fimm deildarleikjum sínum og steinlágu fyrir ÍBV á heimavelli í síðasta leik, 3-0. „FH-ingar eru einfaldlega betri en KR-ingar í dag. En ef KR ætlar sér að vera með í baráttunni um Evrópusæti þá verða þeir að vinna í Kópavogi í dag og ég held að það gæti verið afar erfitt,“ segir hann.Jón Þór Hauksson stýrði ÍA til sigurs í síðustu umferð. Þrátt fyrir sigurinn eru Skagamenn í vondum málum.vísir/vilhelmÁtta lið í fallbaráttu? Mesta spennan í deildinni er líklega um hvaða tvö lið falla. ÍA stendur reyndar langverst að vígi í þeirri baráttu með þrettán stig – sjö stigum frá öruggu sæti. En Skagamenn halda enn í vonina á meðan hún er enn til staðar. Eitt stig skilur að liðin í næstu þremur sætum fyrir ofan. Fjölnir og Víkingur Ólafsvík eru með 20 stig en ÍBV, sem mætir Grindavík í dag, er með nítján. „Hingað til hefur það nægt í 12 liða deild að vera með 21 stig til að halda sér uppi. Það er fremur lítið og við munum að Þróttur féll með 22 stig í tíu liða deild árið 2003. Það gæti alveg gerst að lið gæti fallið með 25 stig í ár,“ bendir Hjörvar á. Það þýðir að Víkingur Reykjavík (23 stig), KA og Breiðablik (24 stig hvort) sem og spútniklið Grindavíkur (25 stig) eru öll enn í fallhættu. „Grindvíkingar eru ekki alveg sloppnir. Ef Eyjamenn vinna þá í kvöld, þá er Grindavík, sem var eitt heitasta liðið í byrjun tímabils, komið í vesen,“ sagði Hjörvar. Grindavík hefur vissulega snöggkólnað en liðið hefur tapað sex af síðustu átta leikjum sínum.Markametið í hættu Ef Grindavík ætlar sér að eiga góðan endasprett þarf liðið að fá stórt framlag frá Andra Rúnari Bjarnasyni, markahæsta leikmanni deildarinnar, sem enn er að gæla við að bæta markamet efstu deildar á Íslandi. Það stendur í nítján mörkum og er orðið 39 ára gamalt. Andri Rúnar hefur skorað fimmtán mörk í sumar en enginn hefur skorað fleiri á sama tímabilinu síðan Björgólfur Takefusa skoraði sextán mörk árið 2009, ári eftir að liðum var fjölgað í tólf í efstu deild. Allir leikir dagsins hefjast klukkan 17.00 nema viðureign Stjörnunnar og Víkings Ólafsvíkur sem hefst klukkan 19.15. Fylgst verður grannt með gangi mála í öllum leikjum á íþróttavef Vísis og umferðin gerð upp á ítarlegan máta í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 Sport klukkan 21.15. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Í beinni: FH - Breiðablik | Toppslagur í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Sjá meira
Valur á í dag möguleika á að tryggja sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í áratug en þá fara allir leikir nítjándu umferðar fram. Þrátt fyrir að lítil spenna sé um sjálfan titilinn hafa öll lið deildarinnar að einhverju að keppa í dag. „Ég held að það sé pottþétt að titillinn sé svo gott sem tryggður hjá Val,“ sagði Hjörvar Hafliðason, sérfræðingur íþróttadeildar um Pepsi-deildina. Valur kemst með sigri á KA norðan heiða í dag í 43 stig en aðeins Stjarnan og FH geta náð 43 stigum úr þessu en þurfa þá að vinna alla leiki sína sem eftir eru. Það þýðir að titillinn er Valsmanna með sigri á Akureyri, ef Stjarnan og FH misstíga sig bæði. Valur er næstsigursælasta félag í sögu Íslandsmótsins með 20 titla. Sá næsti verður hins vegar aðeins annar titill félagsins í 30 ár en síðast urðu Valsmenn meistarar fyrir áratug.Baráttan um Evrópusæti ÍBV er þegar með öruggt sæti í forkeppni Evrópudeildar UEFA eftir sigur liðsins í Borgunarbikarnum. Tvö önnur lið komast í keppnina, þau sem hafna í öðru og þriðja sæti deildarinnar. Stjarnan (31 stig) og FH (28 stig og leikur til góða) standa þar best að vígi en KR kemur næst á eftir með 26 stig. „Því miður fyrir KR-inga þá er KR ekki að fara í Evrópukeppnina miðað við spilamennsku liðsins,“ segir Hjörvar en Vesturbæingar hafa aðeins unnið einn af síðustu fimm deildarleikjum sínum og steinlágu fyrir ÍBV á heimavelli í síðasta leik, 3-0. „FH-ingar eru einfaldlega betri en KR-ingar í dag. En ef KR ætlar sér að vera með í baráttunni um Evrópusæti þá verða þeir að vinna í Kópavogi í dag og ég held að það gæti verið afar erfitt,“ segir hann.Jón Þór Hauksson stýrði ÍA til sigurs í síðustu umferð. Þrátt fyrir sigurinn eru Skagamenn í vondum málum.vísir/vilhelmÁtta lið í fallbaráttu? Mesta spennan í deildinni er líklega um hvaða tvö lið falla. ÍA stendur reyndar langverst að vígi í þeirri baráttu með þrettán stig – sjö stigum frá öruggu sæti. En Skagamenn halda enn í vonina á meðan hún er enn til staðar. Eitt stig skilur að liðin í næstu þremur sætum fyrir ofan. Fjölnir og Víkingur Ólafsvík eru með 20 stig en ÍBV, sem mætir Grindavík í dag, er með nítján. „Hingað til hefur það nægt í 12 liða deild að vera með 21 stig til að halda sér uppi. Það er fremur lítið og við munum að Þróttur féll með 22 stig í tíu liða deild árið 2003. Það gæti alveg gerst að lið gæti fallið með 25 stig í ár,“ bendir Hjörvar á. Það þýðir að Víkingur Reykjavík (23 stig), KA og Breiðablik (24 stig hvort) sem og spútniklið Grindavíkur (25 stig) eru öll enn í fallhættu. „Grindvíkingar eru ekki alveg sloppnir. Ef Eyjamenn vinna þá í kvöld, þá er Grindavík, sem var eitt heitasta liðið í byrjun tímabils, komið í vesen,“ sagði Hjörvar. Grindavík hefur vissulega snöggkólnað en liðið hefur tapað sex af síðustu átta leikjum sínum.Markametið í hættu Ef Grindavík ætlar sér að eiga góðan endasprett þarf liðið að fá stórt framlag frá Andra Rúnari Bjarnasyni, markahæsta leikmanni deildarinnar, sem enn er að gæla við að bæta markamet efstu deildar á Íslandi. Það stendur í nítján mörkum og er orðið 39 ára gamalt. Andri Rúnar hefur skorað fimmtán mörk í sumar en enginn hefur skorað fleiri á sama tímabilinu síðan Björgólfur Takefusa skoraði sextán mörk árið 2009, ári eftir að liðum var fjölgað í tólf í efstu deild. Allir leikir dagsins hefjast klukkan 17.00 nema viðureign Stjörnunnar og Víkings Ólafsvíkur sem hefst klukkan 19.15. Fylgst verður grannt með gangi mála í öllum leikjum á íþróttavef Vísis og umferðin gerð upp á ítarlegan máta í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 Sport klukkan 21.15.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Í beinni: FH - Breiðablik | Toppslagur í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Sjá meira