Woods: Hef rætt við Ólafíu um að koma til Íslands Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. júlí 2017 09:45 Cheyenne Woods, atvinnukylfingur sem er frænka ofurstjörnunnar Tigers Woods, er mikill aðdáandi vinkonu sinnar Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur og spáir því að hún muni eiga bjarta framtíð. Woods komst ekki í gegnum niðurskurðinn á PGA-meistaramótinu um helgina líkt og Ólafía Þórunn en þær þekkjast frá háskóladögum sínum. Þorsteinn Hallgrímsson, golfsérfræðingur 365, var í Chicago og ræddi við Woods um Ólafíu.Sjá einnig:Er mjög stolt af sjálfri mér „Hún er frábær kylfingur. Ég hef þekkt hana frá því við vorum saman í háskóla. Við spiluðum saman í tvö ár hjá Wake Forest,“ segir Woods. „Ég sá strax hversu falleg sveiflan hennar er og hversu stöðugur spilari hún er. Það er frábært að sjá hana núna á mótaröðinni. Hún hefur átt nokkur frábær mót þannig vonandi heldur hún bara svona áfram.“ Woods telur að Ólafía muni ná langt þar sem hún er svo góður spilari og þá styttist í að Woods komi til Íslands. „Ólafía á eftir að verða stórkostlegur spilari og er það í raun og veru núna. Ég æfði með henni fyrr á leiktíðinni og þá var hún að hvetja mig til dáða og sýna mér æfingar. Við hjálpuðum hvor annarri. Hún á bjarta framtíð fyrir höndum,“ segir Woods. „Ég myndi elska að koma til Íslands. Ég hef nú þegar rætt við Ólafíu um það. Vonandi kem ég síðar í sumar en klárlega í náinni framtíð,“ segir Cheyenne Woods. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Golf Tengdar fréttir Kang vann sitt fyrsta risamót Danielle Kang frá Bandaríkjunum hrósaði sigri á PGA-meistaramótinu í golfi sem lauk í gær. 3. júlí 2017 07:15 Er mjög stolt af sjálfri mér Ólafía Þórunn Kristinsdóttir braut enn og aftur blað í íslenskri golfsögu er hún varð fyrsti Íslendingurinn til þess að taka þátt í risamóti. Hún var grátlega nálægt því að komast í gegnum niðurskurðinn. 3. júlí 2017 06:00 Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Rosalegur ráshópur McIlroy Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Sjá meira
Cheyenne Woods, atvinnukylfingur sem er frænka ofurstjörnunnar Tigers Woods, er mikill aðdáandi vinkonu sinnar Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur og spáir því að hún muni eiga bjarta framtíð. Woods komst ekki í gegnum niðurskurðinn á PGA-meistaramótinu um helgina líkt og Ólafía Þórunn en þær þekkjast frá háskóladögum sínum. Þorsteinn Hallgrímsson, golfsérfræðingur 365, var í Chicago og ræddi við Woods um Ólafíu.Sjá einnig:Er mjög stolt af sjálfri mér „Hún er frábær kylfingur. Ég hef þekkt hana frá því við vorum saman í háskóla. Við spiluðum saman í tvö ár hjá Wake Forest,“ segir Woods. „Ég sá strax hversu falleg sveiflan hennar er og hversu stöðugur spilari hún er. Það er frábært að sjá hana núna á mótaröðinni. Hún hefur átt nokkur frábær mót þannig vonandi heldur hún bara svona áfram.“ Woods telur að Ólafía muni ná langt þar sem hún er svo góður spilari og þá styttist í að Woods komi til Íslands. „Ólafía á eftir að verða stórkostlegur spilari og er það í raun og veru núna. Ég æfði með henni fyrr á leiktíðinni og þá var hún að hvetja mig til dáða og sýna mér æfingar. Við hjálpuðum hvor annarri. Hún á bjarta framtíð fyrir höndum,“ segir Woods. „Ég myndi elska að koma til Íslands. Ég hef nú þegar rætt við Ólafíu um það. Vonandi kem ég síðar í sumar en klárlega í náinni framtíð,“ segir Cheyenne Woods. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Golf Tengdar fréttir Kang vann sitt fyrsta risamót Danielle Kang frá Bandaríkjunum hrósaði sigri á PGA-meistaramótinu í golfi sem lauk í gær. 3. júlí 2017 07:15 Er mjög stolt af sjálfri mér Ólafía Þórunn Kristinsdóttir braut enn og aftur blað í íslenskri golfsögu er hún varð fyrsti Íslendingurinn til þess að taka þátt í risamóti. Hún var grátlega nálægt því að komast í gegnum niðurskurðinn. 3. júlí 2017 06:00 Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Rosalegur ráshópur McIlroy Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Sjá meira
Kang vann sitt fyrsta risamót Danielle Kang frá Bandaríkjunum hrósaði sigri á PGA-meistaramótinu í golfi sem lauk í gær. 3. júlí 2017 07:15
Er mjög stolt af sjálfri mér Ólafía Þórunn Kristinsdóttir braut enn og aftur blað í íslenskri golfsögu er hún varð fyrsti Íslendingurinn til þess að taka þátt í risamóti. Hún var grátlega nálægt því að komast í gegnum niðurskurðinn. 3. júlí 2017 06:00