Lærisveinar Mourinhos fara með útivallarmark í seinni leikinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. apríl 2017 20:45 Mkhitaryan kemur United yfir. vísir/getty Anderlecht og Manchester United skildu jöfn, 1-1, í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. United var mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og var nálægt því að komast yfir á 19. mínútu þegar Jesse Lingard skaut í stöngina. United náði forystunni á 36. mínútu. Henrikh Mkhitaryan tók þá frákast og skoraði eftir að Ruben, markvörður Anderlecht, varði frá Marcus Rashford. Staðan var 0-1 í hálfleik. Leikmenn Anderlecht voru ákveðnari eftir hlé en ógnuðu ekki mikið. Á 83. mínútu fékk Paul Pogba dauðafæri en Ruben varði frá honum. Það átti eftir að reynast dýrt því Leander Dendoncker jafnaði metin þremur mínútum síðar með þrumuskalla eftir fyrirgjöf Ivans Obradovic. Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur 1-1. Seinni leikurinn fer fram á Old Trafford eftir viku. Hér að neðan má lesa beina textalýsingu frá leiknum.Leik lokið: Ágætis úrslit fyrir United.86. mín: MARK!!! Dendocker jafnar metin með þrumuskalla eftir fyrirgjöf Obradovic! Fyrsta skot Anderlecht á markið í leiknum.83. mín: Pogba í dauðafæri en Ruben ver! Í kjölfarið fær United horn og Fellaini á skot beint á Ruben.81. mín: Fellaini með skot beint á Ruben.75. mín: Fellaini kemur inn fyrir Rashford sem var mjög góður í fyrri hálfleik. Það er baulað á Fellaini, enda fyrrum leikmaður Standard Liege.63. mín: Martial kemur inn á fyrir Lingard. Fyrsta skipting United í leiknum.55. mín: Mkhitaryan með skot rétt framhjá eftir fyrirgjöf Darmians.50. mín: Valencia bjargar í tvígang eftir harða sókn Anderlecht.Seinni hálfleikur hafinn: Hvernig mæta heimamenn til leiks í seinni hálfleiknum?Fyrri hálfleik lokið: Brych flautar til hálfleiks. United hefur verið mun sterkari aðilinn og forystan er verðskulduð.36. mín: MARK!!! United er komið yfir! Valencia með fyrirgjöf á Rashford sem á fínt skot sem Ruben ver. Mkhitaryan tekur hins vegar frákastið og skorar sitt níunda mark á tímabilinu.29. mín: Mkhitaryan setur Lingard í gegn en Mbodji bjargar með frábærri tæklingu.17. mín: United hársbreidd frá því að komast yfir! Rashford með sendingu inn á teiginn, Zlatan á skot sem Ruben ver en Lingard fylgir á eftir og skýtur boltanum í stöngina.14. mín: Þetta fer nokkuð rólega af stað. Engin teljandi færi litið dagsins ljós.Leikur hafinn: Þýski dómarinn Felix Brych flautar til leiks!Fyrir leik: United sló Saint-Étienne út í 32-liða úrslitum og Rostov í 16-liða úrslitunum. Anderlecht er búið að slá Zenit og APOEL úr leik.Fyrir leik: José Mourinho, knattspyrnustjóri United, gerir þrjár breytingar á byrjunarliðinu frá 0-3 sigrinum á Sunderland á sunnudaginn. Antonio Valencia, Marcus Rashford og Michael Carrick koma inn fyrir Ander Herrera, Luke Shaw og Maraoune Fellaini.Fyrir leik:Góða kvöldið og velkomin í beina lýsingu frá leik Anderlecht og Manchester United í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Evrópudeild UEFA Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Sjá meira
Anderlecht og Manchester United skildu jöfn, 1-1, í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. United var mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og var nálægt því að komast yfir á 19. mínútu þegar Jesse Lingard skaut í stöngina. United náði forystunni á 36. mínútu. Henrikh Mkhitaryan tók þá frákast og skoraði eftir að Ruben, markvörður Anderlecht, varði frá Marcus Rashford. Staðan var 0-1 í hálfleik. Leikmenn Anderlecht voru ákveðnari eftir hlé en ógnuðu ekki mikið. Á 83. mínútu fékk Paul Pogba dauðafæri en Ruben varði frá honum. Það átti eftir að reynast dýrt því Leander Dendoncker jafnaði metin þremur mínútum síðar með þrumuskalla eftir fyrirgjöf Ivans Obradovic. Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur 1-1. Seinni leikurinn fer fram á Old Trafford eftir viku. Hér að neðan má lesa beina textalýsingu frá leiknum.Leik lokið: Ágætis úrslit fyrir United.86. mín: MARK!!! Dendocker jafnar metin með þrumuskalla eftir fyrirgjöf Obradovic! Fyrsta skot Anderlecht á markið í leiknum.83. mín: Pogba í dauðafæri en Ruben ver! Í kjölfarið fær United horn og Fellaini á skot beint á Ruben.81. mín: Fellaini með skot beint á Ruben.75. mín: Fellaini kemur inn fyrir Rashford sem var mjög góður í fyrri hálfleik. Það er baulað á Fellaini, enda fyrrum leikmaður Standard Liege.63. mín: Martial kemur inn á fyrir Lingard. Fyrsta skipting United í leiknum.55. mín: Mkhitaryan með skot rétt framhjá eftir fyrirgjöf Darmians.50. mín: Valencia bjargar í tvígang eftir harða sókn Anderlecht.Seinni hálfleikur hafinn: Hvernig mæta heimamenn til leiks í seinni hálfleiknum?Fyrri hálfleik lokið: Brych flautar til hálfleiks. United hefur verið mun sterkari aðilinn og forystan er verðskulduð.36. mín: MARK!!! United er komið yfir! Valencia með fyrirgjöf á Rashford sem á fínt skot sem Ruben ver. Mkhitaryan tekur hins vegar frákastið og skorar sitt níunda mark á tímabilinu.29. mín: Mkhitaryan setur Lingard í gegn en Mbodji bjargar með frábærri tæklingu.17. mín: United hársbreidd frá því að komast yfir! Rashford með sendingu inn á teiginn, Zlatan á skot sem Ruben ver en Lingard fylgir á eftir og skýtur boltanum í stöngina.14. mín: Þetta fer nokkuð rólega af stað. Engin teljandi færi litið dagsins ljós.Leikur hafinn: Þýski dómarinn Felix Brych flautar til leiks!Fyrir leik: United sló Saint-Étienne út í 32-liða úrslitum og Rostov í 16-liða úrslitunum. Anderlecht er búið að slá Zenit og APOEL úr leik.Fyrir leik: José Mourinho, knattspyrnustjóri United, gerir þrjár breytingar á byrjunarliðinu frá 0-3 sigrinum á Sunderland á sunnudaginn. Antonio Valencia, Marcus Rashford og Michael Carrick koma inn fyrir Ander Herrera, Luke Shaw og Maraoune Fellaini.Fyrir leik:Góða kvöldið og velkomin í beina lýsingu frá leik Anderlecht og Manchester United í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Sjá meira