Stjarnan og Fram eru sterkustu liðin Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. apríl 2017 06:00 Fram og Stjarnan tókust fast á er þau mættust í lokaumferð deildarinnar. Það munu þau gera aftur í úrslitaeinvígi deildarinnar að því er markahæsti leikmaður deildarinnar spáir. vísir/andri marinó Úrslitakeppnin í Olís-deild kvenna hefst í kvöld. Fjögur efstu lið deildarinnar komust í hana og von er á hörkurimmum. Deildarmeistarar Stjörnunnar koma sjóðheitar inn í úrslitakeppnina gegn liðinu sem hefur staðið í vegi fyrir þeim síðustu tvö ár, Gróttu. „Mér líst mjög vel á þessa rimmu en Stjarnan kemur sterkari inn í þessa rimmu eftir að hafa unnið deildarmeistaratitilinn með stæl. Mér finnst þær vera líklegri til þess að taka þessa rimmu,“ segir Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, leikmaður Selfoss og markahæsti leikmaður deildarinnar í vetur.Grótta með tak á Stjörnunni „Þær hafa oft átt í vandræðum með Gróttu og ef Gróttustúlkur mæta vel stemmdar geta þær hæglega gert Stjörnuliðinu erfitt fyrir í þessum leikjum. Stjarnan er aftur á móti með mjög flottan og breiðan hóp þannig að þær ættu að taka þessa rimmu að mínu mati.“ Stjarnan hefur lent í öðru sæti fjögur ár í röð og tapað fyrir Gróttu í úrslitunum síðustu tvö ár. Stjörnustúlkur eru því líklega komnar með upp í kok af silfri og ætla að ryðja sínum helsta andstæðingi síðustu ár úr vegi til þess að komast í gullið. „Sú tölfræði er til að krydda þetta og ég trúi ekki öðru en að Stjörnustúlkur séu virkilega vel stemmdar til að klára loksins einvígi gegn Gróttu. Stjarnan er með betri hóp en síðustu ár á meðan Grótta er ekki jafn sterk. Svo er engin Íris Björk í markinu hjá Gróttu en hún var mikilvæg í fyrra. Þær eru með efnilega stelpu í markinu en það munar um leikmann eins og Írisi. Ég hallast að því að Stjarnan vinni 2-0 en þori samt ekki alveg að fullyrða það. Þetta verða hörkuleikir.“Haukar geta stolið þessu Hin rimma kvöldsins er viðureign Fram og Hauka. Fram varð í öðru sæti í deildinni en Haukar því þriðja. Fram stóð vel að vígi fyrir lokaumferð deildarinnar en tapaði stórt gegn Stjörnunni og missti af deildarmeistaratitlinum. „Ég hugsa að Fram taki þessa rimmu. Mér finnst þær vera með sterkari hóp. Fram og Stjarnan eru með sterkustu hópana eins og staðan á töflunni sýndi,“ segir Hrafnhildur Hanna en segir að Haukarnir séu samt klárlega með lið til þess að stríða Frömurum. „Haukarnir gætu alveg stolið þessu ef þær detta í gang. Þær hafa verið vaxandi í vetur og gætu verið að toppa á réttum tíma. Það verður áhugavert að sjá hvernig Fram mætir til leiks eftir svekkjandi tap fyrir Stjörnunni í síðasta leik. Ég held að þær mæti mjög grimmar.“Fimm leikja einvígi Gangi þessi spá stórskyttunnar eftir þá fáum við rimmu Stjörnunnar og Fram í úrslitum. Þar á Hrafnhildur Hanna von á veislu. „Það verður fimm leikja rimma sem ræðst undir lok síðasta leiks. Mér finnst þessi lið vera það jöfn. Það verður einvígi sem áhorfendur ættu að hafa mjög gaman af. Svo höfum við séð í karlaboltanum að það getur allt gerst í þessu og litla liðið getur alveg unnið.“ Olís-deild kvenna Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Fleiri fréttir Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Sjá meira
Úrslitakeppnin í Olís-deild kvenna hefst í kvöld. Fjögur efstu lið deildarinnar komust í hana og von er á hörkurimmum. Deildarmeistarar Stjörnunnar koma sjóðheitar inn í úrslitakeppnina gegn liðinu sem hefur staðið í vegi fyrir þeim síðustu tvö ár, Gróttu. „Mér líst mjög vel á þessa rimmu en Stjarnan kemur sterkari inn í þessa rimmu eftir að hafa unnið deildarmeistaratitilinn með stæl. Mér finnst þær vera líklegri til þess að taka þessa rimmu,“ segir Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, leikmaður Selfoss og markahæsti leikmaður deildarinnar í vetur.Grótta með tak á Stjörnunni „Þær hafa oft átt í vandræðum með Gróttu og ef Gróttustúlkur mæta vel stemmdar geta þær hæglega gert Stjörnuliðinu erfitt fyrir í þessum leikjum. Stjarnan er aftur á móti með mjög flottan og breiðan hóp þannig að þær ættu að taka þessa rimmu að mínu mati.“ Stjarnan hefur lent í öðru sæti fjögur ár í röð og tapað fyrir Gróttu í úrslitunum síðustu tvö ár. Stjörnustúlkur eru því líklega komnar með upp í kok af silfri og ætla að ryðja sínum helsta andstæðingi síðustu ár úr vegi til þess að komast í gullið. „Sú tölfræði er til að krydda þetta og ég trúi ekki öðru en að Stjörnustúlkur séu virkilega vel stemmdar til að klára loksins einvígi gegn Gróttu. Stjarnan er með betri hóp en síðustu ár á meðan Grótta er ekki jafn sterk. Svo er engin Íris Björk í markinu hjá Gróttu en hún var mikilvæg í fyrra. Þær eru með efnilega stelpu í markinu en það munar um leikmann eins og Írisi. Ég hallast að því að Stjarnan vinni 2-0 en þori samt ekki alveg að fullyrða það. Þetta verða hörkuleikir.“Haukar geta stolið þessu Hin rimma kvöldsins er viðureign Fram og Hauka. Fram varð í öðru sæti í deildinni en Haukar því þriðja. Fram stóð vel að vígi fyrir lokaumferð deildarinnar en tapaði stórt gegn Stjörnunni og missti af deildarmeistaratitlinum. „Ég hugsa að Fram taki þessa rimmu. Mér finnst þær vera með sterkari hóp. Fram og Stjarnan eru með sterkustu hópana eins og staðan á töflunni sýndi,“ segir Hrafnhildur Hanna en segir að Haukarnir séu samt klárlega með lið til þess að stríða Frömurum. „Haukarnir gætu alveg stolið þessu ef þær detta í gang. Þær hafa verið vaxandi í vetur og gætu verið að toppa á réttum tíma. Það verður áhugavert að sjá hvernig Fram mætir til leiks eftir svekkjandi tap fyrir Stjörnunni í síðasta leik. Ég held að þær mæti mjög grimmar.“Fimm leikja einvígi Gangi þessi spá stórskyttunnar eftir þá fáum við rimmu Stjörnunnar og Fram í úrslitum. Þar á Hrafnhildur Hanna von á veislu. „Það verður fimm leikja rimma sem ræðst undir lok síðasta leiks. Mér finnst þessi lið vera það jöfn. Það verður einvígi sem áhorfendur ættu að hafa mjög gaman af. Svo höfum við séð í karlaboltanum að það getur allt gerst í þessu og litla liðið getur alveg unnið.“
Olís-deild kvenna Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Fleiri fréttir Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Sjá meira