Ódýrasta nóttin á stjörnuhótelinu í Bláa lóninu á 100.000 krónur Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 2. mars 2017 20:00 Bláa lónið mun í haust opna fyrsta fimm stjörnu hótelið á Íslandi. Ódýrasta herbergið mun kosta um eitt hundrað þúsund krónur. Gestir eiga þess kost að fá einkaþjón sem fylgir þeim allan sólarhringinn. Framkvæmdir við nýtt hótel, heilsulind og veitingastað við Bláa lónið hófust árið 2014 og eru nú vel á veg komnar. Hótelið hefur fengið nafnið Moss Hotel og verður 62 herbergja hótel. Reiknað er með að framkvæmdum ljúki í haust og er von á fyrstu gestum fyrir áramót.Einkaþjónn allan sólarhringinn Framkvæmdastjóri Bláa lónsins segir að um sé að ræða hágæða hótel í hærri gæðaflokki en áður hefur þekkst á Íslandi. „Þjónustan er eitthvað sem að við eigum ekki að venjast hér á Íslandi í dag. Hér verður til dæmis butler þjónusta, þar sem gestir okkar á hótelinu verða með einkaþjón 24 klukkustundir sólarhringsins,“ segir Dagný Hrönn Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Bláa lónsins.Svítan á 250.000 krónur Minnstu herbergin eins og þetta sem við sjáum hér er 40 fermetrar og hér kostar nóttin eitt hundrað þúsund krónur. Ein svítan, sem er þó ekki sú stærsta, er 60 fermetrar og kostar nóttin þar um 250.000 krónur en þar fylgir aðgangur að einkalóni. Í heilsulindinni, sem ber nafnið Lava Cove, munu gestir fara undir yfirborð jarðar og hafa þaðan aðgang að nýju lóni sem verður umlukið háum hraunklettum.Hvað gerið þið ráð fyrir að stór hluti ykkar viðskiptavina verði erlendir ferðamenn? „Þetta eru rúmlega 90 prósent eins og það er í dag. Búist við að það verði áfram þannig,“ segir Dagný.Bæta við 200 starfsmönnum Þetta verður fyrsta viðurkennda fimm stjörnu hótelið á Íslandi og mun Bláa Lónið þurfa að bæta við starfsmönnum. „Við þurfum að bæta við okkur um 200 manns. Við erum í dag með um 570 starfsmenn og erum nú þegar búnir að bæta við mörgum starfsmönnum sem einbeita sér að eingöngu að þessari nýbyggingu,“ segir Dagný og bætir við að störfin verði auglýst á næstu dögum.Uppfært klukkan 09:17Einkaþjónn mun aðeins fylgja dýrustu herbergjunum í Bláa lóninu en ekki öllum herbergjum samkvæmt upplýsingum frá Bláa Lóninu. Mest lesið Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Bláa lónið mun í haust opna fyrsta fimm stjörnu hótelið á Íslandi. Ódýrasta herbergið mun kosta um eitt hundrað þúsund krónur. Gestir eiga þess kost að fá einkaþjón sem fylgir þeim allan sólarhringinn. Framkvæmdir við nýtt hótel, heilsulind og veitingastað við Bláa lónið hófust árið 2014 og eru nú vel á veg komnar. Hótelið hefur fengið nafnið Moss Hotel og verður 62 herbergja hótel. Reiknað er með að framkvæmdum ljúki í haust og er von á fyrstu gestum fyrir áramót.Einkaþjónn allan sólarhringinn Framkvæmdastjóri Bláa lónsins segir að um sé að ræða hágæða hótel í hærri gæðaflokki en áður hefur þekkst á Íslandi. „Þjónustan er eitthvað sem að við eigum ekki að venjast hér á Íslandi í dag. Hér verður til dæmis butler þjónusta, þar sem gestir okkar á hótelinu verða með einkaþjón 24 klukkustundir sólarhringsins,“ segir Dagný Hrönn Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Bláa lónsins.Svítan á 250.000 krónur Minnstu herbergin eins og þetta sem við sjáum hér er 40 fermetrar og hér kostar nóttin eitt hundrað þúsund krónur. Ein svítan, sem er þó ekki sú stærsta, er 60 fermetrar og kostar nóttin þar um 250.000 krónur en þar fylgir aðgangur að einkalóni. Í heilsulindinni, sem ber nafnið Lava Cove, munu gestir fara undir yfirborð jarðar og hafa þaðan aðgang að nýju lóni sem verður umlukið háum hraunklettum.Hvað gerið þið ráð fyrir að stór hluti ykkar viðskiptavina verði erlendir ferðamenn? „Þetta eru rúmlega 90 prósent eins og það er í dag. Búist við að það verði áfram þannig,“ segir Dagný.Bæta við 200 starfsmönnum Þetta verður fyrsta viðurkennda fimm stjörnu hótelið á Íslandi og mun Bláa Lónið þurfa að bæta við starfsmönnum. „Við þurfum að bæta við okkur um 200 manns. Við erum í dag með um 570 starfsmenn og erum nú þegar búnir að bæta við mörgum starfsmönnum sem einbeita sér að eingöngu að þessari nýbyggingu,“ segir Dagný og bætir við að störfin verði auglýst á næstu dögum.Uppfært klukkan 09:17Einkaþjónn mun aðeins fylgja dýrustu herbergjunum í Bláa lóninu en ekki öllum herbergjum samkvæmt upplýsingum frá Bláa Lóninu.
Mest lesið Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent