Utanríkisráðherra ósammála formanni utanríkismálanefndar um EFTA Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. mars 2017 20:06 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. vísir/þórhildur Utanríkisráðherra Íslands, Guðlaugur Þór Þórðarson, segir að hann sé ósammála ummælum formanns utanríkismálanefndar og þingmanns Viðreisnar, Jónu Sólveigar Elínardóttur, sem hún lét falla í samtali við Washington Post, um að aðild Íslands að EFTA dugi ekki lengur til að tryggja hagsmuni Íslands. Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag, þar sem Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði utanríkisráðherra út í afstöðu sína til ummæla formanns utanríkismálanefndar. „Ég spyr því hæstvirtan utanríkisráðherra hvort hann sé sammála formanni utanríkismálanefndar um að aðild Íslands að EFTA dugi ekki lengur til að tryggja hagsmuni Íslands.“ Guðlaugur sagði að greinin sem birst hafi í Washington Post hafi ekki verið nákvæm og vel unnin. Meginatriði málsins séu þau að Ísland sé í góðri stöðu þegar kemur að samskiptum við Evrópu. „Svarið við spurningu háttvirts þingmanns er einfaldlega, að ef rétt er eftir haft í þessu viðtali, er ég ekki sammála þeirri fullyrðingu.“ Lilja kom þá aftur upp í ræðustól og sagði að hún hafi litið aftur á greinina og að sér sýndist sem svo að ummæli formanns utanríkismálanefndar hefði verið skýr. „Ég hef ekki tekið eftir því að hún hafi leiðrétt nokkuð í þessari grein.“ „Þess vegna spyr ég hæstvirtan utanríkisráðherra hvort standi til að leiðrétta þessi gerólíku sjónarmið sem koma fram í Washington Post og hvort það væri ekki æskilegt gagnvart samstarfsaðilum okkar í EFTA.“ Utanríkisráðherra svaraði Lilju og sagði að leiðrétting hefði verið send út til blaðsins út af þessari grein, vegna þess að margt hefði verið farið rangt með. „Það er hins vegar ekki aðalatriðið. Það liggur fyrir að Íslendingar eru að starfa með EFTA ríkjum að því sem að snýr að útgöngu Breta úr ESB. Þar með talið fylgst vel með því sem er að gerast á vettvangi ESB.“ Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira
Utanríkisráðherra Íslands, Guðlaugur Þór Þórðarson, segir að hann sé ósammála ummælum formanns utanríkismálanefndar og þingmanns Viðreisnar, Jónu Sólveigar Elínardóttur, sem hún lét falla í samtali við Washington Post, um að aðild Íslands að EFTA dugi ekki lengur til að tryggja hagsmuni Íslands. Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag, þar sem Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði utanríkisráðherra út í afstöðu sína til ummæla formanns utanríkismálanefndar. „Ég spyr því hæstvirtan utanríkisráðherra hvort hann sé sammála formanni utanríkismálanefndar um að aðild Íslands að EFTA dugi ekki lengur til að tryggja hagsmuni Íslands.“ Guðlaugur sagði að greinin sem birst hafi í Washington Post hafi ekki verið nákvæm og vel unnin. Meginatriði málsins séu þau að Ísland sé í góðri stöðu þegar kemur að samskiptum við Evrópu. „Svarið við spurningu háttvirts þingmanns er einfaldlega, að ef rétt er eftir haft í þessu viðtali, er ég ekki sammála þeirri fullyrðingu.“ Lilja kom þá aftur upp í ræðustól og sagði að hún hafi litið aftur á greinina og að sér sýndist sem svo að ummæli formanns utanríkismálanefndar hefði verið skýr. „Ég hef ekki tekið eftir því að hún hafi leiðrétt nokkuð í þessari grein.“ „Þess vegna spyr ég hæstvirtan utanríkisráðherra hvort standi til að leiðrétta þessi gerólíku sjónarmið sem koma fram í Washington Post og hvort það væri ekki æskilegt gagnvart samstarfsaðilum okkar í EFTA.“ Utanríkisráðherra svaraði Lilju og sagði að leiðrétting hefði verið send út til blaðsins út af þessari grein, vegna þess að margt hefði verið farið rangt með. „Það er hins vegar ekki aðalatriðið. Það liggur fyrir að Íslendingar eru að starfa með EFTA ríkjum að því sem að snýr að útgöngu Breta úr ESB. Þar með talið fylgst vel með því sem er að gerast á vettvangi ESB.“
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira