Borgarstjóri lýsir yfir efasemdum um hugmyndir um vegatolla Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. febrúar 2017 18:55 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir að hann hafi miklar efasemdir um þær hugmyndir sem uppi eru innan innanríkisráðuneytisins um vegtolla á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir tæplega vera um landsbyggðarskatt að ræða og bendir á að lítil athygli hafi verið á framkvæmdir í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kom fram í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag.Hvað er borgin að gera til þess að reyna að flýta fyrir umferðinni?„Þetta er í raun stóra málið í aðalskipulaginu að bregðast við því að borgin var þannig skipulögð að við búum í útjöðrum svæðisins og vinnum inn í miðjunni, þannig allir eru að reyna að komast til vinnu á morgnaana og frá vinnu seinnipartinn, svolítið á sama tíma.“ „Þétting byggðar gengur út á það, að fækka þeim sem þurfa að fara svona langa leið, til og frá vinnu. Það að bjóða upp á fjölbreyttari ferðamáta og betri almenningssamgöngur gengur líka út á það að létta álagið á umferðargötunum. Um leið og þú fjölgar þeim sem taka strætó, fækkaru þeim sem taka einkabílinn á sama tíma.“ Spurður um hugmyndir innan innanríkisráðuneytisins um vegtolla á höfuðborgarsvæðinu segir Dagur að hugmyndirnar séu óljósar og kallar hann eftir því að ráðherra geri betur grein fyrir þeim. „Mér finnst satt best að segja ráðherra þurfa að gera mikið betur grein fyrir þessum hugmyndum, áður en lengra er haldið.“ „Ég tek eftir því að sumir tala um þetta sem landsbyggðarskatt en ég vil minna á það að núverandi fjármögnunarkerfi samgangna er þannig að íbúar höfuðborgarsvæðisins borga um tvo þriðju af bensín-olíu og bifreiðagjöldum en fá bara brot af því í framkvæmdir hér. Þannig ef við ætlum að tala um þetta sem svona landshlutamál, þá finnst mér þurfa að halda þessu til haga, ég held að höfuðborgarsvæðið eigi mjög mikið inni og það eigi að veita samgöngumálum hér miklu meiri athygli heldur en gert hefur verið.“En svona af eða á, með tollana?„Fyrstu viðbrögð eru mjög miklar efasemdir en mér finnst þessar hugmyndir ekki hafa verið settar nægilega skírt fram til þess að ég geti með sanngirni sagt að mér litist afleitlega á þær. Þetta er óljóst, það á að setja þetta í einhverja nefnd. Spurning, á þetta að koma í staðinn fyrir eitthvað annað eða eru þetta bara viðbótarálögur og þá á hverjua, hvejrir eiga að greiða? Hvað með bílaleigubílana?“ „Mér finnst þetta of óljóst til þess að ég geti sagt af eða á með þetta.“ Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Richard Attenborough allur Erlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir að hann hafi miklar efasemdir um þær hugmyndir sem uppi eru innan innanríkisráðuneytisins um vegtolla á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir tæplega vera um landsbyggðarskatt að ræða og bendir á að lítil athygli hafi verið á framkvæmdir í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kom fram í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag.Hvað er borgin að gera til þess að reyna að flýta fyrir umferðinni?„Þetta er í raun stóra málið í aðalskipulaginu að bregðast við því að borgin var þannig skipulögð að við búum í útjöðrum svæðisins og vinnum inn í miðjunni, þannig allir eru að reyna að komast til vinnu á morgnaana og frá vinnu seinnipartinn, svolítið á sama tíma.“ „Þétting byggðar gengur út á það, að fækka þeim sem þurfa að fara svona langa leið, til og frá vinnu. Það að bjóða upp á fjölbreyttari ferðamáta og betri almenningssamgöngur gengur líka út á það að létta álagið á umferðargötunum. Um leið og þú fjölgar þeim sem taka strætó, fækkaru þeim sem taka einkabílinn á sama tíma.“ Spurður um hugmyndir innan innanríkisráðuneytisins um vegtolla á höfuðborgarsvæðinu segir Dagur að hugmyndirnar séu óljósar og kallar hann eftir því að ráðherra geri betur grein fyrir þeim. „Mér finnst satt best að segja ráðherra þurfa að gera mikið betur grein fyrir þessum hugmyndum, áður en lengra er haldið.“ „Ég tek eftir því að sumir tala um þetta sem landsbyggðarskatt en ég vil minna á það að núverandi fjármögnunarkerfi samgangna er þannig að íbúar höfuðborgarsvæðisins borga um tvo þriðju af bensín-olíu og bifreiðagjöldum en fá bara brot af því í framkvæmdir hér. Þannig ef við ætlum að tala um þetta sem svona landshlutamál, þá finnst mér þurfa að halda þessu til haga, ég held að höfuðborgarsvæðið eigi mjög mikið inni og það eigi að veita samgöngumálum hér miklu meiri athygli heldur en gert hefur verið.“En svona af eða á, með tollana?„Fyrstu viðbrögð eru mjög miklar efasemdir en mér finnst þessar hugmyndir ekki hafa verið settar nægilega skírt fram til þess að ég geti með sanngirni sagt að mér litist afleitlega á þær. Þetta er óljóst, það á að setja þetta í einhverja nefnd. Spurning, á þetta að koma í staðinn fyrir eitthvað annað eða eru þetta bara viðbótarálögur og þá á hverjua, hvejrir eiga að greiða? Hvað með bílaleigubílana?“ „Mér finnst þetta of óljóst til þess að ég geti sagt af eða á með þetta.“
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Richard Attenborough allur Erlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira