Urðu að leigja Boeing 757 farþegaþotu í innanlandsflug vegna fannfergisins Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. febrúar 2017 21:32 Farþegaþotan sem Flugfélag Íslands leigði af Icelandair er svipuð og þeirri sem sést á þessari mynd. Vísir/Vilhelm Flugfélag Íslands varð að leigja Boeing 757 farþegaþotu til innanlandsflug í kvöld vegna tafa sem urðu í kjölfar snjókomunnar sem herjaði á höfuðborgarsvæðið í nótt og teppti flest allar samgöngur í dag. Aldrei hefur snjór mælst jafn mikill í febrúar. Í samtali við Vísi segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, að félagið hafi þurft að bregðast við, þar sem ekki hefði verið hægt að flytja alla bókaða farþega í morgun vegna fannfergsins. „Við fórum það seint af stað í morgun, útaf snjólögum hérna í Reykjavík, svo að þá var brugðið á það ráð að fá eina þotu hjá Icelandair, eina 757 til að fara með farþega í kvöld til Akureyrar, til að klára daginn og flytja alla bókaða farþega sem ekki var hægt að flytja í morgun.“ Reykjavíkurflugvöllur og Akureyrarflugvöllur eru varaflugvellir fyrir Keflavíkurflugvöll og henta vel undir slíkar flugvélar, sem allajafna eru notaðar í millilandaflug hérlendis, stærðar sinnar vegna. Árni segir að tilvik líkt og þessi komi sjaldan upp. „Þetta kemur nú ekki oft fyrir. Þetta getur gerst kannski einu sinni til tvisvar á ári og fer að sjálfsögðu eftir því hvernig tíðarfarið er. Við bregðum stundum á þetta ráð þegar það gengur upp.“ Slíkar þotur rúma 180 manns og segir Árni að vélin hafi flutt rúmlega 160 manns frá Reykjavík til Akureyrar og svo annan jafn stóran hóp, til baka til Reykjavíkur. Flugvélinni er svo flogið aftur til baka til Keflavíkur, eftir að verkefnum hennar lýkur. Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Geta læknað unglingaveikina Erlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Flugfélag Íslands varð að leigja Boeing 757 farþegaþotu til innanlandsflug í kvöld vegna tafa sem urðu í kjölfar snjókomunnar sem herjaði á höfuðborgarsvæðið í nótt og teppti flest allar samgöngur í dag. Aldrei hefur snjór mælst jafn mikill í febrúar. Í samtali við Vísi segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, að félagið hafi þurft að bregðast við, þar sem ekki hefði verið hægt að flytja alla bókaða farþega í morgun vegna fannfergsins. „Við fórum það seint af stað í morgun, útaf snjólögum hérna í Reykjavík, svo að þá var brugðið á það ráð að fá eina þotu hjá Icelandair, eina 757 til að fara með farþega í kvöld til Akureyrar, til að klára daginn og flytja alla bókaða farþega sem ekki var hægt að flytja í morgun.“ Reykjavíkurflugvöllur og Akureyrarflugvöllur eru varaflugvellir fyrir Keflavíkurflugvöll og henta vel undir slíkar flugvélar, sem allajafna eru notaðar í millilandaflug hérlendis, stærðar sinnar vegna. Árni segir að tilvik líkt og þessi komi sjaldan upp. „Þetta kemur nú ekki oft fyrir. Þetta getur gerst kannski einu sinni til tvisvar á ári og fer að sjálfsögðu eftir því hvernig tíðarfarið er. Við bregðum stundum á þetta ráð þegar það gengur upp.“ Slíkar þotur rúma 180 manns og segir Árni að vélin hafi flutt rúmlega 160 manns frá Reykjavík til Akureyrar og svo annan jafn stóran hóp, til baka til Reykjavíkur. Flugvélinni er svo flogið aftur til baka til Keflavíkur, eftir að verkefnum hennar lýkur.
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Geta læknað unglingaveikina Erlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira