Trump áfrýjar bráðabirgðabanni á tilskipun hans Birgir Olgeirsson skrifar 5. febrúar 2017 09:07 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/EPA Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur áfrýjað bráðabirgða banni á tilskipun Bandaríkjaforseta um ferðabann ríkisborgara sjö landa til Bandaríkjanna. Er þar með reynt að snúa úrskurði alríkisdómara sem lagði á bráðabirgða bannið. Um 60 þúsund vegabréfsáritanir hafa verið afturkallaðar eftir að Donald Trump undirritaði forsetatilskipun um ferðabann til Bandaríkjanna á þá sem eru ríkisborgarar í Írak, Sýrlandi, Íran, Libýu, Sómalíu, Súdan og Jemen. Ríkissaksóknarar í Washington-ríki voru þeir sem létu reyna á ferðabann Trumps fyrir dómstólum. Þeir héldu því fram að bannið færi gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna því það meinaði fólki með lögmætri vegabréfsáritun að ferðast til Bandaríkjanna án dóms og laga. Þá sögðu þeir bannið brjóta gegn trúfrelsi einstaklinga því ferðabanninu væri beint gegn múslimum. Það var alríkisdómari í Seattle-borg, James Robart, sem lagði bráðabirgða bann á tilskipun Trump en forsetinn sagði þennan úrskurð dómarans fáránlegan og hét því að hnekkja honum. Stjórn Trump vill meina að bannið sé fullkomlega löglegt þar sem það miðast að því að vernda Bandaríkin. Trump hefur úthúðað alríkisdómaranum James Robart, sem var settur alríkisdómari árið 2004 eftir tilnefningu frá George W. Bush, þáverandi Bandaríkjaforseta. „Skoðun þessa svokallaðs dómara, sem tekur löggæslu af okkar landi, er fáránleg og verður snúið,“ skrifaði Trump á Twitter. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump æfur eftir lögbann alríkisdómara á innflytjendabann Donald Trump, forseti Bandaríkjanna er æfur vegna ákvörðunar alríkisdómara þar í landi um að setja lögbann á umdeilt innflytjendabann ríkisstjórnar Trump. 4. febrúar 2017 16:17 Telur tilskipun Trumps ekki byggja á staðreyndum James Robart, bandaríski alríkisdómarinn sem sett hefur lögbann á tilskipun Trumps um ferðabann íbúa frá sjö Mið-Austurlöndum og Afríku, telur að tilskipunin byggi ekki á neinum staðreyndarlegum grunni. 4. febrúar 2017 10:39 Sýnir Trump afhöfða Frelsisstyttuna Forsíðumynd þýska vikublaðsins Der Spiegel veldur usla í heimalandi sínum sem og erlendis en hún sýnir mynd af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, afhöfða frelsisstyttuna. 4. febrúar 2017 11:03 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Fleiri fréttir „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Sjá meira
Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur áfrýjað bráðabirgða banni á tilskipun Bandaríkjaforseta um ferðabann ríkisborgara sjö landa til Bandaríkjanna. Er þar með reynt að snúa úrskurði alríkisdómara sem lagði á bráðabirgða bannið. Um 60 þúsund vegabréfsáritanir hafa verið afturkallaðar eftir að Donald Trump undirritaði forsetatilskipun um ferðabann til Bandaríkjanna á þá sem eru ríkisborgarar í Írak, Sýrlandi, Íran, Libýu, Sómalíu, Súdan og Jemen. Ríkissaksóknarar í Washington-ríki voru þeir sem létu reyna á ferðabann Trumps fyrir dómstólum. Þeir héldu því fram að bannið færi gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna því það meinaði fólki með lögmætri vegabréfsáritun að ferðast til Bandaríkjanna án dóms og laga. Þá sögðu þeir bannið brjóta gegn trúfrelsi einstaklinga því ferðabanninu væri beint gegn múslimum. Það var alríkisdómari í Seattle-borg, James Robart, sem lagði bráðabirgða bann á tilskipun Trump en forsetinn sagði þennan úrskurð dómarans fáránlegan og hét því að hnekkja honum. Stjórn Trump vill meina að bannið sé fullkomlega löglegt þar sem það miðast að því að vernda Bandaríkin. Trump hefur úthúðað alríkisdómaranum James Robart, sem var settur alríkisdómari árið 2004 eftir tilnefningu frá George W. Bush, þáverandi Bandaríkjaforseta. „Skoðun þessa svokallaðs dómara, sem tekur löggæslu af okkar landi, er fáránleg og verður snúið,“ skrifaði Trump á Twitter.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump æfur eftir lögbann alríkisdómara á innflytjendabann Donald Trump, forseti Bandaríkjanna er æfur vegna ákvörðunar alríkisdómara þar í landi um að setja lögbann á umdeilt innflytjendabann ríkisstjórnar Trump. 4. febrúar 2017 16:17 Telur tilskipun Trumps ekki byggja á staðreyndum James Robart, bandaríski alríkisdómarinn sem sett hefur lögbann á tilskipun Trumps um ferðabann íbúa frá sjö Mið-Austurlöndum og Afríku, telur að tilskipunin byggi ekki á neinum staðreyndarlegum grunni. 4. febrúar 2017 10:39 Sýnir Trump afhöfða Frelsisstyttuna Forsíðumynd þýska vikublaðsins Der Spiegel veldur usla í heimalandi sínum sem og erlendis en hún sýnir mynd af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, afhöfða frelsisstyttuna. 4. febrúar 2017 11:03 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Fleiri fréttir „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Sjá meira
Trump æfur eftir lögbann alríkisdómara á innflytjendabann Donald Trump, forseti Bandaríkjanna er æfur vegna ákvörðunar alríkisdómara þar í landi um að setja lögbann á umdeilt innflytjendabann ríkisstjórnar Trump. 4. febrúar 2017 16:17
Telur tilskipun Trumps ekki byggja á staðreyndum James Robart, bandaríski alríkisdómarinn sem sett hefur lögbann á tilskipun Trumps um ferðabann íbúa frá sjö Mið-Austurlöndum og Afríku, telur að tilskipunin byggi ekki á neinum staðreyndarlegum grunni. 4. febrúar 2017 10:39
Sýnir Trump afhöfða Frelsisstyttuna Forsíðumynd þýska vikublaðsins Der Spiegel veldur usla í heimalandi sínum sem og erlendis en hún sýnir mynd af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, afhöfða frelsisstyttuna. 4. febrúar 2017 11:03