Aron um hugmyndir Kristjáns: Vanvirðing að gefa leikmönnum landsliðssæti Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. janúar 2017 09:00 Aron Pálmarsson í leik með íslenska landsliðinu. Visir Aron Pálmarsson er algjörlega ósammála hugmyndum Kristjáns Arasonar um landsliðið en hann vill fá unga leikmenn inn í liðið í stað þeirra Guðjóns Vals Sigurðssonar, Arnórs Atlasonar, Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar og Kára Kristjáns Kristjánssonar. Sjá einnig: Kristján Arason vill losna við fjóra lykilmenn í íslenska landsliðinu Kristján sagði að nú væri tími til að byggja upp nýtt lið og kallaði það „liðið hans Arons Pálmarssonar“. Aron ræddi við Fréttablaðið í dag um frammistöðu Íslands á HM og þó svo að hún hafi ekki verið gallalaus telur hann margt gott við framtíðarhorfur liðsins og þá stefnu sem Geir Sveinsson hefur markað fyrir liðið. Sjá einnig: Aron: Erum sjálfum okkur verstir í slæma kaflanum „Ég skil hvað Kristján var að segja en er algjörlega óssmála því,“ sagði Aron en Kristján nefndi í áðurnefndu viðtali nokkur nöfn ungra leikmanna sem hann telur að ættu að fá tækifæri með landsliðinu.Þekkti ekki öll nöfnin „Nú fylgist ég ef til vill ekki nægilega vel með íslenska boltanum en ég þekkti ekki öll nöfni sem hann nefndi. En eftir að hafa aflað mér upplýsinga eru þetta í sumum tilvikum 17-18 ára strákar,“ segir Aron. „Ég er ekki sammála því að það eigi að henda út fjórum lykilmönnum úr landsliðinu og gefa mönnum sem eru með í mesta lagi eins árs reynslu úr Olísdeildinni tækifæri í landsliðinu.“ „Þetta eru efnilegir strákar og framtíðarmenn. En það er allt öðruvísi að spila í úrvalsdeildinni hér heima og koma svo inn í landsliðið og spila á stórmótum.“Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins.vísir/anton brinkSkrýtin spekin Kristján sagi að það þyrfti að færa fórnir til að byggja upp nýtt landslið. Ungt lið ætti að æfa saman eins oft og mögulegt er og þá meira en aðrar þjóðir. „Sumarfríin verða styttri en það er okkar styrkleiki að þessir strákar eru flestir hérna á höfuðborgarsvæðinu og geta því æft án þess að þurfa að búa á hótelum,“ sagði Kristján meðal annars. „Það á ekki að rétta þessum strákum landsliðssæti upp í hendurnar og gefa því þrjú ár að byggja upp nýtt landslið,“ segir Aron. „Þetta er skrýtin speki. Menn verða að byrja að standa sig heima, verða yfirburðamenn þar og þá byrja þeir að banka á landsliðsdyrnar. Þannig hefur þetta verið fyrir alla aðra.“ „Það er klárlega hægt að taka einn og einn með á landsliðsæfingar en það á ekki að henda út reyndum mönnum fyrir þá. Það væri vanvirðing við landsliðið að rétta þeim landsliðssæti á silfurfati.“ Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn John Cena hættur að glíma Sport „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Fleiri fréttir Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Sjá meira
Aron Pálmarsson er algjörlega ósammála hugmyndum Kristjáns Arasonar um landsliðið en hann vill fá unga leikmenn inn í liðið í stað þeirra Guðjóns Vals Sigurðssonar, Arnórs Atlasonar, Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar og Kára Kristjáns Kristjánssonar. Sjá einnig: Kristján Arason vill losna við fjóra lykilmenn í íslenska landsliðinu Kristján sagði að nú væri tími til að byggja upp nýtt lið og kallaði það „liðið hans Arons Pálmarssonar“. Aron ræddi við Fréttablaðið í dag um frammistöðu Íslands á HM og þó svo að hún hafi ekki verið gallalaus telur hann margt gott við framtíðarhorfur liðsins og þá stefnu sem Geir Sveinsson hefur markað fyrir liðið. Sjá einnig: Aron: Erum sjálfum okkur verstir í slæma kaflanum „Ég skil hvað Kristján var að segja en er algjörlega óssmála því,“ sagði Aron en Kristján nefndi í áðurnefndu viðtali nokkur nöfn ungra leikmanna sem hann telur að ættu að fá tækifæri með landsliðinu.Þekkti ekki öll nöfnin „Nú fylgist ég ef til vill ekki nægilega vel með íslenska boltanum en ég þekkti ekki öll nöfni sem hann nefndi. En eftir að hafa aflað mér upplýsinga eru þetta í sumum tilvikum 17-18 ára strákar,“ segir Aron. „Ég er ekki sammála því að það eigi að henda út fjórum lykilmönnum úr landsliðinu og gefa mönnum sem eru með í mesta lagi eins árs reynslu úr Olísdeildinni tækifæri í landsliðinu.“ „Þetta eru efnilegir strákar og framtíðarmenn. En það er allt öðruvísi að spila í úrvalsdeildinni hér heima og koma svo inn í landsliðið og spila á stórmótum.“Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins.vísir/anton brinkSkrýtin spekin Kristján sagi að það þyrfti að færa fórnir til að byggja upp nýtt landslið. Ungt lið ætti að æfa saman eins oft og mögulegt er og þá meira en aðrar þjóðir. „Sumarfríin verða styttri en það er okkar styrkleiki að þessir strákar eru flestir hérna á höfuðborgarsvæðinu og geta því æft án þess að þurfa að búa á hótelum,“ sagði Kristján meðal annars. „Það á ekki að rétta þessum strákum landsliðssæti upp í hendurnar og gefa því þrjú ár að byggja upp nýtt landslið,“ segir Aron. „Þetta er skrýtin speki. Menn verða að byrja að standa sig heima, verða yfirburðamenn þar og þá byrja þeir að banka á landsliðsdyrnar. Þannig hefur þetta verið fyrir alla aðra.“ „Það er klárlega hægt að taka einn og einn með á landsliðsæfingar en það á ekki að henda út reyndum mönnum fyrir þá. Það væri vanvirðing við landsliðið að rétta þeim landsliðssæti á silfurfati.“
Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn John Cena hættur að glíma Sport „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Fleiri fréttir Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Sjá meira