Einar Andri gerir upp leik Íslands: Frábær seinni hálfleikur en svekkjandi tap Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. janúar 2017 15:58 Rúnar Kárason átti flottan leik og skoraði sex mörk. vísir/epa „Það var hrikalega svekkjandi að ná ekki jafntefli. Seinni hálfleikurinn var frábær og það var allt annað lið sem mætti til leiks þar.“ Þetta segir Einar Andri Einarsson, þjálfari toppliðs Aftureldingar í Olís-deild karla í handbolta og sérfræðingur 365 um HM í handbolta, um leik Íslands og Slóveníu sem nú er nýlokið. Slóvenar höfðu sigur, 25-26, eftir hörkuleik. Íslenska liðið spilaði frábæran varnarleik í fyrri hálfleik og Björgvin Páll Gústavsson var í miklum ham í markinu, líkt og gegn Spánverjum. En sóknarleikurinn var slakur og Slóvenar leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 8-11. „Það var mikill vilji og barátta í fyrri hálfleik en þetta var stirt í sókninni. Vörnin var mjög góð í fyrri hálfleik, við vorum þéttir en pínu flatir á vinstri skyttuna [Borut Mackovsek]. Bjöggi var frábær í markinu, tók fjögur dauðafæri á fyrstu átta mínútunum, en það var svekkjandi að það skilaði ekki fleiri hraðaupphlaupum,“ sagði Einar Andri. Sóknarleikurinn var miklu betri í seinni hálfleik þar sem íslenska liðið skoraði 17 mörk. En íslensku strákarnir klikkuðu á grunnatriðum eins og að hlaupa til baka. Slóvenar refsuðu grimmt með hraðri miðju og skoruðu ódýr mörk.Yfirtalan vel nýtt „Þeir fengu alltof mörg mörk úr hraðaupphlaupum og það var mikið skorað í yfirtölunni. Menn skiptu of hægt og hlupu of hægt til baka. Þá datt markvarslan niður. Það var svolítið skrítið að Bjöggi var tekinn út af og var svona lengi á bekknum,“ sagði Einar Andri. Aron Rafn Eðvarðsson kom í markið í seinni hálfleik og varði aðeins tvö skot. Björgvin Páll kom svo aftur inn á og kláraði leikinn. Einar Andri segir að bæði lið hafi spilað yfirtöluna, þegar þau voru manni fleiri, vel í leiknum. „Liðin voru bæði að refsa og yfirtalan okkar var góð. Maður hélt að yfirtalan myndi ráða úrslitum, hvort liðið fengi fleiri brottvísanir,“ sagði Einar Andri en Íslendingar fengu fimm brottvísanir gegn fjórum hjá Slóvenum.Bjarki Már sýndi að hann á heima þarna Bjarki Már Elísson spilaði allan leikinn í vinstra horninu og átti frábæran leik, skoraði sjö mörk úr átta skotum. „Hann var frábær og það var áhugavert að sjá hann byrja. Bjarki nýtti tækifærið og sýndi að hann á heima þarna,“ sagði Einar Andri. „Rúnar Kárason steig líka upp og Arnór Atlason í seinni hálfleik. Hann kom okkur inn í þetta. Guðmundur Hólmar og Ólafur Guðmundsson spiluðu líka vel í þristunum í vörninni.“Brottvísunin á bekkinn fáránleg Aðspurður um frammistöðu kóresku dómaranna hafði Einar Andri þetta að segja: „Á HM koma lið og dómarar frá öllum heimshornum og það er kannski svolítið önnur menning í dómgæslunni. Það var erfitt að greina ákveðna línu,“ sagði Einar Andri sem var enn svekktari með eftirlitsmann leiksins, sem kvartaði yfir mótmælum íslenska liðsins eftir að Marko Bezjak gerði sig sekan um ömurlegan leikaraskap um miðjan seinni hálfleik. „En það sem stuðaði mig meira var að bekkurinn okkar fékk tvær fyrir að mótmæla. Það var eins og menn séu að sjá handbolta í fyrsta sinn.“ Þrátt fyrir tvö töp í fyrstu tveimur leikjum Íslands á HM er Einar Andri bjartsýnn fyrir leikinn gegn Túnis á morgun. „Við sækjum fyrsta sigurinn á morgun, ég hef fulla trú á því. Margir hafa sýnt góða leiki og við höfum verið lengi yfir gegn sterkum liðum,“ sagði Einar Andri að endingu.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Guðmundur Hólmar: Við mætum bara dýrvitlausir á morgun Guðmundur Hólmar Helgason var daufur í dálkinn eftir eins marks tap á móti Slóveníu á HM í handbolta í dag. 14. janúar 2017 15:50 Arnór: Hefðum getað komist tveimur mörkum yfir en ég klúðraði dauðafæri „Þetta er ótrúlega svekkjandi. Við áttum séns að komast tveimur mörkum yfir og ég til að mynda klúðraði þá dauðafæri,“ segir Arnór Þór Gunnarsson, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir svekkkjandi tap gegn Slóvenum á HM í handbolta í Frakklandi. 14. janúar 2017 15:46 Kom alla leið frá Hólmavík á leikinn: „Okkur lýst ótrúlega vel á nýju strákana“ „Af hverju ættum við ekki að vera hér?," segir Svanhildur Jónsdóttir, hress stuðningsmaður íslenska landsliðsins, í Metz fyrir leik Íslands og Slóveníu á HM í handbolta sem fram fer í Frakklandi. 14. janúar 2017 14:05 Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 25-26 | Grátlegt tap í bardaga gegn Slóveníu Strákarnir okkar urðu að sætta sig við tap í æsilegum slag gegn Slóveníu í dag. Lokatölur 25-26, Slóvenum í vil. 14. janúar 2017 15:15 Ólafur: Höfum ekki tíma til að svekkja okkur „Við vorum ekkert langt frá þessu, vorum inn í leiknum allan tímann og þetta hefði getað dottið báðum megin,“ segir Ólafur Guðmundsson, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir svekkkjandi tap gegn Slóvenum á HM í handbolta í Frakklandi. 14. janúar 2017 15:32 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira
„Það var hrikalega svekkjandi að ná ekki jafntefli. Seinni hálfleikurinn var frábær og það var allt annað lið sem mætti til leiks þar.“ Þetta segir Einar Andri Einarsson, þjálfari toppliðs Aftureldingar í Olís-deild karla í handbolta og sérfræðingur 365 um HM í handbolta, um leik Íslands og Slóveníu sem nú er nýlokið. Slóvenar höfðu sigur, 25-26, eftir hörkuleik. Íslenska liðið spilaði frábæran varnarleik í fyrri hálfleik og Björgvin Páll Gústavsson var í miklum ham í markinu, líkt og gegn Spánverjum. En sóknarleikurinn var slakur og Slóvenar leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 8-11. „Það var mikill vilji og barátta í fyrri hálfleik en þetta var stirt í sókninni. Vörnin var mjög góð í fyrri hálfleik, við vorum þéttir en pínu flatir á vinstri skyttuna [Borut Mackovsek]. Bjöggi var frábær í markinu, tók fjögur dauðafæri á fyrstu átta mínútunum, en það var svekkjandi að það skilaði ekki fleiri hraðaupphlaupum,“ sagði Einar Andri. Sóknarleikurinn var miklu betri í seinni hálfleik þar sem íslenska liðið skoraði 17 mörk. En íslensku strákarnir klikkuðu á grunnatriðum eins og að hlaupa til baka. Slóvenar refsuðu grimmt með hraðri miðju og skoruðu ódýr mörk.Yfirtalan vel nýtt „Þeir fengu alltof mörg mörk úr hraðaupphlaupum og það var mikið skorað í yfirtölunni. Menn skiptu of hægt og hlupu of hægt til baka. Þá datt markvarslan niður. Það var svolítið skrítið að Bjöggi var tekinn út af og var svona lengi á bekknum,“ sagði Einar Andri. Aron Rafn Eðvarðsson kom í markið í seinni hálfleik og varði aðeins tvö skot. Björgvin Páll kom svo aftur inn á og kláraði leikinn. Einar Andri segir að bæði lið hafi spilað yfirtöluna, þegar þau voru manni fleiri, vel í leiknum. „Liðin voru bæði að refsa og yfirtalan okkar var góð. Maður hélt að yfirtalan myndi ráða úrslitum, hvort liðið fengi fleiri brottvísanir,“ sagði Einar Andri en Íslendingar fengu fimm brottvísanir gegn fjórum hjá Slóvenum.Bjarki Már sýndi að hann á heima þarna Bjarki Már Elísson spilaði allan leikinn í vinstra horninu og átti frábæran leik, skoraði sjö mörk úr átta skotum. „Hann var frábær og það var áhugavert að sjá hann byrja. Bjarki nýtti tækifærið og sýndi að hann á heima þarna,“ sagði Einar Andri. „Rúnar Kárason steig líka upp og Arnór Atlason í seinni hálfleik. Hann kom okkur inn í þetta. Guðmundur Hólmar og Ólafur Guðmundsson spiluðu líka vel í þristunum í vörninni.“Brottvísunin á bekkinn fáránleg Aðspurður um frammistöðu kóresku dómaranna hafði Einar Andri þetta að segja: „Á HM koma lið og dómarar frá öllum heimshornum og það er kannski svolítið önnur menning í dómgæslunni. Það var erfitt að greina ákveðna línu,“ sagði Einar Andri sem var enn svekktari með eftirlitsmann leiksins, sem kvartaði yfir mótmælum íslenska liðsins eftir að Marko Bezjak gerði sig sekan um ömurlegan leikaraskap um miðjan seinni hálfleik. „En það sem stuðaði mig meira var að bekkurinn okkar fékk tvær fyrir að mótmæla. Það var eins og menn séu að sjá handbolta í fyrsta sinn.“ Þrátt fyrir tvö töp í fyrstu tveimur leikjum Íslands á HM er Einar Andri bjartsýnn fyrir leikinn gegn Túnis á morgun. „Við sækjum fyrsta sigurinn á morgun, ég hef fulla trú á því. Margir hafa sýnt góða leiki og við höfum verið lengi yfir gegn sterkum liðum,“ sagði Einar Andri að endingu.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Guðmundur Hólmar: Við mætum bara dýrvitlausir á morgun Guðmundur Hólmar Helgason var daufur í dálkinn eftir eins marks tap á móti Slóveníu á HM í handbolta í dag. 14. janúar 2017 15:50 Arnór: Hefðum getað komist tveimur mörkum yfir en ég klúðraði dauðafæri „Þetta er ótrúlega svekkjandi. Við áttum séns að komast tveimur mörkum yfir og ég til að mynda klúðraði þá dauðafæri,“ segir Arnór Þór Gunnarsson, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir svekkkjandi tap gegn Slóvenum á HM í handbolta í Frakklandi. 14. janúar 2017 15:46 Kom alla leið frá Hólmavík á leikinn: „Okkur lýst ótrúlega vel á nýju strákana“ „Af hverju ættum við ekki að vera hér?," segir Svanhildur Jónsdóttir, hress stuðningsmaður íslenska landsliðsins, í Metz fyrir leik Íslands og Slóveníu á HM í handbolta sem fram fer í Frakklandi. 14. janúar 2017 14:05 Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 25-26 | Grátlegt tap í bardaga gegn Slóveníu Strákarnir okkar urðu að sætta sig við tap í æsilegum slag gegn Slóveníu í dag. Lokatölur 25-26, Slóvenum í vil. 14. janúar 2017 15:15 Ólafur: Höfum ekki tíma til að svekkja okkur „Við vorum ekkert langt frá þessu, vorum inn í leiknum allan tímann og þetta hefði getað dottið báðum megin,“ segir Ólafur Guðmundsson, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir svekkkjandi tap gegn Slóvenum á HM í handbolta í Frakklandi. 14. janúar 2017 15:32 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira
Guðmundur Hólmar: Við mætum bara dýrvitlausir á morgun Guðmundur Hólmar Helgason var daufur í dálkinn eftir eins marks tap á móti Slóveníu á HM í handbolta í dag. 14. janúar 2017 15:50
Arnór: Hefðum getað komist tveimur mörkum yfir en ég klúðraði dauðafæri „Þetta er ótrúlega svekkjandi. Við áttum séns að komast tveimur mörkum yfir og ég til að mynda klúðraði þá dauðafæri,“ segir Arnór Þór Gunnarsson, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir svekkkjandi tap gegn Slóvenum á HM í handbolta í Frakklandi. 14. janúar 2017 15:46
Kom alla leið frá Hólmavík á leikinn: „Okkur lýst ótrúlega vel á nýju strákana“ „Af hverju ættum við ekki að vera hér?," segir Svanhildur Jónsdóttir, hress stuðningsmaður íslenska landsliðsins, í Metz fyrir leik Íslands og Slóveníu á HM í handbolta sem fram fer í Frakklandi. 14. janúar 2017 14:05
Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 25-26 | Grátlegt tap í bardaga gegn Slóveníu Strákarnir okkar urðu að sætta sig við tap í æsilegum slag gegn Slóveníu í dag. Lokatölur 25-26, Slóvenum í vil. 14. janúar 2017 15:15
Ólafur: Höfum ekki tíma til að svekkja okkur „Við vorum ekkert langt frá þessu, vorum inn í leiknum allan tímann og þetta hefði getað dottið báðum megin,“ segir Ólafur Guðmundsson, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir svekkkjandi tap gegn Slóvenum á HM í handbolta í Frakklandi. 14. janúar 2017 15:32