Áhorfendur CNN telja Clinton hafa haft betur í kappræðunum í nótt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. september 2016 07:38 Donald Trump og Hillary Clinton í kappræðunum í nótt. vísir/getty Hillary Clinton hafði betur í fyrstu sjónvarpskappræðum hennar og Donald Trump í gærkvöldi að mati áhorfenda CNN. Clinton er forsetaframbjóðandi Demókrata og Trump sækist eftir embættinu fyrir hönd Repúblikana en forsetakosningar í Bandaríkjunum fara fram þann 8. nóvember næstkomandi. Talið er líklegt að metfjöldi hafi horft á kappræðurnar eða allt að 100 milljónir áhorfenda. Skömmu eftir að kappræðunum lauk gerði CNN könnun á meðal áhorfenda sinna hvor frambjóðandinn hafði betur og það var engin spurning; 62 próesnt aðspurðra sögðu Clinton hafa unnið kappræðurnar á meðan 27 prósent sögðu Trump hafa borið sigur úr býtum. Í umfjöllun CNN um könnunina kemur fram að 41 prósent þeirra sem svöruðu könnuninni voru Demókratar og 26 prósent Repúblikanar sem er 10 prósentum meira af Demókrötum en venjulega í könnunum og tvö prósent minna af Repúblikönum. Engu að síður er niðurstaðan nokkuð afgerandi Hillary í vil. Eftir fyrstu kappræðurnar á milli þeirra Barack Obama og Mitt Romney árið 2012 var niðurstaðan svipuð úr fyrstu könnun en þá mátu áhorfendur það sem svo að Romney hefði haft betur. Þau Clinton og Trump tókust á um ýmislegt í gær, meðal annars atvinnuhorfur, utanríkisstefnu og kynjamisrétti svo fátt eitt sé nefnt en kappræðurnar stóðu í níutíu mínútur. Baráttan harðnaði þegar farið var út í persónuleg málefni til að mynda þegar Trump sakaði Hillary um að vera ekki með rétta geðslagið í það að verða forseti Bandaríkjanna. Clinton skaut einnig á Trump með því að benda á að honum hafi láðst að gera skattagögn sín opinber. Kappræðurnar í heild sinni má sjá hér að neðan en þær hefjast þegar um ein klukkustund og 45 mínútur eru eftir af útsendingunni. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sjáðu fyrstu kappræður Trump og Clinton í heild sinni Hillary Clinton, forsetaefni Demókrata og Donald Trump, forsetaefni Repúblikana tókust á um stefnu sína. 27. september 2016 02:30 Stefnir í einn stærsta sjónvarpsviðburð sögunnar Fyrstu kappræðurnar milli forsetaframbjóðendanna Hillary Clinton og Donald Trump fara fram í Bandaríkjunum í kvöld og stefna í að verða einn stærsti sjónvarpsviðburður sögunnar. Mikil spenna ríkir fyrir þeim enda er mjótt á munum milli frambjóðendanna og líklegt er að frammistaða þeirra í sjónvarpi muni ráða úrslitum í kosningunum. 26. september 2016 21:00 John Oliver segir Trump trompa Hillary í hneykslismálum John Oliver sagði Hillary margfalt betri kost en Trump sem hann lýsti sem "auðugustu gyllinæð Ameríku“. 26. september 2016 10:07 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Sjá meira
Hillary Clinton hafði betur í fyrstu sjónvarpskappræðum hennar og Donald Trump í gærkvöldi að mati áhorfenda CNN. Clinton er forsetaframbjóðandi Demókrata og Trump sækist eftir embættinu fyrir hönd Repúblikana en forsetakosningar í Bandaríkjunum fara fram þann 8. nóvember næstkomandi. Talið er líklegt að metfjöldi hafi horft á kappræðurnar eða allt að 100 milljónir áhorfenda. Skömmu eftir að kappræðunum lauk gerði CNN könnun á meðal áhorfenda sinna hvor frambjóðandinn hafði betur og það var engin spurning; 62 próesnt aðspurðra sögðu Clinton hafa unnið kappræðurnar á meðan 27 prósent sögðu Trump hafa borið sigur úr býtum. Í umfjöllun CNN um könnunina kemur fram að 41 prósent þeirra sem svöruðu könnuninni voru Demókratar og 26 prósent Repúblikanar sem er 10 prósentum meira af Demókrötum en venjulega í könnunum og tvö prósent minna af Repúblikönum. Engu að síður er niðurstaðan nokkuð afgerandi Hillary í vil. Eftir fyrstu kappræðurnar á milli þeirra Barack Obama og Mitt Romney árið 2012 var niðurstaðan svipuð úr fyrstu könnun en þá mátu áhorfendur það sem svo að Romney hefði haft betur. Þau Clinton og Trump tókust á um ýmislegt í gær, meðal annars atvinnuhorfur, utanríkisstefnu og kynjamisrétti svo fátt eitt sé nefnt en kappræðurnar stóðu í níutíu mínútur. Baráttan harðnaði þegar farið var út í persónuleg málefni til að mynda þegar Trump sakaði Hillary um að vera ekki með rétta geðslagið í það að verða forseti Bandaríkjanna. Clinton skaut einnig á Trump með því að benda á að honum hafi láðst að gera skattagögn sín opinber. Kappræðurnar í heild sinni má sjá hér að neðan en þær hefjast þegar um ein klukkustund og 45 mínútur eru eftir af útsendingunni.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sjáðu fyrstu kappræður Trump og Clinton í heild sinni Hillary Clinton, forsetaefni Demókrata og Donald Trump, forsetaefni Repúblikana tókust á um stefnu sína. 27. september 2016 02:30 Stefnir í einn stærsta sjónvarpsviðburð sögunnar Fyrstu kappræðurnar milli forsetaframbjóðendanna Hillary Clinton og Donald Trump fara fram í Bandaríkjunum í kvöld og stefna í að verða einn stærsti sjónvarpsviðburður sögunnar. Mikil spenna ríkir fyrir þeim enda er mjótt á munum milli frambjóðendanna og líklegt er að frammistaða þeirra í sjónvarpi muni ráða úrslitum í kosningunum. 26. september 2016 21:00 John Oliver segir Trump trompa Hillary í hneykslismálum John Oliver sagði Hillary margfalt betri kost en Trump sem hann lýsti sem "auðugustu gyllinæð Ameríku“. 26. september 2016 10:07 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Sjá meira
Sjáðu fyrstu kappræður Trump og Clinton í heild sinni Hillary Clinton, forsetaefni Demókrata og Donald Trump, forsetaefni Repúblikana tókust á um stefnu sína. 27. september 2016 02:30
Stefnir í einn stærsta sjónvarpsviðburð sögunnar Fyrstu kappræðurnar milli forsetaframbjóðendanna Hillary Clinton og Donald Trump fara fram í Bandaríkjunum í kvöld og stefna í að verða einn stærsti sjónvarpsviðburður sögunnar. Mikil spenna ríkir fyrir þeim enda er mjótt á munum milli frambjóðendanna og líklegt er að frammistaða þeirra í sjónvarpi muni ráða úrslitum í kosningunum. 26. september 2016 21:00
John Oliver segir Trump trompa Hillary í hneykslismálum John Oliver sagði Hillary margfalt betri kost en Trump sem hann lýsti sem "auðugustu gyllinæð Ameríku“. 26. september 2016 10:07