Erfiðlega gengur að koma neyðarhjálp til Aleppo Samúel Karl Ólason skrifar 15. september 2016 14:33 Tværi bílalestir á leið til Aleppo eru sagðar bera mat fyrir 80 þúsund manns í mánuð. Vísir/AFP Illa hefur gengið að koma neyðaraðstoð til borgarinnar Aleppo í Sýrlandi í dag. Bæði stjórnarherinn og uppreisnarmenn hafa hingað til neitað að hörfa frá mikilvægum vegi. Bílalest Sameinuðu þjóðanna mun fara eftir veginum til borgarinnar. Báðar hliðar hafa sakað hvora aðra um að brjóta gegn vopnahléinu sem hefur verið í gildi í vikunni og hefur mikil spenna verið í borginni. Þá hafa Rússar í dag sakað Bandaríkin um að standa ekki við skilyrði sín gagnvart vopnahléinu og að geta ekki fengið uppreisnarhópa til að fylgja því. Þá segja Rússar að uppreisnarmenn hafi ekki slitið sig frá Jabat Fatah al-Sham, al-Qaeda í Sýrlandi. Til stendur að Rússar hefji sameiginlegar aðgerðir gegn JFS og Íslamska ríkinu á næstu dögum. Uppreisnarmenn segjast hræðast að yfirgefa stöður sínar og segja stjórnarherinn nýta hvert tækifæri til að herja á þá. Þeir muni ekki hörfa fyrr en þeir sjái stjórnarherinn gera það. Sameinðu þjóðirnar segja að Bandaríkin og Rússland hafi átt að sjá til þess að vegurinn yrði yfirgefinn en gagnrýndi einnig ríkisstjórn Assad fyrir að útvega SÞ leyfi til að koma birgðum til annarra svæða Sýrlands. Rússar hafa þó tilkynnt að stjórnarher Bashar al-Assad muni hörfa frá veginum. Komist 20 bíla lest til Aleppo án vandræða stendur til að senda aðra bílalest til borgarinnar. Bílalestirnar eru sagðar bera matvæli fyrir um 80 þúsund manns í um einn mánuð. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Spenna vegna vopnahlésins í Sýrlandi Ekki talið líklegt að uppreisnarmenn í Sýrlandi haldi vopnahléið sem á að hefjast að miðnætti á morgun. 10. september 2016 19:03 Tortryggnir á vopnahléið Vikulangt vopnahlé tók gildi í gærkvöld í Sýrlandi. Uppreisnarmenn óttast að Assad forseti noti tækifærið til árása. Hjálparsamtök vilja nýta tímann. 13. september 2016 07:00 Vopnahlé í Sýrlandi á sunnudaginn Samningaviðræður hafa staðið yfir í Sviss. 9. september 2016 22:30 Vopnahléið hélt fyrstu nóttina Íbúar í Aleppo segjas nóttina hafa verið rólega og eftirlitsaðilar segja að engir borgarar hafi látið lífið. 13. september 2016 08:47 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Illa hefur gengið að koma neyðaraðstoð til borgarinnar Aleppo í Sýrlandi í dag. Bæði stjórnarherinn og uppreisnarmenn hafa hingað til neitað að hörfa frá mikilvægum vegi. Bílalest Sameinuðu þjóðanna mun fara eftir veginum til borgarinnar. Báðar hliðar hafa sakað hvora aðra um að brjóta gegn vopnahléinu sem hefur verið í gildi í vikunni og hefur mikil spenna verið í borginni. Þá hafa Rússar í dag sakað Bandaríkin um að standa ekki við skilyrði sín gagnvart vopnahléinu og að geta ekki fengið uppreisnarhópa til að fylgja því. Þá segja Rússar að uppreisnarmenn hafi ekki slitið sig frá Jabat Fatah al-Sham, al-Qaeda í Sýrlandi. Til stendur að Rússar hefji sameiginlegar aðgerðir gegn JFS og Íslamska ríkinu á næstu dögum. Uppreisnarmenn segjast hræðast að yfirgefa stöður sínar og segja stjórnarherinn nýta hvert tækifæri til að herja á þá. Þeir muni ekki hörfa fyrr en þeir sjái stjórnarherinn gera það. Sameinðu þjóðirnar segja að Bandaríkin og Rússland hafi átt að sjá til þess að vegurinn yrði yfirgefinn en gagnrýndi einnig ríkisstjórn Assad fyrir að útvega SÞ leyfi til að koma birgðum til annarra svæða Sýrlands. Rússar hafa þó tilkynnt að stjórnarher Bashar al-Assad muni hörfa frá veginum. Komist 20 bíla lest til Aleppo án vandræða stendur til að senda aðra bílalest til borgarinnar. Bílalestirnar eru sagðar bera matvæli fyrir um 80 þúsund manns í um einn mánuð.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Spenna vegna vopnahlésins í Sýrlandi Ekki talið líklegt að uppreisnarmenn í Sýrlandi haldi vopnahléið sem á að hefjast að miðnætti á morgun. 10. september 2016 19:03 Tortryggnir á vopnahléið Vikulangt vopnahlé tók gildi í gærkvöld í Sýrlandi. Uppreisnarmenn óttast að Assad forseti noti tækifærið til árása. Hjálparsamtök vilja nýta tímann. 13. september 2016 07:00 Vopnahlé í Sýrlandi á sunnudaginn Samningaviðræður hafa staðið yfir í Sviss. 9. september 2016 22:30 Vopnahléið hélt fyrstu nóttina Íbúar í Aleppo segjas nóttina hafa verið rólega og eftirlitsaðilar segja að engir borgarar hafi látið lífið. 13. september 2016 08:47 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Spenna vegna vopnahlésins í Sýrlandi Ekki talið líklegt að uppreisnarmenn í Sýrlandi haldi vopnahléið sem á að hefjast að miðnætti á morgun. 10. september 2016 19:03
Tortryggnir á vopnahléið Vikulangt vopnahlé tók gildi í gærkvöld í Sýrlandi. Uppreisnarmenn óttast að Assad forseti noti tækifærið til árása. Hjálparsamtök vilja nýta tímann. 13. september 2016 07:00
Vopnahléið hélt fyrstu nóttina Íbúar í Aleppo segjas nóttina hafa verið rólega og eftirlitsaðilar segja að engir borgarar hafi látið lífið. 13. september 2016 08:47