Ráðgjafi Bush hyggst kjósa Clinton Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 1. ágúst 2016 21:42 Ef mjótt verður á munum milli Trump og Clinton í Flórída, fer atkvæði rótgróins ráðgjafa Bush fjölskyldunnar til Hillary Clinton. Vísir/Getty Sally Bradshaw, aðalráðgjafi Jeb Bush, hefur sagt sig úr Repúblikanaflokknum og hyggst vera óháð. Hún hefur jafnframt gefið út að ef mjótt er á munum í sínu heimafylki Flórída hyggst hún kjósa Hillary Clinton í stað Donald Trump. Bradshaw hefur lengi verið náin Bush og var aðalráðgjafi hans í forsetaslag Repúblikana. Hún er nú skráð utan flokka. Hún sagði jafnframt í viðtali við CNN að Repúblikanaflokkurinn standi á krossgötum eftir að hafa tilnefnt „sjálfsdýrkandi, kvenhatandi og fordómafullan mann.“ Sally Bradshaw hefur starfað fyrir repúblikana í um 28 ár en hún hóf feril sinn í forsetaframboði George H.W. Bush árið 1988. „Eins mikið og ég vil ekki fjögur ár í viðbót af stefnumálum Obama, get ég ekki horft í augun á börnum mínum og sagst hafa kosið Donald Trump. Ég get ekki kennt þeim að elska nágranna sinn og koma fram við aðra eins og þau vilja að komið sé fram við þau, og síðan kosið Donald Trump. Ég neita að gera það.“Aukin gagnrýni í garð Trump Ákvörðun Bradshaw kemur í kjölfar ágreinings vegna orða Trump í garð fjölskyldu fallinns hermanns sem lést við skyldustörf í Írak árið 2004. Bradshaw sagði ummæli Trump fyrirlitleg. „Trump gerði lítið úr konu sem fæddi son sem lést við að berjast fyrir Bandaríkin. Ef eitthvað, þá efldi það ákvörðun mína um að gerast óháður kjósandi,“ sagði hún. Bradshaw er ekki fyrsti repúblikaninn sem gagnrýnir Trump, en hingað til hefur enginn gengið svo langt að segja sig úr honum. Hún segist hafa íhugað ákvörðunina í nokkra mánuði og að lokum fengið endanlega nóg. Hún segist ekki vera viss um hvað hún muni kjósa en segir að ef mjótt sé á munum á milli Clinton og Trump í Flórída muni hún kjósa Clinton. „Þetta er tími þar sem við verðum að velja landið okkar yfir pólitísk stefnumál. Donald Trump má ekki verða forseti,“ segir Bradshaw. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segja viðbrögð Trump við ræðu fallins hermanns mjög óviðeigandi Tim Kaine segir Donald Trump hafa reynt að gera skrípaleik úr harmi foreldranna sem ávörpuðu landsþing Demókrataflokksins. 31. júlí 2016 09:07 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Sjá meira
Sally Bradshaw, aðalráðgjafi Jeb Bush, hefur sagt sig úr Repúblikanaflokknum og hyggst vera óháð. Hún hefur jafnframt gefið út að ef mjótt er á munum í sínu heimafylki Flórída hyggst hún kjósa Hillary Clinton í stað Donald Trump. Bradshaw hefur lengi verið náin Bush og var aðalráðgjafi hans í forsetaslag Repúblikana. Hún er nú skráð utan flokka. Hún sagði jafnframt í viðtali við CNN að Repúblikanaflokkurinn standi á krossgötum eftir að hafa tilnefnt „sjálfsdýrkandi, kvenhatandi og fordómafullan mann.“ Sally Bradshaw hefur starfað fyrir repúblikana í um 28 ár en hún hóf feril sinn í forsetaframboði George H.W. Bush árið 1988. „Eins mikið og ég vil ekki fjögur ár í viðbót af stefnumálum Obama, get ég ekki horft í augun á börnum mínum og sagst hafa kosið Donald Trump. Ég get ekki kennt þeim að elska nágranna sinn og koma fram við aðra eins og þau vilja að komið sé fram við þau, og síðan kosið Donald Trump. Ég neita að gera það.“Aukin gagnrýni í garð Trump Ákvörðun Bradshaw kemur í kjölfar ágreinings vegna orða Trump í garð fjölskyldu fallinns hermanns sem lést við skyldustörf í Írak árið 2004. Bradshaw sagði ummæli Trump fyrirlitleg. „Trump gerði lítið úr konu sem fæddi son sem lést við að berjast fyrir Bandaríkin. Ef eitthvað, þá efldi það ákvörðun mína um að gerast óháður kjósandi,“ sagði hún. Bradshaw er ekki fyrsti repúblikaninn sem gagnrýnir Trump, en hingað til hefur enginn gengið svo langt að segja sig úr honum. Hún segist hafa íhugað ákvörðunina í nokkra mánuði og að lokum fengið endanlega nóg. Hún segist ekki vera viss um hvað hún muni kjósa en segir að ef mjótt sé á munum á milli Clinton og Trump í Flórída muni hún kjósa Clinton. „Þetta er tími þar sem við verðum að velja landið okkar yfir pólitísk stefnumál. Donald Trump má ekki verða forseti,“ segir Bradshaw.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segja viðbrögð Trump við ræðu fallins hermanns mjög óviðeigandi Tim Kaine segir Donald Trump hafa reynt að gera skrípaleik úr harmi foreldranna sem ávörpuðu landsþing Demókrataflokksins. 31. júlí 2016 09:07 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Sjá meira
Segja viðbrögð Trump við ræðu fallins hermanns mjög óviðeigandi Tim Kaine segir Donald Trump hafa reynt að gera skrípaleik úr harmi foreldranna sem ávörpuðu landsþing Demókrataflokksins. 31. júlí 2016 09:07