Ronaldo í aðalhlutverki þegar Portúgal fór í úrslit Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. júlí 2016 20:45 Ronaldo fagnar marki sínu. vísir/getty Cristiano Ronaldo og félagar í portúgalska landsliðinu bundu endi á ævintýri Wales á EM 2016 með 2-0 sigri í fyrri undanúrslitaleiknum í Lyon í kvöld. Ronaldo og Nani skoruðu mörkin á fjögurra mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks. Þetta var fyrsti sigur Portúgals í venjulegum leiktíma á EM í ár. Fyrri hálfleikur var tíðindalítill þar sem liðin náðu aðeins einu skoti á markið. Það átti Gareth Bale en hann var langhættulegasti leikmaður velska liðsins í leiknum. Hann vantaði þó meiri stuðning í fjarveru Aarons Ramsey sem tók út leikbann. Seinni hálfleikurinn var miklu betri og Ronaldo braut ísinn á 50. mínútu. Real Madrid-maðurinn reis þá hæst í vítateignum og skoraði með þrumuskalla framhjá Wayne Hennessey í marki Wales. Frábær skalli hjá Ronaldo sem er kominn með þrjú mörk á EM. Þremur mínútum síðar var staðan orðin 2-0 þegar Nani stýrði skoti Ronaldos í netið. Eftir þetta var brekkan orðin brött fyrir Walesverja. Bale var sá eini sem ógnaði, og þá aðallega með langskotum. Portúgalir voru nær því að bæta þriðja markinu við en bæði Joao Mario og Danilo fengu góð færi til að skora. Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki og Portúgal er því komið í úrslit á stórmóti í fyrsta sinn síðan 2004. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira
Cristiano Ronaldo og félagar í portúgalska landsliðinu bundu endi á ævintýri Wales á EM 2016 með 2-0 sigri í fyrri undanúrslitaleiknum í Lyon í kvöld. Ronaldo og Nani skoruðu mörkin á fjögurra mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks. Þetta var fyrsti sigur Portúgals í venjulegum leiktíma á EM í ár. Fyrri hálfleikur var tíðindalítill þar sem liðin náðu aðeins einu skoti á markið. Það átti Gareth Bale en hann var langhættulegasti leikmaður velska liðsins í leiknum. Hann vantaði þó meiri stuðning í fjarveru Aarons Ramsey sem tók út leikbann. Seinni hálfleikurinn var miklu betri og Ronaldo braut ísinn á 50. mínútu. Real Madrid-maðurinn reis þá hæst í vítateignum og skoraði með þrumuskalla framhjá Wayne Hennessey í marki Wales. Frábær skalli hjá Ronaldo sem er kominn með þrjú mörk á EM. Þremur mínútum síðar var staðan orðin 2-0 þegar Nani stýrði skoti Ronaldos í netið. Eftir þetta var brekkan orðin brött fyrir Walesverja. Bale var sá eini sem ógnaði, og þá aðallega með langskotum. Portúgalir voru nær því að bæta þriðja markinu við en bæði Joao Mario og Danilo fengu góð færi til að skora. Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki og Portúgal er því komið í úrslit á stórmóti í fyrsta sinn síðan 2004.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira