Öskuill yfir Íslendingum með „græðgislegan peningaglampa í augunum“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. júní 2016 16:22 Stuðningsmenn Íslands hafa verið frábærir á EM. Nálægt tíu þúsund hafa verið á leikjunum hingað til en verða aðeins rúmlega þrjú þúsund í Nice. vísir/vilhelm Töluverð umræða hefur skapast meðal ferðalanga sem hafa áhuga á gengi íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á Evrópumótinu í Frakklandi. Eins og allir vita mæta Íslendingar Englendingum í sextán liða úrslitum í Nice á mánudaginn en uppselt er á leikinn. Rúmlega 3000 Íslendingar verða á leiknum í Nice en KSÍ fékk sjötíu aukamiða í dag, með takmörkuðu útsýni, sem seldust á augabragði. Eftirspurnin eftir miðum er augljóslega mikil og þá sjá sumir sér leik á borði og reyna að græða, sem þriðji aðili. „ Ég ætla að lýsa ógeði á íslendingum sem eru okra svo mikið á miðum að það slær út svoleiðis aðila á Bretlandi og götustráka í Nice. Það er pakk að bjóða miða t.d í Cat 3 á 45.000 isk stykkið sem kostar 55 evrur upphaflega,“ segir Björn Sk. Ingólfsson í hópnum Ferðagrúppa fyrir EM 2016.„Ég skil ef fólk kannski býður þessa miða á smá yfirverði t.d 55 evru miða á kannski 75 til 100 en ekki á 300 evrur eða meira.“„Framboð og eftirspurn“Björn er hvattur til að nefna þá aðila sem hegði sér svona. Aðrir benda honum á að verð ráðist af framboði og eftirspurn. Hins vegar er ljóst að það er brot á reglum UEFA að endurselja miðana á hærra verði. Kaupendur þurfa að skrá sig fyrir miðum en tilgangur þess er einmitt meðal annars að vinna gegn endursölu.Linda Björk Bryndísardóttir tekur undir með Birni.„Sammála. Ég átti 2 auka í cat 3 sem einmitt eru 55 eur virði og fóru að sjálfsögðu á því verði, eða 7700 isk. Mér fannst skipta meira máli að miðarnir kæmust í réttar hendur, til aðila sem munu standa, syngja og hvetja strákana allan leikinn,“ segir Linda Björk.Fleiri taka til máls í umræðunni og segja að svona virki þetta einfaldlega. Á stórmótum rjúki verðið upp og það verði enn hærra á næsta leik komist Ísland áfram í átta liða úrslitin. Aðrir segja að hver verði að sjá um sig sjálfur og ekki við neinn að sakast nema sjálfan sig ef maður er ekki með miða. Vísa þeir til þess að við upphaf miðasölu gátu stuðningsmenn allra þjóða pantað sér miða á leikina í riðlakeppninni en einnig svokallaða „follow your team“ miða þar sem stuðningsmenn gátu tryggt sér miða á alla leiki liðsins á meðan það væri í keppni. Þeir miðar fengust endurgreiddir kæmist liðið ekki áfram. Stuðningsmenn Englands virðast hafa nýtt sér þennan möguleika til fullnustu en ekki margir Íslendingar.„Bjánar, ekki stuðningsmenn“„Léleg framkoma. Að tuða möntruna „framboð og eftirspurn“ Gollumlega aftur og aftur með græðgislegan peningaglampa í augunum er mjög lélegt að mínu mati,“ segir Halldór Marteinsson um þá sem reyna að græða á endursölu. Pálmi Grímur Guðmundsson tekur undir.„Þetta eru bjánar ekki stuðningsmenn.“Einn og einn skýtur inn í að hann geti mögulega útvegað miðalausum miða á kostnaðarverði. Eftir stendur að flestir þeir sem ekki eru með miða í dag geta aðeins fundið miða á endursölusíðum, síðum á borð við Viagogo sem þéna pening sem þriðji aðili með því að kaupa upp miða þegar miðasala hefst og selja svo á hærra verði. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Íslendingar fengu aðeins átta prósent miða í boði á Englandsleikinn Það verða miklu fleiri Englendingar en Íslendingar á leik Íslands og Englands í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi. 23. júní 2016 18:55 KSÍ fékk óvænt sjötíu miða á Englandsleikinn á tuttugu evrur stykkið Fyrstur kemur, fyrstur fær. 25. júní 2016 13:38 Strákarnir upplifa áreiti vegna miðaskorts gegn Englandi "Ég er bara með minn fjölda af miðum og mitt fólk sem er hérna fær miða,“ segir Theodór Elmar Bjarnason. 24. júní 2016 11:00 Uppselt á leik Íslands og Englands Það sitja margir eftir með sárt ennið í dag eftir að seldist upp á leik Íslands og Englands í hádeginu. 23. júní 2016 13:12 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira
Töluverð umræða hefur skapast meðal ferðalanga sem hafa áhuga á gengi íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á Evrópumótinu í Frakklandi. Eins og allir vita mæta Íslendingar Englendingum í sextán liða úrslitum í Nice á mánudaginn en uppselt er á leikinn. Rúmlega 3000 Íslendingar verða á leiknum í Nice en KSÍ fékk sjötíu aukamiða í dag, með takmörkuðu útsýni, sem seldust á augabragði. Eftirspurnin eftir miðum er augljóslega mikil og þá sjá sumir sér leik á borði og reyna að græða, sem þriðji aðili. „ Ég ætla að lýsa ógeði á íslendingum sem eru okra svo mikið á miðum að það slær út svoleiðis aðila á Bretlandi og götustráka í Nice. Það er pakk að bjóða miða t.d í Cat 3 á 45.000 isk stykkið sem kostar 55 evrur upphaflega,“ segir Björn Sk. Ingólfsson í hópnum Ferðagrúppa fyrir EM 2016.„Ég skil ef fólk kannski býður þessa miða á smá yfirverði t.d 55 evru miða á kannski 75 til 100 en ekki á 300 evrur eða meira.“„Framboð og eftirspurn“Björn er hvattur til að nefna þá aðila sem hegði sér svona. Aðrir benda honum á að verð ráðist af framboði og eftirspurn. Hins vegar er ljóst að það er brot á reglum UEFA að endurselja miðana á hærra verði. Kaupendur þurfa að skrá sig fyrir miðum en tilgangur þess er einmitt meðal annars að vinna gegn endursölu.Linda Björk Bryndísardóttir tekur undir með Birni.„Sammála. Ég átti 2 auka í cat 3 sem einmitt eru 55 eur virði og fóru að sjálfsögðu á því verði, eða 7700 isk. Mér fannst skipta meira máli að miðarnir kæmust í réttar hendur, til aðila sem munu standa, syngja og hvetja strákana allan leikinn,“ segir Linda Björk.Fleiri taka til máls í umræðunni og segja að svona virki þetta einfaldlega. Á stórmótum rjúki verðið upp og það verði enn hærra á næsta leik komist Ísland áfram í átta liða úrslitin. Aðrir segja að hver verði að sjá um sig sjálfur og ekki við neinn að sakast nema sjálfan sig ef maður er ekki með miða. Vísa þeir til þess að við upphaf miðasölu gátu stuðningsmenn allra þjóða pantað sér miða á leikina í riðlakeppninni en einnig svokallaða „follow your team“ miða þar sem stuðningsmenn gátu tryggt sér miða á alla leiki liðsins á meðan það væri í keppni. Þeir miðar fengust endurgreiddir kæmist liðið ekki áfram. Stuðningsmenn Englands virðast hafa nýtt sér þennan möguleika til fullnustu en ekki margir Íslendingar.„Bjánar, ekki stuðningsmenn“„Léleg framkoma. Að tuða möntruna „framboð og eftirspurn“ Gollumlega aftur og aftur með græðgislegan peningaglampa í augunum er mjög lélegt að mínu mati,“ segir Halldór Marteinsson um þá sem reyna að græða á endursölu. Pálmi Grímur Guðmundsson tekur undir.„Þetta eru bjánar ekki stuðningsmenn.“Einn og einn skýtur inn í að hann geti mögulega útvegað miðalausum miða á kostnaðarverði. Eftir stendur að flestir þeir sem ekki eru með miða í dag geta aðeins fundið miða á endursölusíðum, síðum á borð við Viagogo sem þéna pening sem þriðji aðili með því að kaupa upp miða þegar miðasala hefst og selja svo á hærra verði.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Íslendingar fengu aðeins átta prósent miða í boði á Englandsleikinn Það verða miklu fleiri Englendingar en Íslendingar á leik Íslands og Englands í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi. 23. júní 2016 18:55 KSÍ fékk óvænt sjötíu miða á Englandsleikinn á tuttugu evrur stykkið Fyrstur kemur, fyrstur fær. 25. júní 2016 13:38 Strákarnir upplifa áreiti vegna miðaskorts gegn Englandi "Ég er bara með minn fjölda af miðum og mitt fólk sem er hérna fær miða,“ segir Theodór Elmar Bjarnason. 24. júní 2016 11:00 Uppselt á leik Íslands og Englands Það sitja margir eftir með sárt ennið í dag eftir að seldist upp á leik Íslands og Englands í hádeginu. 23. júní 2016 13:12 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira
Íslendingar fengu aðeins átta prósent miða í boði á Englandsleikinn Það verða miklu fleiri Englendingar en Íslendingar á leik Íslands og Englands í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi. 23. júní 2016 18:55
KSÍ fékk óvænt sjötíu miða á Englandsleikinn á tuttugu evrur stykkið Fyrstur kemur, fyrstur fær. 25. júní 2016 13:38
Strákarnir upplifa áreiti vegna miðaskorts gegn Englandi "Ég er bara með minn fjölda af miðum og mitt fólk sem er hérna fær miða,“ segir Theodór Elmar Bjarnason. 24. júní 2016 11:00
Uppselt á leik Íslands og Englands Það sitja margir eftir með sárt ennið í dag eftir að seldist upp á leik Íslands og Englands í hádeginu. 23. júní 2016 13:12