Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Kjartan Kjartansson skrifar 9. september 2025 14:23 Halla Tómasdóttir forseti í pontu í þingsal við þingsetningu í dag. Vísir/Anton Brink Forseti Íslands hvatti þingheim til þess að láta af málþófi í ávarpi sínu við setningu Alþingis í dag. Það hvorki mætti né ætti að vera keppikefli Alþingis að halda áfram að setja met í málþófi. Þingmenn ættu að íhuga að breyta þingsköpum eða jafnvel stjórnarskrá vegna þess. Síðasta þing einkenndist af sögulegu málþófi stjórnarandstöðunnar til þess að stöðva frumvarp ríkisstjórnarinnar um hækkun veiðigjalda. Málþófinu lauk ekki fyrr en forseti Alþingis beitti lítt notuðu ákvæði þingskapa til þess að takmarka ræðutíma þingmanna og þvinga fram atkvæðagreiðslu um frumvarpið. Hart var deilt um ákvörðunina um að beita ákvæðinu sem hafði ekki verið virkjað um áratugaskeið. Stjórnarandstaðan sakaði ríkisstjórnina um andlýðræðisleg vinnubrögð og um að hefta málfrelsi hennar. Líkur eru á því að málþóf hefjist aftur á þingi á næstunni þar sem ríkisstjórnin hyggst leggja fram frumvarp um svonefnda bókun 35 á haustþingi. Miðflokksmenn héldu uppi málþófi um það á fyrra þingi. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, útilokaði ekki að ákvæði þingskapalaga yrði aftur beitt til að stöðva slíkt málþóf þegar hún kynnti þingmál stjórnarinnar í morgun. Halla Tómasdóttir, forseti, virtist taka afstöðu gegn málþófi almennt þegar hún ávarpaði þingmenn við setningu Alþingis í dag. Sagðist hún vonast til þess að þingmönnum bæri gæfa til þess að setja þingstörfunum skynsamlegan ramma sem tryggði í senn málfrelsi og framgang lýðræðisins í þeim málum þar sem ágreiningur væri mestur. „Hugsanlega er tímabært að hugleiða breytingar á þingskapalögum, jafnvel á stjórnarskránni. Það má og á ekki að vera keppikefli háttvirts Alþingis að halda áfram að setja met í málþófi. En um leið ber því skylda til að vera vettvangur fyrir heilbrigða og gagnrýna umræðu,“ sagði forsetinn. Skoðanakannanir um málþóf bentu til þess að það væri almennt óvinsælt. Þannig sögðust sextíu prósent svarenda í könnun í júní vilja að Alþingi setti sér reglur sem kæmu í veg fyrir það. Varaði við áhrifum djúpfalsana á traust í samfélaginu Virðing og traust voru grunnstefið í ávarpi forsetans. Harmaði hann hatramma orðræðu í samfélaginu, ekki síst á samfélagsmiðlum. Sérstaklega þyrftu þingmenn að gæta orða sinna þegar þær tækjust á þar sem þeir slægju tóninn fyrir aðra landsmenn um hvað mætti og hvað mætti ekki í orðræðunni. „Traust er grunnstoð heilbrigðis lýðræðis og sjálfs samfélagssáttmálans. Rýrnun þess ber að taka alvarlega,“ sagði Halla sem vísaði til dvínandi trausts til stofnana og lýðræðishefða. Gervigreindarbyltingin hefði heldur aukið vandann. Nú væru djúpfalsanir orðnar svo trúverðugar að tímabært væri að setja þeim eðlileg mörk áður en illa færi. Þá vektu ofskynjanir og háskaleg meðferð spjallmenna á staðreyndum ugg. „Sumir sem tjá sig um þessi efni telja að best sé að trúa og treysta engu og engum. Því er ég ósammála. Það getur ekki verið rétta svarið. En hvernig getum við áfram rætt um og leyst stór og flókin úrslausnarefni í þessu umhverfi? Hvernig getum við tryggt að almenningur treysti stofnunum samfélagsins, fullyrðingum stjórnmálafólks, vitnisburði fjölmiðla, úrslitum kosninga? Hvernig greinum við á milli falsfrétta og sannleika?“ sagði forsetinn. Sundurlyndi væri það sem stæði fólki helst fyrir þrifum og ylli því stundum að einstaklingar ættu erfitt með að tala og vinna saman í þágu þjóðarinnar, jafnvel þeir sem deildu jafnan sömu grundvallarskoðunum. „Ábyrgðin á að slíkt samtal og samstarf blessist hvílir á okkur öllum, lýðræðislega kjörnum fulltrúum, ekki síst hér á Alþingi.“ Alþingi Forseti Íslands Tjáningarfrelsi Stjórnarskrá Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Gervigreind Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis Alþingi verður sett í dag og hefst þingsetningarathöfnin klukkan 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar og alþingismenn munu svo ganga fylktu liði til kirkjunnar úr Alþingishúsinu. Hægt verður að fylgjast með guðsþjónustu og þingsetningunni í beinni útsendingu í spilara að neðan. 9. september 2025 12:51 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Síðasta þing einkenndist af sögulegu málþófi stjórnarandstöðunnar til þess að stöðva frumvarp ríkisstjórnarinnar um hækkun veiðigjalda. Málþófinu lauk ekki fyrr en forseti Alþingis beitti lítt notuðu ákvæði þingskapa til þess að takmarka ræðutíma þingmanna og þvinga fram atkvæðagreiðslu um frumvarpið. Hart var deilt um ákvörðunina um að beita ákvæðinu sem hafði ekki verið virkjað um áratugaskeið. Stjórnarandstaðan sakaði ríkisstjórnina um andlýðræðisleg vinnubrögð og um að hefta málfrelsi hennar. Líkur eru á því að málþóf hefjist aftur á þingi á næstunni þar sem ríkisstjórnin hyggst leggja fram frumvarp um svonefnda bókun 35 á haustþingi. Miðflokksmenn héldu uppi málþófi um það á fyrra þingi. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, útilokaði ekki að ákvæði þingskapalaga yrði aftur beitt til að stöðva slíkt málþóf þegar hún kynnti þingmál stjórnarinnar í morgun. Halla Tómasdóttir, forseti, virtist taka afstöðu gegn málþófi almennt þegar hún ávarpaði þingmenn við setningu Alþingis í dag. Sagðist hún vonast til þess að þingmönnum bæri gæfa til þess að setja þingstörfunum skynsamlegan ramma sem tryggði í senn málfrelsi og framgang lýðræðisins í þeim málum þar sem ágreiningur væri mestur. „Hugsanlega er tímabært að hugleiða breytingar á þingskapalögum, jafnvel á stjórnarskránni. Það má og á ekki að vera keppikefli háttvirts Alþingis að halda áfram að setja met í málþófi. En um leið ber því skylda til að vera vettvangur fyrir heilbrigða og gagnrýna umræðu,“ sagði forsetinn. Skoðanakannanir um málþóf bentu til þess að það væri almennt óvinsælt. Þannig sögðust sextíu prósent svarenda í könnun í júní vilja að Alþingi setti sér reglur sem kæmu í veg fyrir það. Varaði við áhrifum djúpfalsana á traust í samfélaginu Virðing og traust voru grunnstefið í ávarpi forsetans. Harmaði hann hatramma orðræðu í samfélaginu, ekki síst á samfélagsmiðlum. Sérstaklega þyrftu þingmenn að gæta orða sinna þegar þær tækjust á þar sem þeir slægju tóninn fyrir aðra landsmenn um hvað mætti og hvað mætti ekki í orðræðunni. „Traust er grunnstoð heilbrigðis lýðræðis og sjálfs samfélagssáttmálans. Rýrnun þess ber að taka alvarlega,“ sagði Halla sem vísaði til dvínandi trausts til stofnana og lýðræðishefða. Gervigreindarbyltingin hefði heldur aukið vandann. Nú væru djúpfalsanir orðnar svo trúverðugar að tímabært væri að setja þeim eðlileg mörk áður en illa færi. Þá vektu ofskynjanir og háskaleg meðferð spjallmenna á staðreyndum ugg. „Sumir sem tjá sig um þessi efni telja að best sé að trúa og treysta engu og engum. Því er ég ósammála. Það getur ekki verið rétta svarið. En hvernig getum við áfram rætt um og leyst stór og flókin úrslausnarefni í þessu umhverfi? Hvernig getum við tryggt að almenningur treysti stofnunum samfélagsins, fullyrðingum stjórnmálafólks, vitnisburði fjölmiðla, úrslitum kosninga? Hvernig greinum við á milli falsfrétta og sannleika?“ sagði forsetinn. Sundurlyndi væri það sem stæði fólki helst fyrir þrifum og ylli því stundum að einstaklingar ættu erfitt með að tala og vinna saman í þágu þjóðarinnar, jafnvel þeir sem deildu jafnan sömu grundvallarskoðunum. „Ábyrgðin á að slíkt samtal og samstarf blessist hvílir á okkur öllum, lýðræðislega kjörnum fulltrúum, ekki síst hér á Alþingi.“
Alþingi Forseti Íslands Tjáningarfrelsi Stjórnarskrá Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Gervigreind Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis Alþingi verður sett í dag og hefst þingsetningarathöfnin klukkan 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar og alþingismenn munu svo ganga fylktu liði til kirkjunnar úr Alþingishúsinu. Hægt verður að fylgjast með guðsþjónustu og þingsetningunni í beinni útsendingu í spilara að neðan. 9. september 2025 12:51 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis Alþingi verður sett í dag og hefst þingsetningarathöfnin klukkan 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar og alþingismenn munu svo ganga fylktu liði til kirkjunnar úr Alþingishúsinu. Hægt verður að fylgjast með guðsþjónustu og þingsetningunni í beinni útsendingu í spilara að neðan. 9. september 2025 12:51