Demóið af plötunni veitti inngöngu í Red Bull Music Academy Gunnar Leó Pálsson skrifar 5. mars 2016 10:00 Auðunn Lúthersson tónlistarmaður er á leið í Red Bull Music Academy í haust. vísir/vilhelm Íslenski tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem margir kannast við undir nafninu Auður, var fyrsti Íslendingurinn sem valinn var inn í Red Bull Music Academy. Um er að ræða margverðlaunaða akademíu sem heldur vinnustofur og námskeið á sviði tónlistar í borgum um allan heim. Hann var valinn inn í akademíuna í fyrra og segir hana hafa reynst sér vel. „Það eru ótrúlega margir sem sækja um þarna og það er líka ótrúlega flott fólk að koma út úr þessu eins og til dæmis Hudson Mohawke sem var aðalnúmerið á Sónar,“ segir Auðunn Lúthersson. Hann fór þó ekki út í akademíuna sem átti að fara fram í París eins og gert var ráð fyrir, vegna hræðilegra atburða sem áttu sér stað. „Daginn sem ég átti að fara út þá var gerð þessi hræðilega hryðjuverkaárás og þessu var frestað. Það var mjög skrítið og sorglegt ferli,“ segir Auðunn. Þó hann hafi ekki farið út segist hann finna fyrir því að vera kominn inn í það plögg sem fylgir akademíunni. Hann fer þó út til Montreal í haust, þar sem akademían fer fram í ár. „Ég er mjög spenntur að kynnast fólkinu þarna. Maður er að fara hitta fólk sem maður hefði aldrei kynnst á litla Íslandi. Það eru alltaf einhver local legends að kenna þarna og það er mikið af frábæru tónlistarfólki frá Kanada.” Vinnustofuhluti RBMA er haldinn árlega og stendur yfir í fimm vikur. Yfir 4.000 umsóknir berast en oftast eru valdir um 60 þátttakendur og fá þeir aðstöðu í húsi með stóru upptökustúdíói, fyrirlestrasal, útvarpsklefa og svefnherbergjum. Aðilar frá Red Bull Music Academy voru staddir á Íslandi fyrir skömmu í tengslum við Sónar-tónlistarhátíðina, þar sem þeir voru með sitt eigið svið ásamt því að útvarpa beint frá hátíðinni. Auðunn er staddur í Ósló þessa dagana þar sem hann kemur fram á tónlistarhátíðinni Bylarm en tónleika hans á hátíðinni má að hluta rekja til Red Bull akademíunnar. „Þetta gigg kemur í gegnum Red Bull og Airwaves en ég er að spila á Red Bull sviði hérna í Ósló. Þetta er ótrúlega flott hátíð og hérna er mikið af upprennandi artistum frá Skandinavíu.“ Auðunn er að leggja lokahönd á sína fyrstu breiðskífu um þessar mundir en það má segja að þessi væntanlega plata hafi komið honum inn í akademíuna „Ástæðan fyrir því að ég kemst inn í þennan skóla er að ég sendi inn demó af þessari plötur sem ég er að klára þessa dagana.“ Þekktir tónlistarmenn sem hafa útskrifast úr akademíunni eru Nina Kraviz, Flying Lotus, og Lusine. Umsóknareyðublað inn í akademíuna er aðgengilegt á vef Red Bull Music Academy og er umsóknarfresturinn 7. mars. Airwaves Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Sjá meira
Íslenski tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem margir kannast við undir nafninu Auður, var fyrsti Íslendingurinn sem valinn var inn í Red Bull Music Academy. Um er að ræða margverðlaunaða akademíu sem heldur vinnustofur og námskeið á sviði tónlistar í borgum um allan heim. Hann var valinn inn í akademíuna í fyrra og segir hana hafa reynst sér vel. „Það eru ótrúlega margir sem sækja um þarna og það er líka ótrúlega flott fólk að koma út úr þessu eins og til dæmis Hudson Mohawke sem var aðalnúmerið á Sónar,“ segir Auðunn Lúthersson. Hann fór þó ekki út í akademíuna sem átti að fara fram í París eins og gert var ráð fyrir, vegna hræðilegra atburða sem áttu sér stað. „Daginn sem ég átti að fara út þá var gerð þessi hræðilega hryðjuverkaárás og þessu var frestað. Það var mjög skrítið og sorglegt ferli,“ segir Auðunn. Þó hann hafi ekki farið út segist hann finna fyrir því að vera kominn inn í það plögg sem fylgir akademíunni. Hann fer þó út til Montreal í haust, þar sem akademían fer fram í ár. „Ég er mjög spenntur að kynnast fólkinu þarna. Maður er að fara hitta fólk sem maður hefði aldrei kynnst á litla Íslandi. Það eru alltaf einhver local legends að kenna þarna og það er mikið af frábæru tónlistarfólki frá Kanada.” Vinnustofuhluti RBMA er haldinn árlega og stendur yfir í fimm vikur. Yfir 4.000 umsóknir berast en oftast eru valdir um 60 þátttakendur og fá þeir aðstöðu í húsi með stóru upptökustúdíói, fyrirlestrasal, útvarpsklefa og svefnherbergjum. Aðilar frá Red Bull Music Academy voru staddir á Íslandi fyrir skömmu í tengslum við Sónar-tónlistarhátíðina, þar sem þeir voru með sitt eigið svið ásamt því að útvarpa beint frá hátíðinni. Auðunn er staddur í Ósló þessa dagana þar sem hann kemur fram á tónlistarhátíðinni Bylarm en tónleika hans á hátíðinni má að hluta rekja til Red Bull akademíunnar. „Þetta gigg kemur í gegnum Red Bull og Airwaves en ég er að spila á Red Bull sviði hérna í Ósló. Þetta er ótrúlega flott hátíð og hérna er mikið af upprennandi artistum frá Skandinavíu.“ Auðunn er að leggja lokahönd á sína fyrstu breiðskífu um þessar mundir en það má segja að þessi væntanlega plata hafi komið honum inn í akademíuna „Ástæðan fyrir því að ég kemst inn í þennan skóla er að ég sendi inn demó af þessari plötur sem ég er að klára þessa dagana.“ Þekktir tónlistarmenn sem hafa útskrifast úr akademíunni eru Nina Kraviz, Flying Lotus, og Lusine. Umsóknareyðublað inn í akademíuna er aðgengilegt á vef Red Bull Music Academy og er umsóknarfresturinn 7. mars.
Airwaves Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Sjá meira