Aldís færð tímabundið til í starfi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. janúar 2016 17:39 Aldís Hilmarsdóttir vísir Aldís Hilmarsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og yfirmaður fíkniefnadeildar, hefur verið færð tímabundið til í starfi innan lögreglunnar. Var henni tilkynnt um flutninginn í dag sem gildir í sex mánuði. Þetta staðfestir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri í samtali við Vísi, en fyrst var greint frá málinu á vef RÚV. Er Aldís flutt til í starfi á grundvelli 19. greinar laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Mun Aldís vera flutt í hóp sem sér um að vinna að mótun nýrrar deildar um skipulagða brotastarfsemi en hún hefur áður komið að vinnu hópsins sem er undir stjórn Öldu Hrannar Jóhannsdóttur, yfirlögfræðings lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir greindi frá því á mánudag að Aldís hefði afþakkað boð um flutning til héraðssaksóknara. Sigríður Björk staðfestir að Aldísi hafi verið boðinn flutningur til þess embættis en kveðst ekki vita hvort að hún hafi afþakkað það boð þar sem Sigríði hafi ekki borist upplýsingar um það. Í frétt RÚV kemur fram að Aldís hafi leitað til lögfræðings vegna flutningsins og að hún muni krefja lögreglustjórann um rökstuðning vegna málsins. Aðspurð um þetta segir Sigríður Björk að Aldís eigi rétt á slíkum rökstuðningi og fái hann þegar hann verður tilbúinn. Nýr yfirmaður fíkniefnadeildar verður Runólfur Þórhallsson, aðalvarðstjóri hjá ríkislögreglustjóra, en hann hefur einnig starfað hjá sérstökum saksóknara sem og hjá fíkniefnadeild lögreglunnar. Sigríður Björk segist hafa metið það sem svo að gott yrði að fá utanaðkomandi aðila sem yfirmann fíkniefnadeildar í sex mánuði en eins og kunnugt er sæta tveir starfsmenn deildarinnar nú rannsókn annars vegar ríkissaksóknara og hins vegar héraðssaksóknara vegna gruns um brot í starfi. Þeir hafa báðir verið leystir frá störfum á meðan rannsókn á málum þeirra fer fram. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Afþakkaði flutning til héraðssaksóknara Yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu verður að öllum líkindum færður til í starfi á næstu dögum. Henni hefur staðið til boða að flytja sig nú þegar en lagst gegn því. 18. janúar 2016 12:30 Lögreglufulltrúanum vísað frá störfum Héraðssaksóknari hóf formlega rannsókn á mánudaginn og í dag var fulltrúanum vísað frá störfum. 14. janúar 2016 15:23 Formleg rannsókn hafin á lögreglufulltrúanum sem samstarfsmenn efast um Málið barst héraðssaksóknara í gær en ásakanir hafa verið háværar í lengri tíma. 12. janúar 2016 13:40 Meirihluti fíkniefnadeildar gerði í sameiningu alvarlegar athugasemdir við störf lögreglufulltrúans Níu starfsmenn fíkniefnadeildar lögreglu lýstu yfir vantrausti á hendur samstarfsmanni sínum við yfirmann á liðnu ári. Um enn eitt dæmið var að ræða þar sem efasemdir voru uppi um heilindi hans í starfi. 8. janúar 2016 18:30 Yfirmaður fíkniefnadeildar fundaði með innanríkisráðherra Aldís Hilmarsdóttir óskaði sjálf eftir fundinum en ekki fæst uppgefið hvert efni hans var. 15. janúar 2016 18:29 Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri fréttir „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Sjá meira
Aldís Hilmarsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og yfirmaður fíkniefnadeildar, hefur verið færð tímabundið til í starfi innan lögreglunnar. Var henni tilkynnt um flutninginn í dag sem gildir í sex mánuði. Þetta staðfestir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri í samtali við Vísi, en fyrst var greint frá málinu á vef RÚV. Er Aldís flutt til í starfi á grundvelli 19. greinar laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Mun Aldís vera flutt í hóp sem sér um að vinna að mótun nýrrar deildar um skipulagða brotastarfsemi en hún hefur áður komið að vinnu hópsins sem er undir stjórn Öldu Hrannar Jóhannsdóttur, yfirlögfræðings lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir greindi frá því á mánudag að Aldís hefði afþakkað boð um flutning til héraðssaksóknara. Sigríður Björk staðfestir að Aldísi hafi verið boðinn flutningur til þess embættis en kveðst ekki vita hvort að hún hafi afþakkað það boð þar sem Sigríði hafi ekki borist upplýsingar um það. Í frétt RÚV kemur fram að Aldís hafi leitað til lögfræðings vegna flutningsins og að hún muni krefja lögreglustjórann um rökstuðning vegna málsins. Aðspurð um þetta segir Sigríður Björk að Aldís eigi rétt á slíkum rökstuðningi og fái hann þegar hann verður tilbúinn. Nýr yfirmaður fíkniefnadeildar verður Runólfur Þórhallsson, aðalvarðstjóri hjá ríkislögreglustjóra, en hann hefur einnig starfað hjá sérstökum saksóknara sem og hjá fíkniefnadeild lögreglunnar. Sigríður Björk segist hafa metið það sem svo að gott yrði að fá utanaðkomandi aðila sem yfirmann fíkniefnadeildar í sex mánuði en eins og kunnugt er sæta tveir starfsmenn deildarinnar nú rannsókn annars vegar ríkissaksóknara og hins vegar héraðssaksóknara vegna gruns um brot í starfi. Þeir hafa báðir verið leystir frá störfum á meðan rannsókn á málum þeirra fer fram.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Afþakkaði flutning til héraðssaksóknara Yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu verður að öllum líkindum færður til í starfi á næstu dögum. Henni hefur staðið til boða að flytja sig nú þegar en lagst gegn því. 18. janúar 2016 12:30 Lögreglufulltrúanum vísað frá störfum Héraðssaksóknari hóf formlega rannsókn á mánudaginn og í dag var fulltrúanum vísað frá störfum. 14. janúar 2016 15:23 Formleg rannsókn hafin á lögreglufulltrúanum sem samstarfsmenn efast um Málið barst héraðssaksóknara í gær en ásakanir hafa verið háværar í lengri tíma. 12. janúar 2016 13:40 Meirihluti fíkniefnadeildar gerði í sameiningu alvarlegar athugasemdir við störf lögreglufulltrúans Níu starfsmenn fíkniefnadeildar lögreglu lýstu yfir vantrausti á hendur samstarfsmanni sínum við yfirmann á liðnu ári. Um enn eitt dæmið var að ræða þar sem efasemdir voru uppi um heilindi hans í starfi. 8. janúar 2016 18:30 Yfirmaður fíkniefnadeildar fundaði með innanríkisráðherra Aldís Hilmarsdóttir óskaði sjálf eftir fundinum en ekki fæst uppgefið hvert efni hans var. 15. janúar 2016 18:29 Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri fréttir „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Sjá meira
Afþakkaði flutning til héraðssaksóknara Yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu verður að öllum líkindum færður til í starfi á næstu dögum. Henni hefur staðið til boða að flytja sig nú þegar en lagst gegn því. 18. janúar 2016 12:30
Lögreglufulltrúanum vísað frá störfum Héraðssaksóknari hóf formlega rannsókn á mánudaginn og í dag var fulltrúanum vísað frá störfum. 14. janúar 2016 15:23
Formleg rannsókn hafin á lögreglufulltrúanum sem samstarfsmenn efast um Málið barst héraðssaksóknara í gær en ásakanir hafa verið háværar í lengri tíma. 12. janúar 2016 13:40
Meirihluti fíkniefnadeildar gerði í sameiningu alvarlegar athugasemdir við störf lögreglufulltrúans Níu starfsmenn fíkniefnadeildar lögreglu lýstu yfir vantrausti á hendur samstarfsmanni sínum við yfirmann á liðnu ári. Um enn eitt dæmið var að ræða þar sem efasemdir voru uppi um heilindi hans í starfi. 8. janúar 2016 18:30
Yfirmaður fíkniefnadeildar fundaði með innanríkisráðherra Aldís Hilmarsdóttir óskaði sjálf eftir fundinum en ekki fæst uppgefið hvert efni hans var. 15. janúar 2016 18:29