Ósannað hvor flaug í Vopnafjarðarslysinu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 13. maí 2015 09:15 För eftir rafmagnslínur á væng flugvélarinnar. Myndin er úr skýrslu rannsóknarnefndar flugslysa. Tryggingamiðstöðin á að greiða Ásgeiri Guðmundssyni, sem flaug á rafmagnslínu í Vopnafirði, fullar slysabætur en ekki aðeins þriðjung. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Lítilli eins hreyfils Cessna-flugvél var 2. júlí 2009 flogið á rafmagnslínu sem strengd var yfir Selá í Vopnafirði og var í 12,5 metra hæð þar sem vélin lenti á honum. Í slysinu lést Hafþór Hafsteinsson, sem þá var stjórnarformaður Avion Aircraft Trading. Ásgeir Guðmundsson. Ásgeiri var haldið sofandi í öndunarvél í tíu daga. Hann var síðar metinn með 66,5 prósent örorku og ófær um að taka upp starf sitt sem atvinnuflugmaður. Tryggingamiðstöðin neitaði að greiða Ásgeiri slysabætur með „vísan til þess að hann hafi sem flugmaður vélarinnar TF-GUN sýnt af sér stórkostlegt gáleysi þegar flugvélinni hafi verið flogið á rafmagnslínu rétt yfir jörðu þannig að hún brotlenti“, eins og segir í dómi héraðsdóms. Samkvæmt niðurstöðu úrskurðarnefndar í vátryggingamálum greiddi TM þó manninum þriðjung slysabótanna áður en málið endaði í dómsal. Í skýrslu Rannsóknarnefndar flugslysa er gengið út frá því að Ásgeir hafi verið flugmaður Cessna-vélarinnar þegar hún fórst. Í stefnu Ásgeirs segir hins vegar að það sé óupplýst hvort hann hafi stýrt flugvélinni þegar henni var flogið á rafmagnslínuna. Þótt ekki leiki vafi á því að hann hafi verið skráður flugmaður vélarinnar í þessari ferð, hafi Hafþór einnig verið flugmaður og getað stýrt vélinni úr farþegasætinu. Þar sem Ásgeir muni ekkert eftir aðdraganda slyssins og Hafþór sé látinn sé ekki hægt að fullyrða hvor hafi stýrt flugvélinni. Héraðsdómur tekur undir þetta og segir Tryggingamiðstöðina ekki hafa axlað sönnunarbyrði sína um að það hafi í reynd verið Ásgeir sem flaug vélinni. „Ekkert verður fullyrt um það hver hafi stýrt vélinni á þeirri stundu, þótt skýrar vísbendingar séu fyrir hendi um að það hafi verið stefnandi [Ásgeir], sem tilkynnt hafði um sjálfan sig sem flugmann vélarinnar,“ segir í dóminum sem jafnframt hafnar því sem Tryggingamiðstöðin hélt fram að um „stórkostlegt gáleysi“ hafi verið að ræða. Mennirnir tveir höfðu verið í heimsókn í veiðihúsi við Selá og voru að fljúga þar yfir í kveðjuskyni á leið sinni frá Vopnafjarðarflugvelli og suður þegar véli rakst á raflínuna sem hékk í tveimur staurum sem 378 metrar eru á milli. Þetta lágflug segir dómurinn hafa verið gáleysislegt og ámælisvert. „Þegar litið er til þess hvernig slysið bar að, í ljósi þess sem fyrr segir um legu raflínunnar, aðstæðna á vettvangi og atvika að öðru leyti, verður þó ekki fallist á það með stefnda [TM] að í háttsemi stefnanda [Ásgeirs] hafi, eins og á stóð, falist slíkt gáleysi að bótaréttur hans verði skertur á grundvelli laga um vátryggingasamninga vegna stórkostlegs gáleysis við stjórn flugvélar,“ segir dómurinn, sem leggur fyrir Tryggingamiðstöðina að greiða Ásgeiri með vöxtum það sem á vantar upp á tæplega 8,5 milljóna króna slysabætur. Skýrslu rannsóknarnefndar má lesa hér. Uppfært: Hæstiréttur tók málið fyrir í maí 2016 og taldi rétt að skerða bæturnar um helming. Fréttir af flugi Dómsmál Tengdar fréttir Lítil flugvél brotlenti við Vopnafjörð Lítil flugvél brotlenti skammt frá Selá í Vopnafirði nú síðdegis. Björgunarsveitin Vopni og Slökkvilið Vopnafjarðar eru á staðnum og þyrla Landhelgisgæslunnar er í viðbragðsstöðu. Ekki er vitað meira um málið að svo stöddu. 2. júlí 2009 17:05 TM gert að greiða flugmanni átta og hálfa milljón í bætur Tryggingamiðstöðin segir að maðurinn hafi sýnt mikið gáleysi þegar slysið varð og hafði áður borgað út þriðjung bóta vegna slyssins. 11. maí 2015 10:20 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Tryggingamiðstöðin á að greiða Ásgeiri Guðmundssyni, sem flaug á rafmagnslínu í Vopnafirði, fullar slysabætur en ekki aðeins þriðjung. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Lítilli eins hreyfils Cessna-flugvél var 2. júlí 2009 flogið á rafmagnslínu sem strengd var yfir Selá í Vopnafirði og var í 12,5 metra hæð þar sem vélin lenti á honum. Í slysinu lést Hafþór Hafsteinsson, sem þá var stjórnarformaður Avion Aircraft Trading. Ásgeir Guðmundsson. Ásgeiri var haldið sofandi í öndunarvél í tíu daga. Hann var síðar metinn með 66,5 prósent örorku og ófær um að taka upp starf sitt sem atvinnuflugmaður. Tryggingamiðstöðin neitaði að greiða Ásgeiri slysabætur með „vísan til þess að hann hafi sem flugmaður vélarinnar TF-GUN sýnt af sér stórkostlegt gáleysi þegar flugvélinni hafi verið flogið á rafmagnslínu rétt yfir jörðu þannig að hún brotlenti“, eins og segir í dómi héraðsdóms. Samkvæmt niðurstöðu úrskurðarnefndar í vátryggingamálum greiddi TM þó manninum þriðjung slysabótanna áður en málið endaði í dómsal. Í skýrslu Rannsóknarnefndar flugslysa er gengið út frá því að Ásgeir hafi verið flugmaður Cessna-vélarinnar þegar hún fórst. Í stefnu Ásgeirs segir hins vegar að það sé óupplýst hvort hann hafi stýrt flugvélinni þegar henni var flogið á rafmagnslínuna. Þótt ekki leiki vafi á því að hann hafi verið skráður flugmaður vélarinnar í þessari ferð, hafi Hafþór einnig verið flugmaður og getað stýrt vélinni úr farþegasætinu. Þar sem Ásgeir muni ekkert eftir aðdraganda slyssins og Hafþór sé látinn sé ekki hægt að fullyrða hvor hafi stýrt flugvélinni. Héraðsdómur tekur undir þetta og segir Tryggingamiðstöðina ekki hafa axlað sönnunarbyrði sína um að það hafi í reynd verið Ásgeir sem flaug vélinni. „Ekkert verður fullyrt um það hver hafi stýrt vélinni á þeirri stundu, þótt skýrar vísbendingar séu fyrir hendi um að það hafi verið stefnandi [Ásgeir], sem tilkynnt hafði um sjálfan sig sem flugmann vélarinnar,“ segir í dóminum sem jafnframt hafnar því sem Tryggingamiðstöðin hélt fram að um „stórkostlegt gáleysi“ hafi verið að ræða. Mennirnir tveir höfðu verið í heimsókn í veiðihúsi við Selá og voru að fljúga þar yfir í kveðjuskyni á leið sinni frá Vopnafjarðarflugvelli og suður þegar véli rakst á raflínuna sem hékk í tveimur staurum sem 378 metrar eru á milli. Þetta lágflug segir dómurinn hafa verið gáleysislegt og ámælisvert. „Þegar litið er til þess hvernig slysið bar að, í ljósi þess sem fyrr segir um legu raflínunnar, aðstæðna á vettvangi og atvika að öðru leyti, verður þó ekki fallist á það með stefnda [TM] að í háttsemi stefnanda [Ásgeirs] hafi, eins og á stóð, falist slíkt gáleysi að bótaréttur hans verði skertur á grundvelli laga um vátryggingasamninga vegna stórkostlegs gáleysis við stjórn flugvélar,“ segir dómurinn, sem leggur fyrir Tryggingamiðstöðina að greiða Ásgeiri með vöxtum það sem á vantar upp á tæplega 8,5 milljóna króna slysabætur. Skýrslu rannsóknarnefndar má lesa hér. Uppfært: Hæstiréttur tók málið fyrir í maí 2016 og taldi rétt að skerða bæturnar um helming.
Fréttir af flugi Dómsmál Tengdar fréttir Lítil flugvél brotlenti við Vopnafjörð Lítil flugvél brotlenti skammt frá Selá í Vopnafirði nú síðdegis. Björgunarsveitin Vopni og Slökkvilið Vopnafjarðar eru á staðnum og þyrla Landhelgisgæslunnar er í viðbragðsstöðu. Ekki er vitað meira um málið að svo stöddu. 2. júlí 2009 17:05 TM gert að greiða flugmanni átta og hálfa milljón í bætur Tryggingamiðstöðin segir að maðurinn hafi sýnt mikið gáleysi þegar slysið varð og hafði áður borgað út þriðjung bóta vegna slyssins. 11. maí 2015 10:20 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Lítil flugvél brotlenti við Vopnafjörð Lítil flugvél brotlenti skammt frá Selá í Vopnafirði nú síðdegis. Björgunarsveitin Vopni og Slökkvilið Vopnafjarðar eru á staðnum og þyrla Landhelgisgæslunnar er í viðbragðsstöðu. Ekki er vitað meira um málið að svo stöddu. 2. júlí 2009 17:05
TM gert að greiða flugmanni átta og hálfa milljón í bætur Tryggingamiðstöðin segir að maðurinn hafi sýnt mikið gáleysi þegar slysið varð og hafði áður borgað út þriðjung bóta vegna slyssins. 11. maí 2015 10:20