Grátið og klappað við dómsuppsögu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. desember 2015 07:00 Fjölmenni var viðstatt dómsuppkvaðningu og klappaði er sýknudómur var kveðinn upp. vísir/stefán Héraðsdómur Reykjavíkur telur að hrapað hafi verið að niðurstöðu um meginorsök andláts Guðmundar Más Bjarnasonar í máli ríkissaksóknara gegn hjúkrunarfræðingnum Ástu Kristínu Andrésdóttur og Landspítalans. Dómurinn sýknaði Ástu Kristínu, og þar með Landspítalann, af öllum kröfum ákæruvaldsins í gærmorgun. Ásta var ákærð fyrir manndráp af gáleysi og fyrir brot á hjúkrunarlögum. Ákæran sneri að því að Ástu hafi láðst að tæma loft úr belg barkaraufarrennu þegar hún tók sjúkling úr öndunarvél þann þriðja október 2012 og setti talventil í barkaraufarrennuna. Í niðurstöðu Héraðsdóms kemur fram að aðrir þættir en uppblásinn belgur kunni að skýra andlát sjúklingsins og taldi dómurinn ekki ólíklegt að belgurinn hafi verið blásinn út við endurlífgun sjúklingsins. Af þeim ástæðum var talið ósannað að Ástu hefði láðst að tæma loft úr belgnum og að andlát sjúklingsins verði rakið til þess. Þegar dómurinn var kveðinn upp klöppuðu viðstaddir og grétu af gleði í senn. Ásta sagði í samtali við Stöð 2 í gær að henni væri mjög létt. „Ég er glöð að sjá í dómnum að þeir sáu það sem ég upplifði, að þeir trúðu mér. Ég vonaðist alltaf eftir þessari niðurstöðu […] Það er gott að þetta er búið.“ Sömuleiðis sagðist ekkja Guðmundar, Ingveldur Sigurðardóttir, glöð yfir niðurstöðunni. „Ég hef aldrei sakast við hana enda hef ég enga ástæðu til þess,“ sagði hún. Þá sagði Kristín Edwald, verjandi Landspítalans, að dómurinn kæmi henni ekki á óvart. Finnst henni að aldrei hefði átt að ákæra í málinu. Í kjölfar dómsuppkvaðningar kallaði Ólafur Skúlason, formaður félags hjúkrunarfræðinga, eftir rannsóknarnefnd alvarlegra atvika í heilbrigðisþjónustu í samtali við Vísi. „Reglurnar og lögin eru hreinlega ekki nógu skýr til að segja til um í hvaða farveg þessi mál eigi að fara. Við köllum eftir því að það verði skipuð einhvers konar rannsóknarnefnd á svona alvarlegum atvikum í heilbrigðisþjónustu,“ sagði Ólafur. Hann bætti því við að þora yrði að segja frá mistökum ef fólk ætti að læra af þeim. Hann sagði að ef starfsmenn ættu á hættu að verða ákærðir væri hann hræddur um að tíðni atvikaskráninga myndi lækka. Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Dómsmál Tengdar fréttir Brutust út fagnaðarlæti í dómssal: „Þungu fargi af okkur létt“ Ólafur G. Skúlason, formaður félags hjúkrunarfræðinga, segir málið hafa legið afar þungt á hjúkrunarfræðingum. 9. desember 2015 11:20 Hjúkrunarfræðingurinn sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi Landspítalinn einnig sýknaður og öllum bótakröfum vísað frá. 9. desember 2015 10:34 „Ég er gríðarlega ánægð með þessa niðurstöðu“ Kristín Edwald, verjandi Landspítalans, segir að aldrei hefði átt að gefa út ákæru í máli gegn Ástu Kristínu Andrésdóttur, hjúkrunarfræðingi. 9. desember 2015 12:04 Dómur yfir hjúkrunarfræðingi: Hrapað að niðurstöðu um meginorsök andláts sjúklingsins Héraðsdómur Reykjavíkur taldi að aðrir þættir hefðu ekki verið rannsakaðir sem hugsanlega gátu hafa valdið dauða sjúklingsins. 9. desember 2015 13:02 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur telur að hrapað hafi verið að niðurstöðu um meginorsök andláts Guðmundar Más Bjarnasonar í máli ríkissaksóknara gegn hjúkrunarfræðingnum Ástu Kristínu Andrésdóttur og Landspítalans. Dómurinn sýknaði Ástu Kristínu, og þar með Landspítalann, af öllum kröfum ákæruvaldsins í gærmorgun. Ásta var ákærð fyrir manndráp af gáleysi og fyrir brot á hjúkrunarlögum. Ákæran sneri að því að Ástu hafi láðst að tæma loft úr belg barkaraufarrennu þegar hún tók sjúkling úr öndunarvél þann þriðja október 2012 og setti talventil í barkaraufarrennuna. Í niðurstöðu Héraðsdóms kemur fram að aðrir þættir en uppblásinn belgur kunni að skýra andlát sjúklingsins og taldi dómurinn ekki ólíklegt að belgurinn hafi verið blásinn út við endurlífgun sjúklingsins. Af þeim ástæðum var talið ósannað að Ástu hefði láðst að tæma loft úr belgnum og að andlát sjúklingsins verði rakið til þess. Þegar dómurinn var kveðinn upp klöppuðu viðstaddir og grétu af gleði í senn. Ásta sagði í samtali við Stöð 2 í gær að henni væri mjög létt. „Ég er glöð að sjá í dómnum að þeir sáu það sem ég upplifði, að þeir trúðu mér. Ég vonaðist alltaf eftir þessari niðurstöðu […] Það er gott að þetta er búið.“ Sömuleiðis sagðist ekkja Guðmundar, Ingveldur Sigurðardóttir, glöð yfir niðurstöðunni. „Ég hef aldrei sakast við hana enda hef ég enga ástæðu til þess,“ sagði hún. Þá sagði Kristín Edwald, verjandi Landspítalans, að dómurinn kæmi henni ekki á óvart. Finnst henni að aldrei hefði átt að ákæra í málinu. Í kjölfar dómsuppkvaðningar kallaði Ólafur Skúlason, formaður félags hjúkrunarfræðinga, eftir rannsóknarnefnd alvarlegra atvika í heilbrigðisþjónustu í samtali við Vísi. „Reglurnar og lögin eru hreinlega ekki nógu skýr til að segja til um í hvaða farveg þessi mál eigi að fara. Við köllum eftir því að það verði skipuð einhvers konar rannsóknarnefnd á svona alvarlegum atvikum í heilbrigðisþjónustu,“ sagði Ólafur. Hann bætti því við að þora yrði að segja frá mistökum ef fólk ætti að læra af þeim. Hann sagði að ef starfsmenn ættu á hættu að verða ákærðir væri hann hræddur um að tíðni atvikaskráninga myndi lækka.
Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Dómsmál Tengdar fréttir Brutust út fagnaðarlæti í dómssal: „Þungu fargi af okkur létt“ Ólafur G. Skúlason, formaður félags hjúkrunarfræðinga, segir málið hafa legið afar þungt á hjúkrunarfræðingum. 9. desember 2015 11:20 Hjúkrunarfræðingurinn sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi Landspítalinn einnig sýknaður og öllum bótakröfum vísað frá. 9. desember 2015 10:34 „Ég er gríðarlega ánægð með þessa niðurstöðu“ Kristín Edwald, verjandi Landspítalans, segir að aldrei hefði átt að gefa út ákæru í máli gegn Ástu Kristínu Andrésdóttur, hjúkrunarfræðingi. 9. desember 2015 12:04 Dómur yfir hjúkrunarfræðingi: Hrapað að niðurstöðu um meginorsök andláts sjúklingsins Héraðsdómur Reykjavíkur taldi að aðrir þættir hefðu ekki verið rannsakaðir sem hugsanlega gátu hafa valdið dauða sjúklingsins. 9. desember 2015 13:02 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Brutust út fagnaðarlæti í dómssal: „Þungu fargi af okkur létt“ Ólafur G. Skúlason, formaður félags hjúkrunarfræðinga, segir málið hafa legið afar þungt á hjúkrunarfræðingum. 9. desember 2015 11:20
Hjúkrunarfræðingurinn sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi Landspítalinn einnig sýknaður og öllum bótakröfum vísað frá. 9. desember 2015 10:34
„Ég er gríðarlega ánægð með þessa niðurstöðu“ Kristín Edwald, verjandi Landspítalans, segir að aldrei hefði átt að gefa út ákæru í máli gegn Ástu Kristínu Andrésdóttur, hjúkrunarfræðingi. 9. desember 2015 12:04
Dómur yfir hjúkrunarfræðingi: Hrapað að niðurstöðu um meginorsök andláts sjúklingsins Héraðsdómur Reykjavíkur taldi að aðrir þættir hefðu ekki verið rannsakaðir sem hugsanlega gátu hafa valdið dauða sjúklingsins. 9. desember 2015 13:02