„Ég er knúsuð í bak og fyrir“ Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2015 14:55 Ásta í Héraðsdómi Reykjavíkur eftir að hún var sýknuð. Vísir/Stefán Hjúkrunarfræðingurinn Ásta Kristín Andrésdóttir, sem var á dögunum sýknuð var af manndrápi af gáleysi og broti á hjúkrunarlögum, segist hafa fengið stuðning alls staðar að. Í pistli sem hún skrifaði á Facebookvegg hópsins Samkennd #þettahefðigetaðveriðég, þakkar ásta fyrir stuðninginn sem hún fékk á meðan á dómsmálinu stóð og þá sérstaklega síðustu vikurnar. „Stuðningurinn hefur komið alls staðar að og ég er knúsuð í bak og fyrir nánast allstaðar þar sem ég kem. Allir að leggja sig fram um að vera góðir við mig,“ skrifar Ásta. Sjá einnig: Dómur yfir hjúkrunarfræðingi: Hrapað að niðurstöðu um meginorsök andláts sjúklingsins Ásta segir frá því að hún sé mætt aftur til vinnu og að það sé gott að hitta vinnufélagana aftur. „Ég er ótrúlega þakklát fyrir vinnustaðinn minn og þann stuðning sem ég hef fengið þaðan frá fyrstu tíð. Ég veit að margir eru hugsi yfir framvindunni fyrsta sólarhringinn og jafnvel ég get ekki útskýrt það vel. En ég get samt sagt ykkur það að stuðningur frá vinnuveitanda mínum, LSH, var mikill alveg frá upphafi.“ Þá segir Ásta að komandi jól verði þau fyrstu í þrjú ár þar sem þetta mál hangi ekki yfir henni. Sjá einnig:Ásta Kristín: Þriggja ára martröð lokið „Áfrýjunarfrestinum lýkur 6. janúar ... á þrettándanum. Hugsa að það verði við hæfi að skjóta upp nokkrum flugeldum það kvöldið,“ skrifar Ásta. Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Dómsmál Landspítalinn Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira
Hjúkrunarfræðingurinn Ásta Kristín Andrésdóttir, sem var á dögunum sýknuð var af manndrápi af gáleysi og broti á hjúkrunarlögum, segist hafa fengið stuðning alls staðar að. Í pistli sem hún skrifaði á Facebookvegg hópsins Samkennd #þettahefðigetaðveriðég, þakkar ásta fyrir stuðninginn sem hún fékk á meðan á dómsmálinu stóð og þá sérstaklega síðustu vikurnar. „Stuðningurinn hefur komið alls staðar að og ég er knúsuð í bak og fyrir nánast allstaðar þar sem ég kem. Allir að leggja sig fram um að vera góðir við mig,“ skrifar Ásta. Sjá einnig: Dómur yfir hjúkrunarfræðingi: Hrapað að niðurstöðu um meginorsök andláts sjúklingsins Ásta segir frá því að hún sé mætt aftur til vinnu og að það sé gott að hitta vinnufélagana aftur. „Ég er ótrúlega þakklát fyrir vinnustaðinn minn og þann stuðning sem ég hef fengið þaðan frá fyrstu tíð. Ég veit að margir eru hugsi yfir framvindunni fyrsta sólarhringinn og jafnvel ég get ekki útskýrt það vel. En ég get samt sagt ykkur það að stuðningur frá vinnuveitanda mínum, LSH, var mikill alveg frá upphafi.“ Þá segir Ásta að komandi jól verði þau fyrstu í þrjú ár þar sem þetta mál hangi ekki yfir henni. Sjá einnig:Ásta Kristín: Þriggja ára martröð lokið „Áfrýjunarfrestinum lýkur 6. janúar ... á þrettándanum. Hugsa að það verði við hæfi að skjóta upp nokkrum flugeldum það kvöldið,“ skrifar Ásta.
Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Dómsmál Landspítalinn Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira