Fólkið á Airwaves: 24 tímum frá því að þruma peningum inn á Icesave Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. nóvember 2015 22:42 Chris Foster og Neil Hopkins ætla að sötra kaffi, glugga í bækur og versla á milli þess sem þeir skella sér á tónleika á Iceland Airwaves. Vísir/KTD Chris Foster og Neil Hopkins eru mættir til Íslands í annað skiptið á sex mánuðum. Enska parið heyrði af Iceland Airwaves í sumar og þeir hugsuðu: „Kúl“. Þeir urðu fyrir smá vonbrigðum að Björk þurti að afboða komu sína en þó kom aldrei til greina að hætta við að fara.„Það eru svo ótrúlega margir áhugaverðir listamenn hérna. Axel er einn,“ sagði Neil en þeir félagar voru mættir í Hörpu og á leiðinni á tónleika Axels Flóvents í Silfurbergi. „Við hittum Svisslending í röð áðan sem að hélt ekki vatni yfir honum. Axel er víst á hraðri uppleið þannig að við ákváðum að skella okkur.“Að neðan má hlusta á lag Axels Flóvents, My Ghost.Chris og Neil sjá fyrir sér að halda sig aðallega í Reykjavík í þessari heimsókn enda búnir með helstu skyldustoppin fyrir ferðamenn á suðvesturhorninu. Þeir ætla þó að kíkja aftur í Bláa lónið á sunnudaginn áður en þeir halda heim snemma morguns á mánudag. Aðspurðir hvort um rómantíska ferð sé að ræða svarar Englendingarnir á sama tíma. „Ég veit ekki með rómantíska ferð“ og „Það er alltaf rómantískt hjá okkur.“ Svo skella þeir upp úr. Þeir voru þó svo heppnir að sjá norðurljósin á götum miðbæjarins í gærkvöldi og því búnir að spara sér vænan skildinginn og ferð út fyrir borgarmörkin til að upplifa þá glæsilegu sýn. „Það kom okkur á óvart. Nú er hægt að stroka það af listanum,“ segir Chris léttur.Chris og Neil sáu Norðurljósin úr borginni sem hefur vafalítið verið falleg sýn.Vísir/GVAReykjavík frábær fyrir vegan fólk Þeir segja borgarbúa afar vinalega og Reykjavík frábæran stað til að sötra á góðu kaffi og glugga í bók. Hér sé gaman að versla og slappa af. Hraðinn í samfélaginu er þægilegur að þeirra mati. „Við erum vegan og Reykjavík er frábær borg fyrir okkur hvað það varðar,“ segja þeir. Svo virðist sem valkostum vegan fólks í borginni hafi fjölgað til muna undanfarin misseri miðað við reynslu þeirra félaga.Parið slapp með skrekkinn þegar kom að Icesave reikningunum.Chris og Neil hrista hausinn þegar þeir heyra að forsætisráðherra þeirra, David Cameron, hafi verið hér í síðustu viku. „En þið heppin,“ segir Chris í hæðnistón en hvíslar svo: „Ekki segja honum að ég hafi sagt þetta.“ Cameron vildi ekki gera mikið úr Icesave í spjalli við fjölmiðla hér á landi í síðustu viku en Chris og Neil heyrðu af reikningunum á sínum tíma. Þeir segja viðskiptablaðamenn í Englandi hafa lofsungið reikningana og hvatt fólk til að nýta sér háu vexti Landsbankans. „Það munaði um sólarhing á því að við lögðum inn á reikningana. Við vorum heppnir,“ segir Neil og blaðamaður samsinnir. Um leið bætir Neil við: „Það hefði samt verið betra að vinna í lottóinu!“Iceland Airwaves hófst í dag og stendur fram á sunnudag. 240 listamenn koma fram á 293 tónleikum á þrettán stöðum. Gestir verða um 9000 en löngu er uppselt á hátíðina. Þá fer mikill fjöldi tónleika fram utan dagskrár, svokölluð „off venue“ dagskrá. Ókeypis er inn á viðburði hennar. Dagskrána má sjá hér.Axel Flóvent @ Silfurberg HarpaPosted by Iceland Airwaves Music Festival on Wednesday, November 4, 2015 Airwaves Tengdar fréttir Skjólstæðingarnir spila á 59 tónleikum á Airwaves-hátíðinni Sindri Ástmarsson, sem er eigandi íslenska umboðsfyrirtækisins Mid Atlantic Management, hefur svo sannarlega í nógu að snúast um þessar mundir. 4. nóvember 2015 08:00 Menn geta gengið af göflunum í miðborginni Miðborg Reykjavíkur hefur tekið á sig glæsilega mynd því nú hafa nokkrir listamenn lokið við að mála tólf listaverk á jafn margar byggingar í miðbænum. 4. nóvember 2015 10:00 Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Sjá meira
Chris Foster og Neil Hopkins eru mættir til Íslands í annað skiptið á sex mánuðum. Enska parið heyrði af Iceland Airwaves í sumar og þeir hugsuðu: „Kúl“. Þeir urðu fyrir smá vonbrigðum að Björk þurti að afboða komu sína en þó kom aldrei til greina að hætta við að fara.„Það eru svo ótrúlega margir áhugaverðir listamenn hérna. Axel er einn,“ sagði Neil en þeir félagar voru mættir í Hörpu og á leiðinni á tónleika Axels Flóvents í Silfurbergi. „Við hittum Svisslending í röð áðan sem að hélt ekki vatni yfir honum. Axel er víst á hraðri uppleið þannig að við ákváðum að skella okkur.“Að neðan má hlusta á lag Axels Flóvents, My Ghost.Chris og Neil sjá fyrir sér að halda sig aðallega í Reykjavík í þessari heimsókn enda búnir með helstu skyldustoppin fyrir ferðamenn á suðvesturhorninu. Þeir ætla þó að kíkja aftur í Bláa lónið á sunnudaginn áður en þeir halda heim snemma morguns á mánudag. Aðspurðir hvort um rómantíska ferð sé að ræða svarar Englendingarnir á sama tíma. „Ég veit ekki með rómantíska ferð“ og „Það er alltaf rómantískt hjá okkur.“ Svo skella þeir upp úr. Þeir voru þó svo heppnir að sjá norðurljósin á götum miðbæjarins í gærkvöldi og því búnir að spara sér vænan skildinginn og ferð út fyrir borgarmörkin til að upplifa þá glæsilegu sýn. „Það kom okkur á óvart. Nú er hægt að stroka það af listanum,“ segir Chris léttur.Chris og Neil sáu Norðurljósin úr borginni sem hefur vafalítið verið falleg sýn.Vísir/GVAReykjavík frábær fyrir vegan fólk Þeir segja borgarbúa afar vinalega og Reykjavík frábæran stað til að sötra á góðu kaffi og glugga í bók. Hér sé gaman að versla og slappa af. Hraðinn í samfélaginu er þægilegur að þeirra mati. „Við erum vegan og Reykjavík er frábær borg fyrir okkur hvað það varðar,“ segja þeir. Svo virðist sem valkostum vegan fólks í borginni hafi fjölgað til muna undanfarin misseri miðað við reynslu þeirra félaga.Parið slapp með skrekkinn þegar kom að Icesave reikningunum.Chris og Neil hrista hausinn þegar þeir heyra að forsætisráðherra þeirra, David Cameron, hafi verið hér í síðustu viku. „En þið heppin,“ segir Chris í hæðnistón en hvíslar svo: „Ekki segja honum að ég hafi sagt þetta.“ Cameron vildi ekki gera mikið úr Icesave í spjalli við fjölmiðla hér á landi í síðustu viku en Chris og Neil heyrðu af reikningunum á sínum tíma. Þeir segja viðskiptablaðamenn í Englandi hafa lofsungið reikningana og hvatt fólk til að nýta sér háu vexti Landsbankans. „Það munaði um sólarhing á því að við lögðum inn á reikningana. Við vorum heppnir,“ segir Neil og blaðamaður samsinnir. Um leið bætir Neil við: „Það hefði samt verið betra að vinna í lottóinu!“Iceland Airwaves hófst í dag og stendur fram á sunnudag. 240 listamenn koma fram á 293 tónleikum á þrettán stöðum. Gestir verða um 9000 en löngu er uppselt á hátíðina. Þá fer mikill fjöldi tónleika fram utan dagskrár, svokölluð „off venue“ dagskrá. Ókeypis er inn á viðburði hennar. Dagskrána má sjá hér.Axel Flóvent @ Silfurberg HarpaPosted by Iceland Airwaves Music Festival on Wednesday, November 4, 2015
Airwaves Tengdar fréttir Skjólstæðingarnir spila á 59 tónleikum á Airwaves-hátíðinni Sindri Ástmarsson, sem er eigandi íslenska umboðsfyrirtækisins Mid Atlantic Management, hefur svo sannarlega í nógu að snúast um þessar mundir. 4. nóvember 2015 08:00 Menn geta gengið af göflunum í miðborginni Miðborg Reykjavíkur hefur tekið á sig glæsilega mynd því nú hafa nokkrir listamenn lokið við að mála tólf listaverk á jafn margar byggingar í miðbænum. 4. nóvember 2015 10:00 Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Sjá meira
Skjólstæðingarnir spila á 59 tónleikum á Airwaves-hátíðinni Sindri Ástmarsson, sem er eigandi íslenska umboðsfyrirtækisins Mid Atlantic Management, hefur svo sannarlega í nógu að snúast um þessar mundir. 4. nóvember 2015 08:00
Menn geta gengið af göflunum í miðborginni Miðborg Reykjavíkur hefur tekið á sig glæsilega mynd því nú hafa nokkrir listamenn lokið við að mála tólf listaverk á jafn margar byggingar í miðbænum. 4. nóvember 2015 10:00