West Ham datt óvænt út í Rúmeníu | Ragnar og félagar komust áfram 6. ágúst 2015 20:15 Adrian getur sett vegabréfið aftur niður í skúffuna. Það verða engin Evrópuævintýri í ár hjá West Ham. Vísir/Getty Stjóratíð hins króatíska Slaven Bilic hjá West Ham fer ekki vel af stað en félagið datt í kvöld út úr undankeppni Evrópudeildarinnar eftir 1-2 tap gegn rúmneska félaginu Astra. West Ham rétt skreið í gegn um maltneska félagið Birkikara í 2. umferð eftir vítaspyrnukeppni en féll úr leik í kvöld. Fyrri leik liðanna lauk með 2-2 jafntefli á heimavelli West Ham en Slaven Bilic stillti upp blöndu af lykilleikmönnum og ungum leikmönnum í leiknum í kvöld. Hamrarnir fengu sannkallaða draumabyrjun þegar lánsmaðurinn Manuel Lanzini skoraði fyrsta mark leiksins á 4. mínútu í fyrsta leik sínum fyrir félagið en rúmneska félagið var fljótt að svara. Tvö mörk á fimm mínútna kafla frá Constantin Budescu sneri leiknum heimamönnum í hag og náðu gestirnir frá Englandi ekki að jafna metin og knýja allavegana fram framlengingu. Er þátttöku West Ham í Evrópudeildinni í ár því lokið. Ragnar Sigurðsson og félagar í Krasnodar lentu í kröppum dansi í Slóvakíu í leik liðsins gegn Slovan Bratislava en þrátt fyrir sigur Slovan Bratislava í kvöld komst Krasnodar áfram eftir að hafa sigrað 2-0 á heimavelli í Rússlandi. Gestirnir frá Rússlandi byrjuðu leikinn af krafti og komust 2-0 yfir eftir ellefu mínútna leik. Var staðan 2-0 fyrir Krasnodar í hálfleik en í seinni hálfleik kom Robert Vittek Slovan Bratislava yfir með því að skora þrennu á tuttugu mínútna kafla. Lengra komust leikmenn Slovan Bratislava ekki en Krasnodar gulltrygði sætið í 4. umferðinni með jöfnunarmarki undir lokin. Þá lék Haukur Heiðar Hauksson allan leikinn í leik AIK og Atromitos í Grikklandi en gríska liðið vann fyrri leik liðanna 3-1 í Svíþjóð. Brasilíski leikmaðurinn Marcelinho gerði endanlega út um allar vonir AIK um miðbik seinni hálfleiks þegar hann skoraði eina mark leiksins. Lærisveinar Guud Hiddink í Southampton áttu ekki í vandræðum með gamla félag hans Vitesse Arnheim en Graziano Pelle gerði út um allar vonir hollenska liðsins eftir aðeins fjórar mínútur er hann kom Dýrlingunum í 1-0 og samanlagt í 4-0 í einvíginu. Saido Mane bætti við öðru marki undir lok leiksins og lauk leiknum með 2-0 sigri Dýrlinganna sem mæta Newcastle í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn.Úrslit dagsins: Dinamo Minsk 1-1 Zürich (2-1 samanlagt, Dinamo Minsk fer áfram) Vaduz 2-2 Thun (2-2 samanalagt, Thun fer áfram á útivallarmörkum) FC Kaupmannahöfn 2-3 Jablonec (3-3 samanlagt, Jablonec fer áfram á útivallarmörkum) Astra 2-1 West Ham(4-3 samanlagt, Astra fer áfram) St Etienne 1-2 ASA Targu Mures (4-2 samanlagt, St. Etienne fer áfram) Vitesse 0-2 Southampton (0-5 samanlagt, Southampton fer áfram) Zeljeznicar 0-1 St. Liege (1-3 samanlagt, St. Liege fer áfram) Zorya 3-0 Charleroi (5-0 samanalagt, Zorya fer áfram) Trnava 1-1 PAOK (1-2 samanlagt, PAOK fer áfram) Slovan Bratislava 3-3 Krasnodar (3-5 samanlagt, Krasnodar fer áfram) Dortmund 5-0 AC Wolfsberger (6-0 samanlagt, Dortmund fer áfram) Atromitos 1-0 AIK (4-1 samanlagt, Atromitos fer áfram) Aberdeen 1-1 Almaty (2-3 samanlagt, Almaty fer áfram) Legia Varsjá 1-0 Kukesi (4-0 samanlagt, Legia fer áfram) Vojvodina 0-2 Sampdoria (4-2 samanlagt, Vojvodina áfram) Evrópudeild UEFA Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Fleiri fréttir Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Sjá meira
Stjóratíð hins króatíska Slaven Bilic hjá West Ham fer ekki vel af stað en félagið datt í kvöld út úr undankeppni Evrópudeildarinnar eftir 1-2 tap gegn rúmneska félaginu Astra. West Ham rétt skreið í gegn um maltneska félagið Birkikara í 2. umferð eftir vítaspyrnukeppni en féll úr leik í kvöld. Fyrri leik liðanna lauk með 2-2 jafntefli á heimavelli West Ham en Slaven Bilic stillti upp blöndu af lykilleikmönnum og ungum leikmönnum í leiknum í kvöld. Hamrarnir fengu sannkallaða draumabyrjun þegar lánsmaðurinn Manuel Lanzini skoraði fyrsta mark leiksins á 4. mínútu í fyrsta leik sínum fyrir félagið en rúmneska félagið var fljótt að svara. Tvö mörk á fimm mínútna kafla frá Constantin Budescu sneri leiknum heimamönnum í hag og náðu gestirnir frá Englandi ekki að jafna metin og knýja allavegana fram framlengingu. Er þátttöku West Ham í Evrópudeildinni í ár því lokið. Ragnar Sigurðsson og félagar í Krasnodar lentu í kröppum dansi í Slóvakíu í leik liðsins gegn Slovan Bratislava en þrátt fyrir sigur Slovan Bratislava í kvöld komst Krasnodar áfram eftir að hafa sigrað 2-0 á heimavelli í Rússlandi. Gestirnir frá Rússlandi byrjuðu leikinn af krafti og komust 2-0 yfir eftir ellefu mínútna leik. Var staðan 2-0 fyrir Krasnodar í hálfleik en í seinni hálfleik kom Robert Vittek Slovan Bratislava yfir með því að skora þrennu á tuttugu mínútna kafla. Lengra komust leikmenn Slovan Bratislava ekki en Krasnodar gulltrygði sætið í 4. umferðinni með jöfnunarmarki undir lokin. Þá lék Haukur Heiðar Hauksson allan leikinn í leik AIK og Atromitos í Grikklandi en gríska liðið vann fyrri leik liðanna 3-1 í Svíþjóð. Brasilíski leikmaðurinn Marcelinho gerði endanlega út um allar vonir AIK um miðbik seinni hálfleiks þegar hann skoraði eina mark leiksins. Lærisveinar Guud Hiddink í Southampton áttu ekki í vandræðum með gamla félag hans Vitesse Arnheim en Graziano Pelle gerði út um allar vonir hollenska liðsins eftir aðeins fjórar mínútur er hann kom Dýrlingunum í 1-0 og samanlagt í 4-0 í einvíginu. Saido Mane bætti við öðru marki undir lok leiksins og lauk leiknum með 2-0 sigri Dýrlinganna sem mæta Newcastle í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn.Úrslit dagsins: Dinamo Minsk 1-1 Zürich (2-1 samanlagt, Dinamo Minsk fer áfram) Vaduz 2-2 Thun (2-2 samanalagt, Thun fer áfram á útivallarmörkum) FC Kaupmannahöfn 2-3 Jablonec (3-3 samanlagt, Jablonec fer áfram á útivallarmörkum) Astra 2-1 West Ham(4-3 samanlagt, Astra fer áfram) St Etienne 1-2 ASA Targu Mures (4-2 samanlagt, St. Etienne fer áfram) Vitesse 0-2 Southampton (0-5 samanlagt, Southampton fer áfram) Zeljeznicar 0-1 St. Liege (1-3 samanlagt, St. Liege fer áfram) Zorya 3-0 Charleroi (5-0 samanalagt, Zorya fer áfram) Trnava 1-1 PAOK (1-2 samanlagt, PAOK fer áfram) Slovan Bratislava 3-3 Krasnodar (3-5 samanlagt, Krasnodar fer áfram) Dortmund 5-0 AC Wolfsberger (6-0 samanlagt, Dortmund fer áfram) Atromitos 1-0 AIK (4-1 samanlagt, Atromitos fer áfram) Aberdeen 1-1 Almaty (2-3 samanlagt, Almaty fer áfram) Legia Varsjá 1-0 Kukesi (4-0 samanlagt, Legia fer áfram) Vojvodina 0-2 Sampdoria (4-2 samanlagt, Vojvodina áfram)
Evrópudeild UEFA Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Fleiri fréttir Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Sjá meira