Heimir: Dómarinn með týpískan sænskan hroka Ingvi Þór Sæmundsson í Kaplakrika skrifar 16. júlí 2015 21:41 Heimir og lærisveinar hans eru í vondri stöðu fyrir seinni leikinn gegn Inter Bakú. vísir/ernir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var að vonum súr í broti eftir 1-2 tap Fimleikafélagsins fyrir aserska liðsins Inter Bakú í kvöld. FH-ingar voru í góðri stöðu í hálfleik, 1-0 yfir og með góð tök á leiknum. En það breyttist allt eftir nokkura mínútna leik í seinni hálfleik þegar gestirnir fengu víti og Róbert Örn Óskarsson, markvörður FH, að líta rauða spjaldið. Nika Kvekveskiri jafnaði metin úr vítaspyrnunni og á 61. mínútu skoraði varamaðurinn Dhiego Martins sigurmark Inter Bakú. "Við vorum með góð tök á leiknum í fyrri hálfleik og það sem við vorum að gera gekk vel upp," sagði Heimir í samtali við blaðamenn eftir leikinn. "En eins og í þessum leikjum sem öðrum er dýrt að gera mistök. Við köstuðum þessu hálfpartinn frá okkur. En ég tek hattinn ofan fyrir leikmönnum FH sem lögðu allt í leikinn einum færri og þetta einvígi er ekki búið," bætti Heimir við en hvernig horfði vítaspyrnudómurinn og rauða spjaldið við honum? "Þetta var röð mistaka en mér fannst eins og brotið væri fyrir utan teig. En ef hann var sloppinn í gegn var rautt spjald réttur dómur," sagði Heimir sem var ekki ánægður með frammistöðu sænska dómarans, Michael Lerjeus, í kvöld. "Mér fannst dómgæslan ekki góð í þessum leik. Ég tjái mig vanalega ekki um dómgæslu en mér fannst þeir fá að þæfa leikinn eins og þeir vildu án þess að það væri gert mikið í því. "Svo fannst mér dómarinn vera með týpískan sænskan hroka og hann mátti varla vera að því að dæma þennan leik sem var of lítill fyrir hans egó." Þrátt fyrir erfiða stöðu telur Heimir FH eiga ágætis möguleika í seinni leiknum í Bakú eftir viku. "Við gerum okkur grein fyrir því að það er mikill munur á þessu liði á heima- og útivelli. En ef við leggjum hart að okkur og spilum skynsamlega eigum við möguleika og þetta einvígi er ekki búið. Og FH spilar venjulega vel á útivelli í Evrópukeppni," sagði Heimir að lokum. Evrópudeild UEFA Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Fleiri fréttir Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var að vonum súr í broti eftir 1-2 tap Fimleikafélagsins fyrir aserska liðsins Inter Bakú í kvöld. FH-ingar voru í góðri stöðu í hálfleik, 1-0 yfir og með góð tök á leiknum. En það breyttist allt eftir nokkura mínútna leik í seinni hálfleik þegar gestirnir fengu víti og Róbert Örn Óskarsson, markvörður FH, að líta rauða spjaldið. Nika Kvekveskiri jafnaði metin úr vítaspyrnunni og á 61. mínútu skoraði varamaðurinn Dhiego Martins sigurmark Inter Bakú. "Við vorum með góð tök á leiknum í fyrri hálfleik og það sem við vorum að gera gekk vel upp," sagði Heimir í samtali við blaðamenn eftir leikinn. "En eins og í þessum leikjum sem öðrum er dýrt að gera mistök. Við köstuðum þessu hálfpartinn frá okkur. En ég tek hattinn ofan fyrir leikmönnum FH sem lögðu allt í leikinn einum færri og þetta einvígi er ekki búið," bætti Heimir við en hvernig horfði vítaspyrnudómurinn og rauða spjaldið við honum? "Þetta var röð mistaka en mér fannst eins og brotið væri fyrir utan teig. En ef hann var sloppinn í gegn var rautt spjald réttur dómur," sagði Heimir sem var ekki ánægður með frammistöðu sænska dómarans, Michael Lerjeus, í kvöld. "Mér fannst dómgæslan ekki góð í þessum leik. Ég tjái mig vanalega ekki um dómgæslu en mér fannst þeir fá að þæfa leikinn eins og þeir vildu án þess að það væri gert mikið í því. "Svo fannst mér dómarinn vera með týpískan sænskan hroka og hann mátti varla vera að því að dæma þennan leik sem var of lítill fyrir hans egó." Þrátt fyrir erfiða stöðu telur Heimir FH eiga ágætis möguleika í seinni leiknum í Bakú eftir viku. "Við gerum okkur grein fyrir því að það er mikill munur á þessu liði á heima- og útivelli. En ef við leggjum hart að okkur og spilum skynsamlega eigum við möguleika og þetta einvígi er ekki búið. Og FH spilar venjulega vel á útivelli í Evrópukeppni," sagði Heimir að lokum.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Fleiri fréttir Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira