Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Fjölnir 4-0 | ÍBV fór úr fallsæti með stórsigri Guðmundur Tómas Sigfússon á Hásteinsvelli skrifar 19. júlí 2015 19:00 Eyjamenn sigruðu Fjölnismenn örugglega með fjórum mörkum gegn engu í Vestmannaeyjum í kvöld. Fjölnismenn sáu aldrei til sólar og voru komnir tveimur mörkum undir eftir þrettán mínútur. Leikmannaglugginn opnaði á dögunum en bæði lið sóttu sér tvo leikmenn. Hjá Fjölni var Kennie Chopart með endurkomu í íslensku deildina en hann spilaði með Stjörnunni fyrir tveimur árum. Jonatan Naftalí kom einnig inn í lið gestanna og spilaði við hlið Bergsveinar Ólafssonar. Gunnar Heiðar Þorvaldsson sneri til baka úr atvinnumennskunni og kom inn í lið Eyjamanna í dag. Hann fór út fyrir 11 árum og sneri aftur á Hásteinsvöllinn. Jose Enrique, betur þekktur sem Sito, spilaði við hlið Gunnars Heiðars í ÍBV-liðinu en þeir náðu ótrúlega vel saman. Strax á fyrstu mínútum liðsins sást í hvað stefndi, fyrsta sókn Eyjamanna endaði með marki. Þá fékk Aron Bjarnason boltann úti vinstra megin og átti skot að marki sem Þórður varði. Boltinn barst til Sito sem var eins og gammur á fjærstönginni, kláraði færið vel og opnaði markareikning sinn. Eyjamenn voru ekki hættir en þeir voru að leika gegn sterkum vindi. Hafsteinn Briem fékk næst sendingu innfyrir vörn Fjölnismanna frá Ian Jeffs. Hafsteinn vildi ekkert kjaftæði og bombaði boltanum með vinstri fæti í hornið nær. Algjörlega óverjandi fyrir Þórð í markinu og Eyjamenn í frábærri stöðu. Þriðja markið lét ekki bíða lengi eftir sér en þar var Sito aftur að verki eftir sendingu Arons Bjarnasonar. Hann lúrði á fjærstönginni og fékk fullkomna sendingu á vinstri fótinn og smellti boltanum í nærhornið. Eyjamenn léku á alls oddi og reyndi Gunnar Heiðar að krækja í vítaspyrnu þegar stutt var eftir af fyrri hálfleiknum. Valgeir Valgeirsson, kaflaskiptur dómari leiksins, sá í gegnum þessa tilraun og sýndi Gunnari réttilega gula spjaldið. Fjölnismenn reyndu hvað þeir gátu til þess að minnka muninn undir lok fyrri hálfleiks en Bergsveinn Ólafsson var meðal annars sendur fram. Hann slapp í gegn eftir sendingu frá Neftalí en tókst ekki að skófla boltanum inn. Stuttu áður hafði Kennie Chopart fengið dauðafæri en hann átti gríðarlega erfitt uppdráttar í dag. Færin létu ekki bíða eftir sér í síðari hálfleiknum en Þórir Guðjónsson fékk ótrúlegt færi eftir einungis þriggja mínútna leik í síðari hálfleik. Abel Dhaira var þó betri en enginn í markinu og varði vel. Gunnar Heiðar fékk einnig sín færi og það fyrsta var eftir skemmtilega sendingu Ian Jeffs. Stuttu seinna fékk Þórir Guðjónsson annað dauðafæri en frábær varsla frá Abel kom í veg fyrir það að Fjölnismenn kæmu aftur inn í leikinn. Þórður Ingason átti þrjár vörslur á einni mínútu eftir korter í síðari hálfleiknum, besta færið fékk Gunnar Heiðar eftir vörslu Þórðar. Þórður lokaði þó vel á Gunnar sem kom boltanum ekki yfir línuna. Þegar tuttugu mínútur voru eftir kom að því sem flestir höfðu beðið eftir. Gunnar Heiðar nældi í vítaspyrnu eftir að hann hafði sloppið í gegn Þórður Ingason var brotlegur en slapp með gult spjald. Gunnar þurfti að taka spyrnuna tvisvar þar sem leikmenn ÍBV voru komnir inn í teig fullsnemma í fyrri spyrnunni. Gunnar Heiðar nýtti báðar spyrnurnar, setti boltann í sama horn í bæði skiptin. Bjarni Gunnarsson kom inn á þegar tæpar tuttugu mínútur voru eftir en hann komst strax í dauðafæri, Þórður varði vel eins og oft áður. Hausverkur þjálfara ÍBV hlýtur að vera mikill þegar það kemur að því að velja framherja. Gunnar Heiðar og Sito voru frábærir í dag og Bjarni Gunnarsson vaxið mikið það sem af er leiktíð. Jonathan Glenn er með landsliði sínu í Gullbikarnum um þessar mundir en kemur heim von bráðar. Færin voru fá það sem eftir var af leiknum en Eyjamenn lokuðu leiknum. Þeir lyfta sér upp níunda sætið, tímabundið, með sigrinum. Fjölnismenn eru þó enn í fimmta sætinu en hafa tapað fjórum leikjum í röð.Gunnar Heiðar: Unnum sem eitt lið „Þetta er alveg frábært. Við áttum þetta skilið, við vorum miklu grimmari en þeir,“ sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson, leikmaður ÍBV, eftir fyrsta leik sinn í hvítu treyjunni síðan árið 2004. Gunnar átti flottan leik í dag en hann fiskaði víti, skoraði úr því sjálfur og fékk einnig gult spjald fyrir dýfu þegar hann reyndi að fiska víti. „Við fáum tvö mörk í byrjun og mörkin hjálpa til við að vinna leiki.“ „Eins og sást gekk game-planið upp í dag, við gerðum þetta nákvæmlega eins og við vildum hafa þetta. Eins og ég segi vorum við búnir að tala um að gera þetta eins og gegn Fylki og Breiðablik.“ „Þar unnum við sem eitt lið og við sýndum það í dag hvers megnugir við erum ef við gerum þetta allir saman. 4-0 á móti Fjölni sem er mjög sterkt lið með góða leikmenn.“ Gunnar Heiðar var með frábæran leikmann sér við hlið í kvöld sem ber nafnið Jose Enrique, þeir félagar náðu mjög vel saman. „Ég og Sito náðum mjög vel saman, hann er ekta Spánverji sem vill fá boltann og er að leita að sendingum. Það er frábært og maður þarf bara að vera mættur.“Ágúst: Sáum ekki til sólar „Ég er mjög ósáttur við mína menn, þetta er klárlega okkar lélegasti leikur í sumar. Við vorum langt undir í baráttunni á móti fersku liði Eyjamanna,“ sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnismanna, eftir dapran leik gegn Eyjamönnum. „Barátta og leikgleði Eyjamanna tapaði þessu, við vorum samt búnir að búa okkur undir að þeir kæmu dýrvitlausir í leikinn. Við erum með vindinum í fyrri hálfleik en komnir tvö núll undir eftir tíu mínútur,“ sagði Ágúst en fyrstu tvö færi Eyjamanna skiluðu marki. Gunnar Heiðar og Sito léku varnarmenn Fjölnismanna grátt í þessum leik en þeir virtust vera í öðrum klassa við hlið þeirra. „Þetta var ekki þeirra dagur kannski, en dagur Vestmannaeyinga, þeirra nýju. Gunnar Heiðar með eitt og Spánverjinn með tvö. Við réðum bara lítið við Eyjamennina.“ „Þeir voru grimmir út um allan völl og refsuðu okkur algjörlega, við sáum ekki til sólar.“ Fjölnismenn hafa tapað fjórum deildarleikjum og einum bikarleik í síðustu fimm leikjum. Fer Ágúst að hafa áhyggjur af þessu. „Að sjálfsögðu hefur maður áhyggjur þegar maður vinnur ekki fótboltaleiki og skorar ekki mörk. Við erum ekki búnir að skora í deildinni í fjórum leikjum og fá á okkur tíu. Það þarf að snúa þessu við,“ sagði Ágúst en liðið hefur skoraði eitt mark í síðustu fjórum leikjum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Sjá meira
Eyjamenn sigruðu Fjölnismenn örugglega með fjórum mörkum gegn engu í Vestmannaeyjum í kvöld. Fjölnismenn sáu aldrei til sólar og voru komnir tveimur mörkum undir eftir þrettán mínútur. Leikmannaglugginn opnaði á dögunum en bæði lið sóttu sér tvo leikmenn. Hjá Fjölni var Kennie Chopart með endurkomu í íslensku deildina en hann spilaði með Stjörnunni fyrir tveimur árum. Jonatan Naftalí kom einnig inn í lið gestanna og spilaði við hlið Bergsveinar Ólafssonar. Gunnar Heiðar Þorvaldsson sneri til baka úr atvinnumennskunni og kom inn í lið Eyjamanna í dag. Hann fór út fyrir 11 árum og sneri aftur á Hásteinsvöllinn. Jose Enrique, betur þekktur sem Sito, spilaði við hlið Gunnars Heiðars í ÍBV-liðinu en þeir náðu ótrúlega vel saman. Strax á fyrstu mínútum liðsins sást í hvað stefndi, fyrsta sókn Eyjamanna endaði með marki. Þá fékk Aron Bjarnason boltann úti vinstra megin og átti skot að marki sem Þórður varði. Boltinn barst til Sito sem var eins og gammur á fjærstönginni, kláraði færið vel og opnaði markareikning sinn. Eyjamenn voru ekki hættir en þeir voru að leika gegn sterkum vindi. Hafsteinn Briem fékk næst sendingu innfyrir vörn Fjölnismanna frá Ian Jeffs. Hafsteinn vildi ekkert kjaftæði og bombaði boltanum með vinstri fæti í hornið nær. Algjörlega óverjandi fyrir Þórð í markinu og Eyjamenn í frábærri stöðu. Þriðja markið lét ekki bíða lengi eftir sér en þar var Sito aftur að verki eftir sendingu Arons Bjarnasonar. Hann lúrði á fjærstönginni og fékk fullkomna sendingu á vinstri fótinn og smellti boltanum í nærhornið. Eyjamenn léku á alls oddi og reyndi Gunnar Heiðar að krækja í vítaspyrnu þegar stutt var eftir af fyrri hálfleiknum. Valgeir Valgeirsson, kaflaskiptur dómari leiksins, sá í gegnum þessa tilraun og sýndi Gunnari réttilega gula spjaldið. Fjölnismenn reyndu hvað þeir gátu til þess að minnka muninn undir lok fyrri hálfleiks en Bergsveinn Ólafsson var meðal annars sendur fram. Hann slapp í gegn eftir sendingu frá Neftalí en tókst ekki að skófla boltanum inn. Stuttu áður hafði Kennie Chopart fengið dauðafæri en hann átti gríðarlega erfitt uppdráttar í dag. Færin létu ekki bíða eftir sér í síðari hálfleiknum en Þórir Guðjónsson fékk ótrúlegt færi eftir einungis þriggja mínútna leik í síðari hálfleik. Abel Dhaira var þó betri en enginn í markinu og varði vel. Gunnar Heiðar fékk einnig sín færi og það fyrsta var eftir skemmtilega sendingu Ian Jeffs. Stuttu seinna fékk Þórir Guðjónsson annað dauðafæri en frábær varsla frá Abel kom í veg fyrir það að Fjölnismenn kæmu aftur inn í leikinn. Þórður Ingason átti þrjár vörslur á einni mínútu eftir korter í síðari hálfleiknum, besta færið fékk Gunnar Heiðar eftir vörslu Þórðar. Þórður lokaði þó vel á Gunnar sem kom boltanum ekki yfir línuna. Þegar tuttugu mínútur voru eftir kom að því sem flestir höfðu beðið eftir. Gunnar Heiðar nældi í vítaspyrnu eftir að hann hafði sloppið í gegn Þórður Ingason var brotlegur en slapp með gult spjald. Gunnar þurfti að taka spyrnuna tvisvar þar sem leikmenn ÍBV voru komnir inn í teig fullsnemma í fyrri spyrnunni. Gunnar Heiðar nýtti báðar spyrnurnar, setti boltann í sama horn í bæði skiptin. Bjarni Gunnarsson kom inn á þegar tæpar tuttugu mínútur voru eftir en hann komst strax í dauðafæri, Þórður varði vel eins og oft áður. Hausverkur þjálfara ÍBV hlýtur að vera mikill þegar það kemur að því að velja framherja. Gunnar Heiðar og Sito voru frábærir í dag og Bjarni Gunnarsson vaxið mikið það sem af er leiktíð. Jonathan Glenn er með landsliði sínu í Gullbikarnum um þessar mundir en kemur heim von bráðar. Færin voru fá það sem eftir var af leiknum en Eyjamenn lokuðu leiknum. Þeir lyfta sér upp níunda sætið, tímabundið, með sigrinum. Fjölnismenn eru þó enn í fimmta sætinu en hafa tapað fjórum leikjum í röð.Gunnar Heiðar: Unnum sem eitt lið „Þetta er alveg frábært. Við áttum þetta skilið, við vorum miklu grimmari en þeir,“ sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson, leikmaður ÍBV, eftir fyrsta leik sinn í hvítu treyjunni síðan árið 2004. Gunnar átti flottan leik í dag en hann fiskaði víti, skoraði úr því sjálfur og fékk einnig gult spjald fyrir dýfu þegar hann reyndi að fiska víti. „Við fáum tvö mörk í byrjun og mörkin hjálpa til við að vinna leiki.“ „Eins og sást gekk game-planið upp í dag, við gerðum þetta nákvæmlega eins og við vildum hafa þetta. Eins og ég segi vorum við búnir að tala um að gera þetta eins og gegn Fylki og Breiðablik.“ „Þar unnum við sem eitt lið og við sýndum það í dag hvers megnugir við erum ef við gerum þetta allir saman. 4-0 á móti Fjölni sem er mjög sterkt lið með góða leikmenn.“ Gunnar Heiðar var með frábæran leikmann sér við hlið í kvöld sem ber nafnið Jose Enrique, þeir félagar náðu mjög vel saman. „Ég og Sito náðum mjög vel saman, hann er ekta Spánverji sem vill fá boltann og er að leita að sendingum. Það er frábært og maður þarf bara að vera mættur.“Ágúst: Sáum ekki til sólar „Ég er mjög ósáttur við mína menn, þetta er klárlega okkar lélegasti leikur í sumar. Við vorum langt undir í baráttunni á móti fersku liði Eyjamanna,“ sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnismanna, eftir dapran leik gegn Eyjamönnum. „Barátta og leikgleði Eyjamanna tapaði þessu, við vorum samt búnir að búa okkur undir að þeir kæmu dýrvitlausir í leikinn. Við erum með vindinum í fyrri hálfleik en komnir tvö núll undir eftir tíu mínútur,“ sagði Ágúst en fyrstu tvö færi Eyjamanna skiluðu marki. Gunnar Heiðar og Sito léku varnarmenn Fjölnismanna grátt í þessum leik en þeir virtust vera í öðrum klassa við hlið þeirra. „Þetta var ekki þeirra dagur kannski, en dagur Vestmannaeyinga, þeirra nýju. Gunnar Heiðar með eitt og Spánverjinn með tvö. Við réðum bara lítið við Eyjamennina.“ „Þeir voru grimmir út um allan völl og refsuðu okkur algjörlega, við sáum ekki til sólar.“ Fjölnismenn hafa tapað fjórum deildarleikjum og einum bikarleik í síðustu fimm leikjum. Fer Ágúst að hafa áhyggjur af þessu. „Að sjálfsögðu hefur maður áhyggjur þegar maður vinnur ekki fótboltaleiki og skorar ekki mörk. Við erum ekki búnir að skora í deildinni í fjórum leikjum og fá á okkur tíu. Það þarf að snúa þessu við,“ sagði Ágúst en liðið hefur skoraði eitt mark í síðustu fjórum leikjum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Sjá meira