Trúir á lýðréttindi þótt lagasetning beri á góma Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 11. júní 2015 12:22 Frá mótmælum BHM fyrr í mánuðinum. Vísir/Pjetur Kjaraviðræður ríkisins og Bandalags háskólamann eru í algjörum hnút. Formaður samninganefndar BHM segir viðræðurnar síðustu daga hafa verið undir hótunum um lagasetningu sem virðist nú yfirvofandi. Kjaraviðræðunum BHM og ríkisins var slitið í gærkvöldi eftir um þrettán tíma langan samningafund og hefur enginn nýr fundur verið boðaður í deilunni. Verkfallsaðgerðir Bandalags háskólamanna hafa nú staðið í ríflega níu vikur. Þær hafa meðal annars haft mikil áhrif á starfsemi Landspítlans þar sem fresta hefur þurft fjölda skurðaðgerða og rannsókna. Páll Halldórsson formaður samninganefndar BHM segir stöðuna í kjaradeilunni alvarlega. „Það vantar mikið upp á að samningar náist,“ segir Páll. Umræða um lagasetningu á verkföll hefur verið nokkur síðustu daga. Ráðherrar hafa verið opnari í garð lagasetningar og líkur á að sú leið verði farin hefur aukist verulega. Sér í lagi á meðan ekkert þokast áfram við samningaborðið. Slíkt lagafrumvarp hefur þó enn ekki verið kynnt af ríkisstjórninni. Búast má þó við að ef lög verða sett á verkföllin verði það gert með skömmum fyrirvara. „Menn eru farnir að tala dálítið þannig en ég vil samt enn þá byggja á því að búum hér við lýðréttindi í landinu en því verður ekki neitað að þessar viðræður upp á síðustu daga þær hafa verið dálítið undir hótunum um lagasetingu,“ segir Páll. Páll segir að samningafundinum í gær hafi verið stillt dálítið þannig upp að um úrslitafund í deilunni hafi verið að ræða og að stjórnvöld grípi inn í deiluna í framhaldinu með lagasetningu. „Við skulum sjá. Ég ætla að vona að þeir komist bara til þess að semja við okkur og láti ekki aðila úti í bæ ákveða það hvernig kjörum ríkisstarfsmanna er skipað,“ segir Páll Halldórsson. Verkfall 2016 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Fleiri fréttir Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Sjá meira
Kjaraviðræður ríkisins og Bandalags háskólamann eru í algjörum hnút. Formaður samninganefndar BHM segir viðræðurnar síðustu daga hafa verið undir hótunum um lagasetningu sem virðist nú yfirvofandi. Kjaraviðræðunum BHM og ríkisins var slitið í gærkvöldi eftir um þrettán tíma langan samningafund og hefur enginn nýr fundur verið boðaður í deilunni. Verkfallsaðgerðir Bandalags háskólamanna hafa nú staðið í ríflega níu vikur. Þær hafa meðal annars haft mikil áhrif á starfsemi Landspítlans þar sem fresta hefur þurft fjölda skurðaðgerða og rannsókna. Páll Halldórsson formaður samninganefndar BHM segir stöðuna í kjaradeilunni alvarlega. „Það vantar mikið upp á að samningar náist,“ segir Páll. Umræða um lagasetningu á verkföll hefur verið nokkur síðustu daga. Ráðherrar hafa verið opnari í garð lagasetningar og líkur á að sú leið verði farin hefur aukist verulega. Sér í lagi á meðan ekkert þokast áfram við samningaborðið. Slíkt lagafrumvarp hefur þó enn ekki verið kynnt af ríkisstjórninni. Búast má þó við að ef lög verða sett á verkföllin verði það gert með skömmum fyrirvara. „Menn eru farnir að tala dálítið þannig en ég vil samt enn þá byggja á því að búum hér við lýðréttindi í landinu en því verður ekki neitað að þessar viðræður upp á síðustu daga þær hafa verið dálítið undir hótunum um lagasetingu,“ segir Páll. Páll segir að samningafundinum í gær hafi verið stillt dálítið þannig upp að um úrslitafund í deilunni hafi verið að ræða og að stjórnvöld grípi inn í deiluna í framhaldinu með lagasetningu. „Við skulum sjá. Ég ætla að vona að þeir komist bara til þess að semja við okkur og láti ekki aðila úti í bæ ákveða það hvernig kjörum ríkisstarfsmanna er skipað,“ segir Páll Halldórsson.
Verkfall 2016 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Fleiri fréttir Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Sjá meira