Trúir á lýðréttindi þótt lagasetning beri á góma Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 11. júní 2015 12:22 Frá mótmælum BHM fyrr í mánuðinum. Vísir/Pjetur Kjaraviðræður ríkisins og Bandalags háskólamann eru í algjörum hnút. Formaður samninganefndar BHM segir viðræðurnar síðustu daga hafa verið undir hótunum um lagasetningu sem virðist nú yfirvofandi. Kjaraviðræðunum BHM og ríkisins var slitið í gærkvöldi eftir um þrettán tíma langan samningafund og hefur enginn nýr fundur verið boðaður í deilunni. Verkfallsaðgerðir Bandalags háskólamanna hafa nú staðið í ríflega níu vikur. Þær hafa meðal annars haft mikil áhrif á starfsemi Landspítlans þar sem fresta hefur þurft fjölda skurðaðgerða og rannsókna. Páll Halldórsson formaður samninganefndar BHM segir stöðuna í kjaradeilunni alvarlega. „Það vantar mikið upp á að samningar náist,“ segir Páll. Umræða um lagasetningu á verkföll hefur verið nokkur síðustu daga. Ráðherrar hafa verið opnari í garð lagasetningar og líkur á að sú leið verði farin hefur aukist verulega. Sér í lagi á meðan ekkert þokast áfram við samningaborðið. Slíkt lagafrumvarp hefur þó enn ekki verið kynnt af ríkisstjórninni. Búast má þó við að ef lög verða sett á verkföllin verði það gert með skömmum fyrirvara. „Menn eru farnir að tala dálítið þannig en ég vil samt enn þá byggja á því að búum hér við lýðréttindi í landinu en því verður ekki neitað að þessar viðræður upp á síðustu daga þær hafa verið dálítið undir hótunum um lagasetingu,“ segir Páll. Páll segir að samningafundinum í gær hafi verið stillt dálítið þannig upp að um úrslitafund í deilunni hafi verið að ræða og að stjórnvöld grípi inn í deiluna í framhaldinu með lagasetningu. „Við skulum sjá. Ég ætla að vona að þeir komist bara til þess að semja við okkur og láti ekki aðila úti í bæ ákveða það hvernig kjörum ríkisstarfsmanna er skipað,“ segir Páll Halldórsson. Verkfall 2016 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Sjá meira
Kjaraviðræður ríkisins og Bandalags háskólamann eru í algjörum hnút. Formaður samninganefndar BHM segir viðræðurnar síðustu daga hafa verið undir hótunum um lagasetningu sem virðist nú yfirvofandi. Kjaraviðræðunum BHM og ríkisins var slitið í gærkvöldi eftir um þrettán tíma langan samningafund og hefur enginn nýr fundur verið boðaður í deilunni. Verkfallsaðgerðir Bandalags háskólamanna hafa nú staðið í ríflega níu vikur. Þær hafa meðal annars haft mikil áhrif á starfsemi Landspítlans þar sem fresta hefur þurft fjölda skurðaðgerða og rannsókna. Páll Halldórsson formaður samninganefndar BHM segir stöðuna í kjaradeilunni alvarlega. „Það vantar mikið upp á að samningar náist,“ segir Páll. Umræða um lagasetningu á verkföll hefur verið nokkur síðustu daga. Ráðherrar hafa verið opnari í garð lagasetningar og líkur á að sú leið verði farin hefur aukist verulega. Sér í lagi á meðan ekkert þokast áfram við samningaborðið. Slíkt lagafrumvarp hefur þó enn ekki verið kynnt af ríkisstjórninni. Búast má þó við að ef lög verða sett á verkföllin verði það gert með skömmum fyrirvara. „Menn eru farnir að tala dálítið þannig en ég vil samt enn þá byggja á því að búum hér við lýðréttindi í landinu en því verður ekki neitað að þessar viðræður upp á síðustu daga þær hafa verið dálítið undir hótunum um lagasetingu,“ segir Páll. Páll segir að samningafundinum í gær hafi verið stillt dálítið þannig upp að um úrslitafund í deilunni hafi verið að ræða og að stjórnvöld grípi inn í deiluna í framhaldinu með lagasetningu. „Við skulum sjá. Ég ætla að vona að þeir komist bara til þess að semja við okkur og láti ekki aðila úti í bæ ákveða það hvernig kjörum ríkisstarfsmanna er skipað,“ segir Páll Halldórsson.
Verkfall 2016 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Sjá meira