Páskauppskriftir: Himneskur sælgætisís og marengs berjabomba sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 1. apríl 2015 21:39 Marengs berjabomba. mynd/heimir óskarsson Páskarnir eru á næsta leyti og eflaust einhverjir í vafa um hvaða góðgæti eigi að bjóða upp á í páskaboðunum. Thelma Þorbergsdóttir, sem heldur úti matarblogginu Freistingar Thelmu, fullyrðir að uppskriftirnar tvær, sem finna má hér fyrir neðan, muni slá í gegn í matarboðum.Marengs berjabombaInnihald Brownie 230 g sykur 4 egg 200 g smjör 200 g dökkt konsum súkkulaði 70 g hveitiMarengs 3 eggjahvítur 170g sykurFylling ½ lítri rjómi Toppur 200 g dökkt súkkulaði 70 g smjör 3 msk síróp Ber að eigin valiAðferðBrownie Hitið ofninn í 170 gráður og setjið smjörpappír í botninn á tveimur 20 cm hringlaga bökunarformum. Þeytið egg og sykur saman í skál þar til blandan verður ljós og létt. Bræðið smjör og súkkulaði saman í potti yfir lágum hita og hrærið stanslaust þar til súkkulaðið hefur náð að bráðna alveg. Setjið hveitið varlega saman við brædda súkkulaðið og hrærið vel. Hellið því næst súkkulaðiblöndunni saman við eggjablönduna og hrærið saman með sleif þar til allt hefur náð að blandast vel saman. Skiptið deiginu á milli formanna og bakið í 30 mínútur. Kælið kökurnar alveg áður en þið takið þær úr formunum. Á meðan þær kólna er gott að undirbúa marengsinn.Marengsinn Stillið ofninn í 150 gráður og setjið smjörpappír á bökunarplötu og myndi tvo hringi jafn stóra og brownie kökurnar eru. Þeytið eggjahvítur og sykur saman þar til blandan er orðin stíf og stendur. Smyrjið marengsinum á plötuna og bakið í 50 mínútur eða þar til marengsinn er orðinn þurr viðkomu. Kælið marengsinn alveg áður en þið staflið kökunum.Súkkulaðiglassúr Bræðið smjör, súkkulaði og síóp saman í pott við lágan hita og hrærið stanslaust þar til súkkulaðið hefur náð að bráðna alveg. Þeytið rjóma og setjið á milli botnanna. Setjið marengs neðst og svo brownie og koll af kolli með rjóma á milli. Setjið súkkulaðiglassúrið ofan á og látið leka aðeins niður hliðarnar á kökunni. Skreytið með berjum að eigin vali og stráið flórsykri yfir berin með sigti. Geymið kökuna í kæli þar til hún er borin fram.Thelma segir sælgætisísinn ávallt slá í gegn hjá yngri kynslóðinni.mynd/heimir óskarssonHimneskur sælgætisísInnihald 6 egg 6 msk sykur 120 g púðursykur 4 tsk vanilludropar 150 g tromp 100 g dökkt konsum súkkulaði 150 g lakkrískurl 7 dl rjómiSkraut 100 g súkkulaðiperlur 4-5 stk ísfrom 2,5 dl rjómi Þeytið eggjarauður og sykur saman þar til blandan verður ljós og létt. Blandið púðursykri varlega saman við með sleif. Þeytið rjómann og blandið honum saman við með sleif þar til allt hefur blandast vel saman. Grófsaxið súkkulaði og tromp og blandið því saman við ísblönduna ásamt lakkrískurlinu. Blandið því næst vanilludropunum saman við. Þeir sem vilja geta þeytt eggjahvíturnar og blandað saman við ísinn svo það verði meira úr honum eða geymt þær til annarra nota. Hellið ísblöndunni í hringlaga kökuform og frystið í lágmark 5 klukkustundir. Takið ísinn úr kökuforminu og setjið á disk. Skerið ísformin í tvennt og raðið þeim í kringum ískökuna. Þeytið rjóma og sprautið honum ofan í hvert ísform fyrir sig. Skreytið með súkkulaðiperlum. Ísinn geymist í frysti í allt að 3 mánuði.Finna má fleiri álíka girnilegar uppskriftir á síðunni Freistingar Thelmu. Matur Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira
Páskarnir eru á næsta leyti og eflaust einhverjir í vafa um hvaða góðgæti eigi að bjóða upp á í páskaboðunum. Thelma Þorbergsdóttir, sem heldur úti matarblogginu Freistingar Thelmu, fullyrðir að uppskriftirnar tvær, sem finna má hér fyrir neðan, muni slá í gegn í matarboðum.Marengs berjabombaInnihald Brownie 230 g sykur 4 egg 200 g smjör 200 g dökkt konsum súkkulaði 70 g hveitiMarengs 3 eggjahvítur 170g sykurFylling ½ lítri rjómi Toppur 200 g dökkt súkkulaði 70 g smjör 3 msk síróp Ber að eigin valiAðferðBrownie Hitið ofninn í 170 gráður og setjið smjörpappír í botninn á tveimur 20 cm hringlaga bökunarformum. Þeytið egg og sykur saman í skál þar til blandan verður ljós og létt. Bræðið smjör og súkkulaði saman í potti yfir lágum hita og hrærið stanslaust þar til súkkulaðið hefur náð að bráðna alveg. Setjið hveitið varlega saman við brædda súkkulaðið og hrærið vel. Hellið því næst súkkulaðiblöndunni saman við eggjablönduna og hrærið saman með sleif þar til allt hefur náð að blandast vel saman. Skiptið deiginu á milli formanna og bakið í 30 mínútur. Kælið kökurnar alveg áður en þið takið þær úr formunum. Á meðan þær kólna er gott að undirbúa marengsinn.Marengsinn Stillið ofninn í 150 gráður og setjið smjörpappír á bökunarplötu og myndi tvo hringi jafn stóra og brownie kökurnar eru. Þeytið eggjahvítur og sykur saman þar til blandan er orðin stíf og stendur. Smyrjið marengsinum á plötuna og bakið í 50 mínútur eða þar til marengsinn er orðinn þurr viðkomu. Kælið marengsinn alveg áður en þið staflið kökunum.Súkkulaðiglassúr Bræðið smjör, súkkulaði og síóp saman í pott við lágan hita og hrærið stanslaust þar til súkkulaðið hefur náð að bráðna alveg. Þeytið rjóma og setjið á milli botnanna. Setjið marengs neðst og svo brownie og koll af kolli með rjóma á milli. Setjið súkkulaðiglassúrið ofan á og látið leka aðeins niður hliðarnar á kökunni. Skreytið með berjum að eigin vali og stráið flórsykri yfir berin með sigti. Geymið kökuna í kæli þar til hún er borin fram.Thelma segir sælgætisísinn ávallt slá í gegn hjá yngri kynslóðinni.mynd/heimir óskarssonHimneskur sælgætisísInnihald 6 egg 6 msk sykur 120 g púðursykur 4 tsk vanilludropar 150 g tromp 100 g dökkt konsum súkkulaði 150 g lakkrískurl 7 dl rjómiSkraut 100 g súkkulaðiperlur 4-5 stk ísfrom 2,5 dl rjómi Þeytið eggjarauður og sykur saman þar til blandan verður ljós og létt. Blandið púðursykri varlega saman við með sleif. Þeytið rjómann og blandið honum saman við með sleif þar til allt hefur blandast vel saman. Grófsaxið súkkulaði og tromp og blandið því saman við ísblönduna ásamt lakkrískurlinu. Blandið því næst vanilludropunum saman við. Þeir sem vilja geta þeytt eggjahvíturnar og blandað saman við ísinn svo það verði meira úr honum eða geymt þær til annarra nota. Hellið ísblöndunni í hringlaga kökuform og frystið í lágmark 5 klukkustundir. Takið ísinn úr kökuforminu og setjið á disk. Skerið ísformin í tvennt og raðið þeim í kringum ískökuna. Þeytið rjóma og sprautið honum ofan í hvert ísform fyrir sig. Skreytið með súkkulaðiperlum. Ísinn geymist í frysti í allt að 3 mánuði.Finna má fleiri álíka girnilegar uppskriftir á síðunni Freistingar Thelmu.
Matur Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira