Stjórnarandstaðan ósátt við frestun ESB umræðu Heimir Már Pétursson skrifar 24. mars 2015 19:00 Stjórnarandstaðan gagnrýndi forseta Alþingis harðlega í dag fyrir að setja þingsályktun hennar um þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandsviðræður ekki á dagskrá Alþingis fyrir páska. Forseti þingsins segir málið mjög mikilvægt enda með fyrstu málum á dagskrá þingsins að loknu páskaleyfi. Að deginum í dag meðtöldum eru einungis þrír fundardagar eftir á Alþingi fram að páskaleyfi þingmanna en þing kemur aftur saman hinn 13. apríl. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa sameiginlega lagt fram þingsályktun um að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram hinn 25. september um hvort halda eigi áfram viðræðum við Evrópusambandið og leggja samning í dóm þjóðarinnar eða ekki. „Þessa tillögu má hvergi sjá á dagskrá fundarins í dag. Það hlýtur að vekja spurningar þegar þingmenn fjögurra flokka af sex hér á þingi og formenn þessara sömu flokka leggja fram slíka tillögu, hvað tefji? Af hverju hún fáist ekki sett hér á dagskrá til umræðu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna. Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis tók undir þau sjónarmið að málið væri mikilvægt. „Forseta er það auðvitað ljóst að á bakvið þessa tillögu standa formenn allra stjórnarandstöðuflokkanna og vildi þess vegna greiða fyrir því að málið færi á dagskrá. Niðurstaða forseta varð sú að þetta mál verði þá tekið fyrir strax að loknu páskahléi hér á Alþingi,“ sagði Einar Kristinn. Þingmenn stjórnarandstöðunnar sættu sig ekki við þessi svör forseta. Stjórnarandstaðan sagði vel hægt að ræða þingsályktunartillögu hennar um þjóðaratkvæðagreiðslu. Meðal annars væri hægt að taka mál Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra um þróunarsamvinnu út af dagskrá þingsins í dag. Enda hefði verið samþykkt að Ríkisendurskoðun legði mat á áhrif frumvarpsins. Það lægi því ekki á að ræða þetta frumvarp utanríkisráðherra sem fæli m.a. í sér að Þróunarsamvinnustofnun verði lögð niður og verkefni hennar færð inn í utanríkisráðuneytið. „Hvaða mál eru svo brýn að það sé ekki hægt að setja þetta mál á dagskrá (fyrir páska). Er það málið sem er ætlað að grafa undan þróunarsamvinnu Íslands við fátækustu ríki þessa heims? Er það mikilvægara,“ spurði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingmaður Samfylkingarinnar. Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði gott að Samfylkingin vildi nú ræða Evrópusambandsmál á Alþingi og nauðsynlegt væri að ræða þau mál mjög ítarlega, sem ekki ynnist tími til fyrir páska. En stjórnarandstaðan bauð að fyrri umræðan yrði háð tímatakmörkunum þannig að henni gæti lokið fyrir páska og málið færi til nefndar. Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata sagði tímann mikilvægan í þessum efnum þar sem stjórnarflokkarnir reyndu nú að fá Evrópusambandið til að slíta aðildarviðræðunum fyrir sig. Alþingi þyrfti því að hefja þessa umræðu sem fyrst. Alþingi ESB-málið Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Sjá meira
Stjórnarandstaðan gagnrýndi forseta Alþingis harðlega í dag fyrir að setja þingsályktun hennar um þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandsviðræður ekki á dagskrá Alþingis fyrir páska. Forseti þingsins segir málið mjög mikilvægt enda með fyrstu málum á dagskrá þingsins að loknu páskaleyfi. Að deginum í dag meðtöldum eru einungis þrír fundardagar eftir á Alþingi fram að páskaleyfi þingmanna en þing kemur aftur saman hinn 13. apríl. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa sameiginlega lagt fram þingsályktun um að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram hinn 25. september um hvort halda eigi áfram viðræðum við Evrópusambandið og leggja samning í dóm þjóðarinnar eða ekki. „Þessa tillögu má hvergi sjá á dagskrá fundarins í dag. Það hlýtur að vekja spurningar þegar þingmenn fjögurra flokka af sex hér á þingi og formenn þessara sömu flokka leggja fram slíka tillögu, hvað tefji? Af hverju hún fáist ekki sett hér á dagskrá til umræðu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna. Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis tók undir þau sjónarmið að málið væri mikilvægt. „Forseta er það auðvitað ljóst að á bakvið þessa tillögu standa formenn allra stjórnarandstöðuflokkanna og vildi þess vegna greiða fyrir því að málið færi á dagskrá. Niðurstaða forseta varð sú að þetta mál verði þá tekið fyrir strax að loknu páskahléi hér á Alþingi,“ sagði Einar Kristinn. Þingmenn stjórnarandstöðunnar sættu sig ekki við þessi svör forseta. Stjórnarandstaðan sagði vel hægt að ræða þingsályktunartillögu hennar um þjóðaratkvæðagreiðslu. Meðal annars væri hægt að taka mál Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra um þróunarsamvinnu út af dagskrá þingsins í dag. Enda hefði verið samþykkt að Ríkisendurskoðun legði mat á áhrif frumvarpsins. Það lægi því ekki á að ræða þetta frumvarp utanríkisráðherra sem fæli m.a. í sér að Þróunarsamvinnustofnun verði lögð niður og verkefni hennar færð inn í utanríkisráðuneytið. „Hvaða mál eru svo brýn að það sé ekki hægt að setja þetta mál á dagskrá (fyrir páska). Er það málið sem er ætlað að grafa undan þróunarsamvinnu Íslands við fátækustu ríki þessa heims? Er það mikilvægara,“ spurði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingmaður Samfylkingarinnar. Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði gott að Samfylkingin vildi nú ræða Evrópusambandsmál á Alþingi og nauðsynlegt væri að ræða þau mál mjög ítarlega, sem ekki ynnist tími til fyrir páska. En stjórnarandstaðan bauð að fyrri umræðan yrði háð tímatakmörkunum þannig að henni gæti lokið fyrir páska og málið færi til nefndar. Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata sagði tímann mikilvægan í þessum efnum þar sem stjórnarflokkarnir reyndu nú að fá Evrópusambandið til að slíta aðildarviðræðunum fyrir sig. Alþingi þyrfti því að hefja þessa umræðu sem fyrst.
Alþingi ESB-málið Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Sjá meira