Forboðin freisting 6. desember 2014 14:00 Anna Brynja er lítið fyrir sætindi en fær sér stundum góðan bjór í staðinn. Vísir/Valli Áhugi Önnu Brynju Baldursdóttur, blaðakonu á Nýju Lífi og leikkonu, á bjór hefur farið vaxandi undanfarin ár. Hún reynir að taka jólabjórasmakk á hverju ári. „Ég reyni að minnsta kosti að smakka þá íslensku en mér finnst öll íslensku örbrugghúsin hafa staðið sig vel undanfarin ár. Ég hef ekki verið nógu dugleg að kaupa mér erlenda bjóra en ég er spennt að smakka Hoppy Christmas frá Brew Dog en ég er mjög hrifin af bjórunum frá þeim,“ segir Anna Brynja og brosir.Bragðlaukarnir þróast Anna Brynja komst á bjórbragðið þegar hún var ráðin sem leikkona í Gestastofu Ölgerðarinnar árið 2009 en á þeim tíma var að sögn Önnu Brynju ráðið inn fólk þar sem gat lesið ólíka hópa og spunnið út frá aðstæðum. „Bjórskólinn er á þeirra vegum og á þessum tíma vissi ég lítið um bjór en ég hef unnið þar aðra hverja helgi síðan þá. Það hefur aldeilis safnast í reynslubankann hjá mér og nú veit ég töluvert meira um bjór en ég gerði þá. Bjórsmekkur minn hefur líka breyst, þegar ég byrjaði var ég meira fyrir léttari bjór en í dag er ég hrifnari af bragðmeiri bjór. Bragðlaukarnir hafa breyst, ég veit ekki hvort það sé þroskamerki en ég held að því meira sem maður smakkar því meira breytast þeir. Það hefur að minnsta kosti alltaf verið talað um að maður eigi að prófa það sem manni þykir ekki gott seinna því bragðskynið gæti hafa breyst.“Myrkvi er málið Anna Brynja er hrifin af vel humluðum bjórum í dag en bestur finnst henni Myrkvi frá Borg. „Ég er afskaplega hrifin af porterbjórum og þetta árið hefur Myrkvi verið í uppáhaldi en eftir ár verður það örugglega einhver annar. Ég hef aldrei verið sætindagrís fyrr en ég smakkaði Myrkva, ég er kaffisjúk og Myrkvi er kaffi, dökkt súkkulaði og karamella. Þegar ég fer út að borða þá fæ ég mér porter-bjór í staðinn fyrir eftirrétt, það er mín „guilty pleasure“ eða forboðna freisting,“ segir hún og hlær.Allir eiga sinn bjór Af þeim jólabjórum sem Anna Brynja er búin að smakka þetta árið segir hún Jólagull hafa komið mest á óvart. „Þetta er einhver allt önnur uppskrift en í fyrra og hitteðfyrra. Jólagull er létt og ferskt öl með belgísku ölgeri og appelsínuberki og þetta er eiginlega bara jól í glasi. Svo finnst mér jólabjórarnir frá Gæðingi og Kalda alltaf vera skotheldir. Annars finnst mér skemmtilegt að smakka árstíðabundnu bjórana, jóla- og páskabjóra, því þá er verið að hugsa út fyrir kassann og bruggmeistararnir reyna eitthvað nýtt. Mér finnst stemningin sem skapast í kringum jólabjórinn vera hátíðleg, það er meira lagt í hann og þetta er nokkurs konar veisla fyrir bragðlaukana.“ Anna Brynja vill meina að þeir sem segjast ekki drekka bjór hafi ekki fundið sína týpu. „Þetta er eins og með sálufélagana, það er einhver þarna úti sem hentar hverjum og einum, það tekur bara mislangan tíma fyrir okkur að finna hann,“ segir hún sposk á svip. Jólamatur Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira
Áhugi Önnu Brynju Baldursdóttur, blaðakonu á Nýju Lífi og leikkonu, á bjór hefur farið vaxandi undanfarin ár. Hún reynir að taka jólabjórasmakk á hverju ári. „Ég reyni að minnsta kosti að smakka þá íslensku en mér finnst öll íslensku örbrugghúsin hafa staðið sig vel undanfarin ár. Ég hef ekki verið nógu dugleg að kaupa mér erlenda bjóra en ég er spennt að smakka Hoppy Christmas frá Brew Dog en ég er mjög hrifin af bjórunum frá þeim,“ segir Anna Brynja og brosir.Bragðlaukarnir þróast Anna Brynja komst á bjórbragðið þegar hún var ráðin sem leikkona í Gestastofu Ölgerðarinnar árið 2009 en á þeim tíma var að sögn Önnu Brynju ráðið inn fólk þar sem gat lesið ólíka hópa og spunnið út frá aðstæðum. „Bjórskólinn er á þeirra vegum og á þessum tíma vissi ég lítið um bjór en ég hef unnið þar aðra hverja helgi síðan þá. Það hefur aldeilis safnast í reynslubankann hjá mér og nú veit ég töluvert meira um bjór en ég gerði þá. Bjórsmekkur minn hefur líka breyst, þegar ég byrjaði var ég meira fyrir léttari bjór en í dag er ég hrifnari af bragðmeiri bjór. Bragðlaukarnir hafa breyst, ég veit ekki hvort það sé þroskamerki en ég held að því meira sem maður smakkar því meira breytast þeir. Það hefur að minnsta kosti alltaf verið talað um að maður eigi að prófa það sem manni þykir ekki gott seinna því bragðskynið gæti hafa breyst.“Myrkvi er málið Anna Brynja er hrifin af vel humluðum bjórum í dag en bestur finnst henni Myrkvi frá Borg. „Ég er afskaplega hrifin af porterbjórum og þetta árið hefur Myrkvi verið í uppáhaldi en eftir ár verður það örugglega einhver annar. Ég hef aldrei verið sætindagrís fyrr en ég smakkaði Myrkva, ég er kaffisjúk og Myrkvi er kaffi, dökkt súkkulaði og karamella. Þegar ég fer út að borða þá fæ ég mér porter-bjór í staðinn fyrir eftirrétt, það er mín „guilty pleasure“ eða forboðna freisting,“ segir hún og hlær.Allir eiga sinn bjór Af þeim jólabjórum sem Anna Brynja er búin að smakka þetta árið segir hún Jólagull hafa komið mest á óvart. „Þetta er einhver allt önnur uppskrift en í fyrra og hitteðfyrra. Jólagull er létt og ferskt öl með belgísku ölgeri og appelsínuberki og þetta er eiginlega bara jól í glasi. Svo finnst mér jólabjórarnir frá Gæðingi og Kalda alltaf vera skotheldir. Annars finnst mér skemmtilegt að smakka árstíðabundnu bjórana, jóla- og páskabjóra, því þá er verið að hugsa út fyrir kassann og bruggmeistararnir reyna eitthvað nýtt. Mér finnst stemningin sem skapast í kringum jólabjórinn vera hátíðleg, það er meira lagt í hann og þetta er nokkurs konar veisla fyrir bragðlaukana.“ Anna Brynja vill meina að þeir sem segjast ekki drekka bjór hafi ekki fundið sína týpu. „Þetta er eins og með sálufélagana, það er einhver þarna úti sem hentar hverjum og einum, það tekur bara mislangan tíma fyrir okkur að finna hann,“ segir hún sposk á svip.
Jólamatur Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira