Enn langt í land í allra bestu liðin Henry Birgir Gunnarsson í Herning skrifar 23. janúar 2014 08:30 Róbert Gunnarsson í baráttu við tvo danska leikmenn á línunni í gær. Strákarnir lentu í miklu basli með Jannick Green, frábæran markvörð Dana, í Herning í gær. fréttablaðið/daníel Strákarnir okkar voru teknir í bakaríið, 32-23, af stórkostlegu handboltaliði Dana í Boxen í Herning í gær. Eftir flotta spilamennsku framan af molnaði undan leik okkar manna sem síðan fengu vænan skell. Það var ljóst fyrir leikinn að hann yrði aðeins upp á stoltið. Sigur Austurríkis á Ungverjum í leiknum á undan gerði það að verkum að Ísland spilar um fimmta sætið í mótinu. Danir gátu leyft sér þann munað að byrja með Mikkel Hansen og Niklas Landin á bekknum. Danir eiga þó tvo góða menn í hverja stöðu þannig að fjarvera þeirra breytti engu. Mads Mensah leysti Hansen af hólmi og skoraði fjögur fyrstu mörk leiksins. Jannick Green var ótrúlegur í markinu og varði sextán skot í fyrri hálfleik eða tíu fleiri en kollegar hans á hinum enda gólfsins.Skytturnar skoruðu að vild Varnarleikur Íslands lungann úr fyrri hálfleik var nákvæmlega enginn. Það var ekkert stigið út í skytturnar sem skoruðu nánast að vild. Danir tóku hraða miðju hvað eftir annað, fóru upp og lúðruðu boltanum í markið. Sóknarleikur íslenska liðsins var aftur á móti mjög góður. Strákarnir áttu flott svör við framliggjandi vörn Dana. Komu sér í góð færi en nýttu færi sín alveg skelfilega. Ísland var fjórum mörkum undir í hálfleik, 17-13, þökk sé öllum glötuðu dauðafærunum, slakri vörn og lítilli markvörslu. Danir voru ekkert á því að slaka á klónni í síðari hálfleik. Það hefðu verið alger vörusvik við þá 14 þúsund áhorfendur sem héldu enn og aftur uppi frábærri stemningu í Boxinu. Strákarnir okkar voru ekki eins klókir að opna dönsku vörnina í síðari hálfleik og náðu á löngum kafla varla skoti á markið. Sóknarleikurinn varð pínlegur á kafla.Þjóðhátíð hjá Dönum Þegar síðari hálfleikur var tæplega hálfnaður var munurinn orðinn níu mörk, 26-19. Þá var Aroni landsliðsþjálfara nóg boðið og hann tók leikhlé. Það var aftur á móti þjóðhátíð hjá áhorfendum sem sungu ættjarðarsöngva og tóku „bylgjuna“ svo mínútum skipti. Leikhléið breytti engu, Danir héldu áfram að gleðja fólkið í stúkunni og unnu sanngjarnan stórsigur. Þó svo Ísland hafi staðið sig frábærlega á EM þá var þessi leikur hressileg áminning um hvað liðið á langt í þau allra bestu. Ísland er svo sannarlega á meðal bestu handknattleiksþjóða heimsins en í augnablikinu nokkrum skrefum á eftir þeim allra bestu. Ísland teflir líka fram ungu liði á þessu móti. Það er enginn Alexander, Arnór Atla og svo er Aron Pálmarsson að spila á hálfum hraða. Á móti kemur að við erum að eignast fleiri frambærilega handboltamenn, hópurinn er að stækka og Aron svo sannarlega á réttri leið með liðið. Að spila um fimmta sæti á EM eftir allt sem á undan er gengið er stórkostlegur árangur. EM 2014 karla Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Fleiri fréttir Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Sjá meira
Strákarnir okkar voru teknir í bakaríið, 32-23, af stórkostlegu handboltaliði Dana í Boxen í Herning í gær. Eftir flotta spilamennsku framan af molnaði undan leik okkar manna sem síðan fengu vænan skell. Það var ljóst fyrir leikinn að hann yrði aðeins upp á stoltið. Sigur Austurríkis á Ungverjum í leiknum á undan gerði það að verkum að Ísland spilar um fimmta sætið í mótinu. Danir gátu leyft sér þann munað að byrja með Mikkel Hansen og Niklas Landin á bekknum. Danir eiga þó tvo góða menn í hverja stöðu þannig að fjarvera þeirra breytti engu. Mads Mensah leysti Hansen af hólmi og skoraði fjögur fyrstu mörk leiksins. Jannick Green var ótrúlegur í markinu og varði sextán skot í fyrri hálfleik eða tíu fleiri en kollegar hans á hinum enda gólfsins.Skytturnar skoruðu að vild Varnarleikur Íslands lungann úr fyrri hálfleik var nákvæmlega enginn. Það var ekkert stigið út í skytturnar sem skoruðu nánast að vild. Danir tóku hraða miðju hvað eftir annað, fóru upp og lúðruðu boltanum í markið. Sóknarleikur íslenska liðsins var aftur á móti mjög góður. Strákarnir áttu flott svör við framliggjandi vörn Dana. Komu sér í góð færi en nýttu færi sín alveg skelfilega. Ísland var fjórum mörkum undir í hálfleik, 17-13, þökk sé öllum glötuðu dauðafærunum, slakri vörn og lítilli markvörslu. Danir voru ekkert á því að slaka á klónni í síðari hálfleik. Það hefðu verið alger vörusvik við þá 14 þúsund áhorfendur sem héldu enn og aftur uppi frábærri stemningu í Boxinu. Strákarnir okkar voru ekki eins klókir að opna dönsku vörnina í síðari hálfleik og náðu á löngum kafla varla skoti á markið. Sóknarleikurinn varð pínlegur á kafla.Þjóðhátíð hjá Dönum Þegar síðari hálfleikur var tæplega hálfnaður var munurinn orðinn níu mörk, 26-19. Þá var Aroni landsliðsþjálfara nóg boðið og hann tók leikhlé. Það var aftur á móti þjóðhátíð hjá áhorfendum sem sungu ættjarðarsöngva og tóku „bylgjuna“ svo mínútum skipti. Leikhléið breytti engu, Danir héldu áfram að gleðja fólkið í stúkunni og unnu sanngjarnan stórsigur. Þó svo Ísland hafi staðið sig frábærlega á EM þá var þessi leikur hressileg áminning um hvað liðið á langt í þau allra bestu. Ísland er svo sannarlega á meðal bestu handknattleiksþjóða heimsins en í augnablikinu nokkrum skrefum á eftir þeim allra bestu. Ísland teflir líka fram ungu liði á þessu móti. Það er enginn Alexander, Arnór Atla og svo er Aron Pálmarsson að spila á hálfum hraða. Á móti kemur að við erum að eignast fleiri frambærilega handboltamenn, hópurinn er að stækka og Aron svo sannarlega á réttri leið með liðið. Að spila um fimmta sæti á EM eftir allt sem á undan er gengið er stórkostlegur árangur.
EM 2014 karla Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Fleiri fréttir Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni