Stríðið í Flóa: Segir lóðaskjöl týnd en dóttir deiluaðila starfar hjá sýslumanni Jakob Bjarnar skrifar 10. desember 2014 11:06 Þeir sem nú stríða í Flóa. Brigslyrðin ganga á vixl og nú er búið að draga sýslumanninn á Selfossi inní deiluna. Óvenju illskeyttar nágrannaerjur, sem jafnvel má flokka sem stríð, geysa nú í Flóa milli ábúenda í Langholti 1 og 2. Þær snúast um lóðamörk og ganga ásakanir á víxl, meðal annars þess efnis að annar deiluaðili hafi reynt að aka yfir hinn á skurðgröfu. Lögreglan hefur ítrekað þurft að hafa afskipti af málinu. Fréttastofa hefur fjallað um málið og í fréttum Stöðvar 2 í gær var meðal annars rætt við Hreggvið Hallgrímsson Langholti 1, sem á sínum tíma skipti á Langholti 1 og 2 á sléttu, að sögn. Brigslyrðin ganga á víxl því Hallgrímur heldur því jafnframt fram að lóðaskjöl séu týnd hjá sýslumanni, en á skrifstofu sýslumanns starfi einmitt dóttir konunnar á Langholti 2, þeirrar sem Hreggviður nú deilir við. Hún hefur kært hann þrisvar fyrir manndrápstilraunir, að sögn Hreggviðs; kærur sem ríkissaksóknari hefur fellt niður jafnharðan. Og það var þá sem Gunnar Örn Jónsson settur sýslumaðurinn á Selfossi stökk uppúr sófasæti sínu í gærkvöldi og vill nú koma á framfæri eftirfarandi athugasemd: „Vegna fréttar í fréttatíma Stöðvar 2 í gærkvöldi um deilur milli ábúenda í Langholti 1 og 2 í Flóahreppi í Árnessýslu þykir embætti Sýslumannsins á Selfossi rétt að koma eftirfarandi á framfæri: Ávirðingum um að skjöl í þinglýsingadeild hafi glatast er alfarið vísað á bug. Embættið starfar að lögum og þess er vandlega gætt að hæfisskilyrðum þeirra er koma að máli sé fullnægt. Deiluaðilum hafa verið kynntar þær lögformlegu leiðir sem til eru, annarsvegar til að fá sett lögbann á framkvæmdir sem þeir telja ólögmætar og hinsvegar til að fá skorið úr um mörk landareigna fyrir dómstólum, en hafa að því er virðist kosið að nýta sér ekki þær leiðir. Embættið mun ekki tjá sig frekar um málið en áskilur sér þó rétt til þess að upplýsa um augljósar rangfærslur um málsmeðferð.“ Og undir þetta ritar sýslumaðurinn á Selfossi. Þarna er greinilega allt undir og ekki sér fyrir endann á þessari harðvítugu deilu. Nágrannadeilur Flóahreppur Nágrannadeilur í Flóahreppi Tengdar fréttir Segir nágranna hafa reynt að aka yfir sig á skurðgröfu Styrjöld geisar á tveimur nágrannabæjum í Flóa og lögreglan hefur ekki undan að sinna útköllum vegna málsins. 9. desember 2014 20:00 Illvígar nágrannadeilur í Flóahreppi Stór beltagrafa komin á staðinn til að brjóta niður grjóthleðslu. 8. desember 2014 20:12 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Sjá meira
Óvenju illskeyttar nágrannaerjur, sem jafnvel má flokka sem stríð, geysa nú í Flóa milli ábúenda í Langholti 1 og 2. Þær snúast um lóðamörk og ganga ásakanir á víxl, meðal annars þess efnis að annar deiluaðili hafi reynt að aka yfir hinn á skurðgröfu. Lögreglan hefur ítrekað þurft að hafa afskipti af málinu. Fréttastofa hefur fjallað um málið og í fréttum Stöðvar 2 í gær var meðal annars rætt við Hreggvið Hallgrímsson Langholti 1, sem á sínum tíma skipti á Langholti 1 og 2 á sléttu, að sögn. Brigslyrðin ganga á víxl því Hallgrímur heldur því jafnframt fram að lóðaskjöl séu týnd hjá sýslumanni, en á skrifstofu sýslumanns starfi einmitt dóttir konunnar á Langholti 2, þeirrar sem Hreggviður nú deilir við. Hún hefur kært hann þrisvar fyrir manndrápstilraunir, að sögn Hreggviðs; kærur sem ríkissaksóknari hefur fellt niður jafnharðan. Og það var þá sem Gunnar Örn Jónsson settur sýslumaðurinn á Selfossi stökk uppúr sófasæti sínu í gærkvöldi og vill nú koma á framfæri eftirfarandi athugasemd: „Vegna fréttar í fréttatíma Stöðvar 2 í gærkvöldi um deilur milli ábúenda í Langholti 1 og 2 í Flóahreppi í Árnessýslu þykir embætti Sýslumannsins á Selfossi rétt að koma eftirfarandi á framfæri: Ávirðingum um að skjöl í þinglýsingadeild hafi glatast er alfarið vísað á bug. Embættið starfar að lögum og þess er vandlega gætt að hæfisskilyrðum þeirra er koma að máli sé fullnægt. Deiluaðilum hafa verið kynntar þær lögformlegu leiðir sem til eru, annarsvegar til að fá sett lögbann á framkvæmdir sem þeir telja ólögmætar og hinsvegar til að fá skorið úr um mörk landareigna fyrir dómstólum, en hafa að því er virðist kosið að nýta sér ekki þær leiðir. Embættið mun ekki tjá sig frekar um málið en áskilur sér þó rétt til þess að upplýsa um augljósar rangfærslur um málsmeðferð.“ Og undir þetta ritar sýslumaðurinn á Selfossi. Þarna er greinilega allt undir og ekki sér fyrir endann á þessari harðvítugu deilu.
Nágrannadeilur Flóahreppur Nágrannadeilur í Flóahreppi Tengdar fréttir Segir nágranna hafa reynt að aka yfir sig á skurðgröfu Styrjöld geisar á tveimur nágrannabæjum í Flóa og lögreglan hefur ekki undan að sinna útköllum vegna málsins. 9. desember 2014 20:00 Illvígar nágrannadeilur í Flóahreppi Stór beltagrafa komin á staðinn til að brjóta niður grjóthleðslu. 8. desember 2014 20:12 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Sjá meira
Segir nágranna hafa reynt að aka yfir sig á skurðgröfu Styrjöld geisar á tveimur nágrannabæjum í Flóa og lögreglan hefur ekki undan að sinna útköllum vegna málsins. 9. desember 2014 20:00
Illvígar nágrannadeilur í Flóahreppi Stór beltagrafa komin á staðinn til að brjóta niður grjóthleðslu. 8. desember 2014 20:12