Sátu föst í blindbyl í klukkutíma Samúel Karl Ólason skrifar 10. desember 2014 23:09 "Okkur var þó orðið svolítið kalt og við stelpurnar í hlandspreng,“ segir Ingibjörg Reynisdóttir. Vísir/Loftmyndir Þau Stefán Máni, Ingibjörg Reynisdóttir, Þorgrímur Þráinsson, Soffía Bjarnadóttir og Jón Gnarr lentu í hrakförum á sunnanverðu Snæfellsnesi í kvöld, þegar þau keyrðu út af veginum við félagsheimilið Breiðablik. Þar sátu þau föst í klukkustund á meðan bóndi á nærliggjandi sveitabæ kom á dráttavél og dró þau upp á veginn aftur. „Við sáum ekki á milli stika og fórum bara útaf. Það var blindbylur og mannvonskuveður og við sáum ekki út. Bíllinn endaði bara utanvegar og við þurftum að dúsa þar í klukkutíma. Þá kom bóndi á traktor og hann náði að draga okkur upp,“ segir Ingibjörg í samtali við Vísi. Þau hringdu á nærliggjandi sveitabæ og fengu bónda þar til að koma þeim til hjálpar. „Við fengum vitlausa staðsetningu á staðsetningatæki sem Jón var með og við gáfum honum upp vitlausan stað, svo hann fór í öfuga átt.“ Heimamenn sem þarna voru á ferðinni stoppuðu hjá þeim og bentu þeim á hvar þau væru og sneri bóndinn við. Rithöfundarnir fimm voru á leið vestur í Ólafsvík til að taka þátt í upplestrarkvöldi sem tíundi bekkur Grunnskóla Snæfellsbæjar heldur árlega. „Við vorum að velta fyrir okkur þar sem við vorum orðin rúmum hálftíma of sein á upplesturinn, að hætta við og snúa við, en við ákváðum að klára þetta,“ segir Ingibjörg. „Jón hélt okkur uppi með gamansögum og við reyndum að gera gott úr þessu.“ Aðspurð hver hafi verið svo heppinn að fá að ferja hópinn vel skipaða vestur segir Ingibjörg að Stefán Máni og Þorgrímur hafi skipst á að aka. „Og hönd guðs sá um stýrið.“Minnst sem fólkið sem dó með Jóni Gnarr Á upplestrarkvöldinu sagðist Jón Gnarr hafa nefnt það á leiðinni að ef þau væru í Bandaríkjunum væri búið að loka öllum vegum, lýsa yfir neyðarástandi og forsetinn kominn í öruggt skjól. Allt fór þetta þó vel og hlaut enginn mein af. „Okkur var þó orðið svolítið kalt og við stelpurnar í hlandspreng,“ segir Ingibjörg. „Þetta gekk sem betur fer allt vel.“ Rithöfundarnir eru enn í Ólafsvík þar sem þau fóru í kaffiboð til foreldra Stefáns Mána, en hann og Þorgrímur Þráinsson eru frá Ólafsvík. Eftir það verður lagt af stað aftur í bæinn. Fyrr í dag skrifaði Ingibjörg á Facebook síðu sína að hún væri að fara vestur með flottu föruneyti. Þá sagði hún að gott væri að vera með keðjur, reipi og skóflu í skottinu. Við það skrifaði Stefán Máni: „Við munum öll deyja, mig dreymdi það í nótt. Verst að Jón Gnarr fær mestu umfjöllunina í kjölfarið. Við hin verðum bara fólkið sem dó með honum. Það er sorglegast.“ Sem betur fer rættist sá draumur þó ekki.Uppfært klukkan 12:20 Hópurinn snæddi jólamat hjá foreldrum Stefáns Mána og gerði svo aðra tilraun til borgarferðar upp úr miðnætti í svartmyrkri en betri færð. Post by Ingibjörg Reynisdóttir. Post by Ingibjörg Reynisdóttir. Veður Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Þau Stefán Máni, Ingibjörg Reynisdóttir, Þorgrímur Þráinsson, Soffía Bjarnadóttir og Jón Gnarr lentu í hrakförum á sunnanverðu Snæfellsnesi í kvöld, þegar þau keyrðu út af veginum við félagsheimilið Breiðablik. Þar sátu þau föst í klukkustund á meðan bóndi á nærliggjandi sveitabæ kom á dráttavél og dró þau upp á veginn aftur. „Við sáum ekki á milli stika og fórum bara útaf. Það var blindbylur og mannvonskuveður og við sáum ekki út. Bíllinn endaði bara utanvegar og við þurftum að dúsa þar í klukkutíma. Þá kom bóndi á traktor og hann náði að draga okkur upp,“ segir Ingibjörg í samtali við Vísi. Þau hringdu á nærliggjandi sveitabæ og fengu bónda þar til að koma þeim til hjálpar. „Við fengum vitlausa staðsetningu á staðsetningatæki sem Jón var með og við gáfum honum upp vitlausan stað, svo hann fór í öfuga átt.“ Heimamenn sem þarna voru á ferðinni stoppuðu hjá þeim og bentu þeim á hvar þau væru og sneri bóndinn við. Rithöfundarnir fimm voru á leið vestur í Ólafsvík til að taka þátt í upplestrarkvöldi sem tíundi bekkur Grunnskóla Snæfellsbæjar heldur árlega. „Við vorum að velta fyrir okkur þar sem við vorum orðin rúmum hálftíma of sein á upplesturinn, að hætta við og snúa við, en við ákváðum að klára þetta,“ segir Ingibjörg. „Jón hélt okkur uppi með gamansögum og við reyndum að gera gott úr þessu.“ Aðspurð hver hafi verið svo heppinn að fá að ferja hópinn vel skipaða vestur segir Ingibjörg að Stefán Máni og Þorgrímur hafi skipst á að aka. „Og hönd guðs sá um stýrið.“Minnst sem fólkið sem dó með Jóni Gnarr Á upplestrarkvöldinu sagðist Jón Gnarr hafa nefnt það á leiðinni að ef þau væru í Bandaríkjunum væri búið að loka öllum vegum, lýsa yfir neyðarástandi og forsetinn kominn í öruggt skjól. Allt fór þetta þó vel og hlaut enginn mein af. „Okkur var þó orðið svolítið kalt og við stelpurnar í hlandspreng,“ segir Ingibjörg. „Þetta gekk sem betur fer allt vel.“ Rithöfundarnir eru enn í Ólafsvík þar sem þau fóru í kaffiboð til foreldra Stefáns Mána, en hann og Þorgrímur Þráinsson eru frá Ólafsvík. Eftir það verður lagt af stað aftur í bæinn. Fyrr í dag skrifaði Ingibjörg á Facebook síðu sína að hún væri að fara vestur með flottu föruneyti. Þá sagði hún að gott væri að vera með keðjur, reipi og skóflu í skottinu. Við það skrifaði Stefán Máni: „Við munum öll deyja, mig dreymdi það í nótt. Verst að Jón Gnarr fær mestu umfjöllunina í kjölfarið. Við hin verðum bara fólkið sem dó með honum. Það er sorglegast.“ Sem betur fer rættist sá draumur þó ekki.Uppfært klukkan 12:20 Hópurinn snæddi jólamat hjá foreldrum Stefáns Mána og gerði svo aðra tilraun til borgarferðar upp úr miðnætti í svartmyrkri en betri færð. Post by Ingibjörg Reynisdóttir. Post by Ingibjörg Reynisdóttir.
Veður Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira