Leggja til að hefndarklám verði refsivert Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. desember 2014 16:41 Hefndarklám er það þegar að myndum eða myndskeiðum er dreift eða þau birt án leyfis þess sem þar er. Vísir/Getty Þingmenn Bjartrar framtíðar hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingar á hegningarlögum. Í frumvarpinu er lagt til að hefndarklám verði gert refsivert. Hefndarklám er það þegar að myndum eða myndskeiðum er dreift eða þau birt án leyfis þess sem þar er. Er dreifingin og/eða birtingin til þess fallin að valda þeim sem er á myndunum eða í myndskeiðunum vanlíðan eða tjóni eða er lítilsvirðandi fyrir hann, eins og það er orðað í greinargerðinni. Nektarmyndum og kynferðislegum myndum og/eða myndskeiðum er gjarnan dreift í þessum tilgangi. Stundum er myndefni af þessum toga jafnvel dreift í hefndarskyni í kjölfar þess að ástarsambandi lýkur en einnig er myndefni dreift sem einstaklingur hefur sent sjálfur og ekki talið að myndi fara neitt áfram. Mikil umræða hefur skapast um dreifingu nektarmynda á netinu upp á síðkastið. Til að mynda vakti mál Tinnu Ingólfsdóttur mikla athygli en nektarmyndum, sem hún hafði sent af sér til tveggja manna sem hún taldi vini sína, var dreift um netið. Pistill hennar, Ert þú ekki þessi stelpa?, fjallaði um reynslu hennar í kjölfar þess að hafa sem ung stúlka sent nektarmyndir af sér sem síðan fóru í dreifingu. Málið tók verulega á Tinnu bæði á líkama og sál og hafði alvarlegar afleiðingar í för með sér. Lokaði hún sig af félagslega og átti erfitt uppdráttar í grunnskóla. „Ég var kölluð druslan,“ sagði hún í viðtali í Íslandi í dag sem gestir málþingsins horfðu á í dag. Tinna lést þann 21.maí síðastliðinn en móðir hennar heldur baráttunni áfram. Frumvarpið var lagt fram á Alþingi í dag en til að það verði að lögum þarf það að fara í gegnum 3 umræður auk þess sem það fer til umræðu hjá þingnefnd. Vísir greindi frá því í haust að tölfræði frá síðasta vetri gefi þingmönnum ekki ástæðu til að vera bjartsýnir á að mál þeirra nái fram að ganga; af þeim 172 frumvörpum sem lögðu voru fram voru 91 samþykkt sem lög. Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent „Mál að linni“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Þingmenn Bjartrar framtíðar hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingar á hegningarlögum. Í frumvarpinu er lagt til að hefndarklám verði gert refsivert. Hefndarklám er það þegar að myndum eða myndskeiðum er dreift eða þau birt án leyfis þess sem þar er. Er dreifingin og/eða birtingin til þess fallin að valda þeim sem er á myndunum eða í myndskeiðunum vanlíðan eða tjóni eða er lítilsvirðandi fyrir hann, eins og það er orðað í greinargerðinni. Nektarmyndum og kynferðislegum myndum og/eða myndskeiðum er gjarnan dreift í þessum tilgangi. Stundum er myndefni af þessum toga jafnvel dreift í hefndarskyni í kjölfar þess að ástarsambandi lýkur en einnig er myndefni dreift sem einstaklingur hefur sent sjálfur og ekki talið að myndi fara neitt áfram. Mikil umræða hefur skapast um dreifingu nektarmynda á netinu upp á síðkastið. Til að mynda vakti mál Tinnu Ingólfsdóttur mikla athygli en nektarmyndum, sem hún hafði sent af sér til tveggja manna sem hún taldi vini sína, var dreift um netið. Pistill hennar, Ert þú ekki þessi stelpa?, fjallaði um reynslu hennar í kjölfar þess að hafa sem ung stúlka sent nektarmyndir af sér sem síðan fóru í dreifingu. Málið tók verulega á Tinnu bæði á líkama og sál og hafði alvarlegar afleiðingar í för með sér. Lokaði hún sig af félagslega og átti erfitt uppdráttar í grunnskóla. „Ég var kölluð druslan,“ sagði hún í viðtali í Íslandi í dag sem gestir málþingsins horfðu á í dag. Tinna lést þann 21.maí síðastliðinn en móðir hennar heldur baráttunni áfram. Frumvarpið var lagt fram á Alþingi í dag en til að það verði að lögum þarf það að fara í gegnum 3 umræður auk þess sem það fer til umræðu hjá þingnefnd. Vísir greindi frá því í haust að tölfræði frá síðasta vetri gefi þingmönnum ekki ástæðu til að vera bjartsýnir á að mál þeirra nái fram að ganga; af þeim 172 frumvörpum sem lögðu voru fram voru 91 samþykkt sem lög.
Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent „Mál að linni“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira