Býst við um 50.000 gestum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 5. nóvember 2014 15:22 Hátíðargestir (t.v.) og Grímur Atlason visir/arnþór/aðsent Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves hefst í dag og stendur fram á sunnudag. Hátíðin fór fyrst fram í flugskýli númer fjögur á Reykjavíkurflugvelli árið 1999. Síðan þá hefur hátíðinni vaxið fiskur um hrygg og er nú haldin í sextánda skipti í tólf tónleikasölum víðsvegar um borgina. Séu svokallaðir „off-venue“ staðir teknir með í reikninginn slagar heildarfjöldinn hátt upp í sjötíu staði. Grímur Atlason, skipuleggjandi hátíðarinnar, segir í samtali við Vísi að miðar á hátíðina hafi selst upp fyrir um mánuði. Alls hefðu rúmir 9.000 miðar verið í boði og þar af hefðu í kringum 5.000 verið keyptir af útlendingum. Miðarnir hefðu klárast aðeins síðar en í fyrra en jafnframt voru fleiri miðar í sölu nú en þá. Að auki býst hann við því að um 50.000 manns mæti á off-venue tónleika en heftur enga hugmynd hvaðan þeir koma. Alls munu 63 flytjendur koma fram á hátíðinni auk fjölmargra sem leika off-venue. Meðal erlendra gesta sem spila um helgina má nefna hinn breska East India Youth, sem tilnefndur var til Mercury-verðlaunanna nú í ár, bandarísku sveitirnar The War on Drugs og Future Islands sem báðar eru ofarlega á listum gagnrýnenda yfir bestu plötur ársins og svo mætti lengi telja. „Ég sá um að bóka hljómsveitirnar og langar því að sjá þær allar. Hins vegar verð ég á þeytingi um allan bæ og næ því ekki að sjá neitt almennilega. En ég ætla klárlega að sjá The War on Drugs og Flaming Lips í Vodafone-höllinni, síðustu tónleikum The Knife má enginn missa af sem og Grísalappalísa ásamt Megasi. Einnig Ásgeir Trausti, Lizard Wizard, FM Belfast, listinn er í raun endalaus,“ segir Grímur. Enn fremur bætir hann við að í grunninn þá sé Airwaves tónlistarhátíð og það eru engin geimvísindi á bak við slíkar. Allt sem þú þarft séu tónleikastaðir, góð hljóðkerfi, hljómsveitir til að spila tónlist og gestir til að hlýða á þær. Sé það er allt í standi þá mun hátíðin fara vel og allir skemmta sér. Upplýsingar um hljómsveitir sem fram koma og tónleikastaði má finna á heimasíðu hátíðarinnar og í opinberu appi hátíðarinnar fyrir snjallsíma. Airwaves Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Sjá meira
Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves hefst í dag og stendur fram á sunnudag. Hátíðin fór fyrst fram í flugskýli númer fjögur á Reykjavíkurflugvelli árið 1999. Síðan þá hefur hátíðinni vaxið fiskur um hrygg og er nú haldin í sextánda skipti í tólf tónleikasölum víðsvegar um borgina. Séu svokallaðir „off-venue“ staðir teknir með í reikninginn slagar heildarfjöldinn hátt upp í sjötíu staði. Grímur Atlason, skipuleggjandi hátíðarinnar, segir í samtali við Vísi að miðar á hátíðina hafi selst upp fyrir um mánuði. Alls hefðu rúmir 9.000 miðar verið í boði og þar af hefðu í kringum 5.000 verið keyptir af útlendingum. Miðarnir hefðu klárast aðeins síðar en í fyrra en jafnframt voru fleiri miðar í sölu nú en þá. Að auki býst hann við því að um 50.000 manns mæti á off-venue tónleika en heftur enga hugmynd hvaðan þeir koma. Alls munu 63 flytjendur koma fram á hátíðinni auk fjölmargra sem leika off-venue. Meðal erlendra gesta sem spila um helgina má nefna hinn breska East India Youth, sem tilnefndur var til Mercury-verðlaunanna nú í ár, bandarísku sveitirnar The War on Drugs og Future Islands sem báðar eru ofarlega á listum gagnrýnenda yfir bestu plötur ársins og svo mætti lengi telja. „Ég sá um að bóka hljómsveitirnar og langar því að sjá þær allar. Hins vegar verð ég á þeytingi um allan bæ og næ því ekki að sjá neitt almennilega. En ég ætla klárlega að sjá The War on Drugs og Flaming Lips í Vodafone-höllinni, síðustu tónleikum The Knife má enginn missa af sem og Grísalappalísa ásamt Megasi. Einnig Ásgeir Trausti, Lizard Wizard, FM Belfast, listinn er í raun endalaus,“ segir Grímur. Enn fremur bætir hann við að í grunninn þá sé Airwaves tónlistarhátíð og það eru engin geimvísindi á bak við slíkar. Allt sem þú þarft séu tónleikastaðir, góð hljóðkerfi, hljómsveitir til að spila tónlist og gestir til að hlýða á þær. Sé það er allt í standi þá mun hátíðin fara vel og allir skemmta sér. Upplýsingar um hljómsveitir sem fram koma og tónleikastaði má finna á heimasíðu hátíðarinnar og í opinberu appi hátíðarinnar fyrir snjallsíma.
Airwaves Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Sjá meira