Kolbeinn: Tek gagnrýnina ekki inn á mig Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Riga skrifar 9. október 2014 14:00 Kolbeinn Sigþórsson hvíldi á æfingum íslenska landsliðsins í gær vegna smávægilegra hnémeiðsla. Vísir/Valli Kolbeinn Sigþórsson, leikmaður Ajax og íslenska landsliðsins, lætur gagnrýni í Hollandi ekki hafa áhrif á sig. Kolbeinn er nú þegar orðinn einn markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi þó svo að hann sé ungur að árum. Hann vantar aðeins eitt mark til að jafna árangur Ríkharðs Jónssonar sem átti markamet íslenska landsliðsins í 45 ár þar til Eiður Smári Guðjohnsen bætti það árið 2007. Þrátt fyrir frábæran árangur með íslenska landsliðinu hefur Kolbeinn ekki enn náð að skora fyrir Ajax í Evrópukeppnum. Hann hefur spilað í rúmar þúsund mínútur án þess að skora mark. „Ég tek þetta ekki inn á mig,“ segir Kolbeinn um gagnrýnina sem hann hefur fengið fyrir markaþurrðina. „Það eru miklar væntingar hjá stóru félagi eins og Ajax. Þegar maður skorar ekki fær maður bara að heyra það.“ „Ég er vanur því. Ég fór í gegnum erfitt tímabil í fyrra þar sem ég hefði gjarnan viljað skora meira. En ég er mjög ánægður hjá Ajax og líður vel í Hollandi.“Kolbeinn ræðir við aðstoðardómara í leik með Ajax.Vísir/AFPKolbeinn sagði eftir að síðasta keppnistímabili lauk að hann vildi reyna fyrir sér utan Hollands og hann var orðaður við nokkur lið, til að mynda í Englandi. En ekkert varð af félagaskiptunum. „Það voru ekki vonbrigði. Ég fann mig vel hjá Ajax í lok gluggans og ákvað að vera áfram í allavega eitt ár í viðbót. Það kemur svo í ljós hvað gerist næsta sumar.“ Spurður hvort hann telji sig þurfa að fara frá Hollandi til að halda áfram að bæta sig telur Kolbeinn að hann geti gert það hjá Ajax. „Ég er hjá góðu liði í dag en var lengi frá vegna meiðsla fyrstu árin mín í Hollandi. Á síðasta tímabili var ég þar að auki að koma til baka eftir erfið meiðsli og náði ekki mínu besta fram.“ „Ég býst við miklu af sjálfum mér og finn að ég er aftur að kmoast í mitt besta form. Ég hef fulla trú á því að þá fari mörkin að koma hjá mér.“ Hann segist hafa verið nálægt því að ganga til liðs við QPR í Englandi í sumar en hann var sterklega orðaður við félagið. „En það er liðin tíð og ég er ekkert að pæla í því núna. Ég einbeiti mér þess í stað að standa mig vel hjá Ajax.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Sjáið þrennuna hans Kolbeins Kolbeinn Sigþórsson fór á kostum með liði sínu Ajax í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær sem lagði NAC Breda 5-2. Kolbeinn skoraði þrennu í leiknum. 28. september 2014 20:30 Kolbeinn áfram hjá Ajax - framlengdi til 2016 Kolbeinn Sigþórsson verður áfram hjá hollenska liðinu Ajax en íslenski landsliðsframherjinn hefur framlengt samning sinn um eitt ár samkvæmt heimildum Íþróttadeildar 365. 28. ágúst 2014 18:49 Kolbeinn: Redknapp var áhugasamur um að fá mig Landsliðsframherjinn kaus að vera áfram hjá Ajax og telur sig fá meiri spiltíma núna. 2. september 2014 20:20 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson, leikmaður Ajax og íslenska landsliðsins, lætur gagnrýni í Hollandi ekki hafa áhrif á sig. Kolbeinn er nú þegar orðinn einn markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi þó svo að hann sé ungur að árum. Hann vantar aðeins eitt mark til að jafna árangur Ríkharðs Jónssonar sem átti markamet íslenska landsliðsins í 45 ár þar til Eiður Smári Guðjohnsen bætti það árið 2007. Þrátt fyrir frábæran árangur með íslenska landsliðinu hefur Kolbeinn ekki enn náð að skora fyrir Ajax í Evrópukeppnum. Hann hefur spilað í rúmar þúsund mínútur án þess að skora mark. „Ég tek þetta ekki inn á mig,“ segir Kolbeinn um gagnrýnina sem hann hefur fengið fyrir markaþurrðina. „Það eru miklar væntingar hjá stóru félagi eins og Ajax. Þegar maður skorar ekki fær maður bara að heyra það.“ „Ég er vanur því. Ég fór í gegnum erfitt tímabil í fyrra þar sem ég hefði gjarnan viljað skora meira. En ég er mjög ánægður hjá Ajax og líður vel í Hollandi.“Kolbeinn ræðir við aðstoðardómara í leik með Ajax.Vísir/AFPKolbeinn sagði eftir að síðasta keppnistímabili lauk að hann vildi reyna fyrir sér utan Hollands og hann var orðaður við nokkur lið, til að mynda í Englandi. En ekkert varð af félagaskiptunum. „Það voru ekki vonbrigði. Ég fann mig vel hjá Ajax í lok gluggans og ákvað að vera áfram í allavega eitt ár í viðbót. Það kemur svo í ljós hvað gerist næsta sumar.“ Spurður hvort hann telji sig þurfa að fara frá Hollandi til að halda áfram að bæta sig telur Kolbeinn að hann geti gert það hjá Ajax. „Ég er hjá góðu liði í dag en var lengi frá vegna meiðsla fyrstu árin mín í Hollandi. Á síðasta tímabili var ég þar að auki að koma til baka eftir erfið meiðsli og náði ekki mínu besta fram.“ „Ég býst við miklu af sjálfum mér og finn að ég er aftur að kmoast í mitt besta form. Ég hef fulla trú á því að þá fari mörkin að koma hjá mér.“ Hann segist hafa verið nálægt því að ganga til liðs við QPR í Englandi í sumar en hann var sterklega orðaður við félagið. „En það er liðin tíð og ég er ekkert að pæla í því núna. Ég einbeiti mér þess í stað að standa mig vel hjá Ajax.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Sjáið þrennuna hans Kolbeins Kolbeinn Sigþórsson fór á kostum með liði sínu Ajax í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær sem lagði NAC Breda 5-2. Kolbeinn skoraði þrennu í leiknum. 28. september 2014 20:30 Kolbeinn áfram hjá Ajax - framlengdi til 2016 Kolbeinn Sigþórsson verður áfram hjá hollenska liðinu Ajax en íslenski landsliðsframherjinn hefur framlengt samning sinn um eitt ár samkvæmt heimildum Íþróttadeildar 365. 28. ágúst 2014 18:49 Kolbeinn: Redknapp var áhugasamur um að fá mig Landsliðsframherjinn kaus að vera áfram hjá Ajax og telur sig fá meiri spiltíma núna. 2. september 2014 20:20 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Sjá meira
Sjáið þrennuna hans Kolbeins Kolbeinn Sigþórsson fór á kostum með liði sínu Ajax í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær sem lagði NAC Breda 5-2. Kolbeinn skoraði þrennu í leiknum. 28. september 2014 20:30
Kolbeinn áfram hjá Ajax - framlengdi til 2016 Kolbeinn Sigþórsson verður áfram hjá hollenska liðinu Ajax en íslenski landsliðsframherjinn hefur framlengt samning sinn um eitt ár samkvæmt heimildum Íþróttadeildar 365. 28. ágúst 2014 18:49
Kolbeinn: Redknapp var áhugasamur um að fá mig Landsliðsframherjinn kaus að vera áfram hjá Ajax og telur sig fá meiri spiltíma núna. 2. september 2014 20:20