Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 20-23 | Valskonur í úrslit Guðmundur Tómas Sigfússon í Vestmannaeyjum skrifar 1. maí 2014 00:01 Vísir/Valli Valskonur eru komnar í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn á móti Stjörnunni eftir þriggja marka sigur á ÍBV, 23-20, í Vestmannaeyjum í kvöld. Valur vann einvígið 3-1. Eins og oft áður hófst leikurinn af miklum krafti og var jafnt á flestum tölum í fyrri hálfleik. Eyjakonur virtust alltaf vera skrefinu framar en Valskonur og leiddu leikinn. Telma Amado og Vera Lopes náðu einstaklega vel saman og áttu stóran þátt í flestum mörkum Eyjastúlkna í upphafi leiks. Valsstúlkur skoruðu þrjú mörk í röð en þá tóku heimakonur við sér og svöruðu einnig með þriggja marka kafla þar sem Vera Lopes var fremst í flokki. Seinustu sjö mínútur fyrri hálfleiks voru algjörlega eign gestanna sem settu hvert markið á fætur öðru og fengu ekki á sig mark. Þá varði Berglind Íris þrjú skot á þeim kafla sem að komu henni í gang. Í hálfleik var staðan 11-13 en fátt virtist benda til þess að gestirnir myndu valta yfir heimastúlkur. Sú varð samt sem áður raunin en þær tóku leikinn yfir, í seinni hálfleik. Eftir tæpan fimmtán mínútna leik í síðari hálfleik höfðu Valskonur skorað fjögur mörk gegn einu frá heimakonum. Hrafnhildur Ósk Skúladóttir var drjúg á þeim kafla en ef hún skoraði ekki þá var hún að spila boltann á liðsfélaga sína. Mikil stemning var á leiknum en stuðningsmannasveit heimamanna, Hvítu Riddararnir létu einstaklega vel í sér heyra. Valsmenn fylltu rútu af stuðningsmönnum á leið til Eyja og skilaði það sér í góðum stuðningi áhorfenda. Eyjakonur náðu að saxa á forskot gestanna en Valskonur vitust hafa reynsluna og úthaldið til þess að klára leikinn og tryggja sér eins og áður segir, þriggja marka sigur og koma sér um leið í úrslitaeinvígið þar sem þær mæta Stjörnustúlkum.Stefán: Heilt yfir mjög gott „Við vorum með frábæra markvörslu og varnarleik. Sóknarleikurinn var nokkuð vel smurður í dag, heilt yfir var þetta mjög gott,“ sagði Stefán Arnarson, þjálfari Valskvenna, eftir þægilegan sigur sinna stúlkna í dag. „Fólk verður að átta sig á því að það munaði einungis tveimur stigum á liðunum í deildinni, þeir sem sögðu að Valur ætti að rúlla þessu upp eru bara menn sem æfa kúluvarp en kasta í spjótkasti.“ „Ég er mjög ánægður, við erum að fara í úrslit í fjórða skiptið á fimm síðustu árum. Það er frábær árangur,“ sagði Stefán Arnarson að lokum en hann hlakkar til leikjanna gegn Stjörnustúlkum í úrslitum.Jón: Valur og Stjarnan tvö bestu liðin „Við klikkuðum á dauðafærum trekk í trekk, við erum að koma okkur í færi, spila frábæra vörn og fá góða markvörslu en það sem skilur að er að við erum að klára færin illa,“ sagði Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari Eyjakvenna, eftir að Valsstúlkur tryggði sér sigur í einvíginu gegn ÍBV. „Í dag eru Valur og Stjarnan tvö bestu liðin og komast verðskuldað í úrslit. Liðin eru með tvo flotta þjálfara. Við gáfum þessu samt sem áður hörkuleiki.“ „Sóknarleikurinn verður okkur ekki að falli vegna þess að við erum að koma okkur í færi en við erum ekki að klára þau,“ sagði Jón Gunnlaugur sem bætti svo við að hann væri gríðarlega stoltur af sínum stelpum. Olís-deild kvenna Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sjá meira
Valskonur eru komnar í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn á móti Stjörnunni eftir þriggja marka sigur á ÍBV, 23-20, í Vestmannaeyjum í kvöld. Valur vann einvígið 3-1. Eins og oft áður hófst leikurinn af miklum krafti og var jafnt á flestum tölum í fyrri hálfleik. Eyjakonur virtust alltaf vera skrefinu framar en Valskonur og leiddu leikinn. Telma Amado og Vera Lopes náðu einstaklega vel saman og áttu stóran þátt í flestum mörkum Eyjastúlkna í upphafi leiks. Valsstúlkur skoruðu þrjú mörk í röð en þá tóku heimakonur við sér og svöruðu einnig með þriggja marka kafla þar sem Vera Lopes var fremst í flokki. Seinustu sjö mínútur fyrri hálfleiks voru algjörlega eign gestanna sem settu hvert markið á fætur öðru og fengu ekki á sig mark. Þá varði Berglind Íris þrjú skot á þeim kafla sem að komu henni í gang. Í hálfleik var staðan 11-13 en fátt virtist benda til þess að gestirnir myndu valta yfir heimastúlkur. Sú varð samt sem áður raunin en þær tóku leikinn yfir, í seinni hálfleik. Eftir tæpan fimmtán mínútna leik í síðari hálfleik höfðu Valskonur skorað fjögur mörk gegn einu frá heimakonum. Hrafnhildur Ósk Skúladóttir var drjúg á þeim kafla en ef hún skoraði ekki þá var hún að spila boltann á liðsfélaga sína. Mikil stemning var á leiknum en stuðningsmannasveit heimamanna, Hvítu Riddararnir létu einstaklega vel í sér heyra. Valsmenn fylltu rútu af stuðningsmönnum á leið til Eyja og skilaði það sér í góðum stuðningi áhorfenda. Eyjakonur náðu að saxa á forskot gestanna en Valskonur vitust hafa reynsluna og úthaldið til þess að klára leikinn og tryggja sér eins og áður segir, þriggja marka sigur og koma sér um leið í úrslitaeinvígið þar sem þær mæta Stjörnustúlkum.Stefán: Heilt yfir mjög gott „Við vorum með frábæra markvörslu og varnarleik. Sóknarleikurinn var nokkuð vel smurður í dag, heilt yfir var þetta mjög gott,“ sagði Stefán Arnarson, þjálfari Valskvenna, eftir þægilegan sigur sinna stúlkna í dag. „Fólk verður að átta sig á því að það munaði einungis tveimur stigum á liðunum í deildinni, þeir sem sögðu að Valur ætti að rúlla þessu upp eru bara menn sem æfa kúluvarp en kasta í spjótkasti.“ „Ég er mjög ánægður, við erum að fara í úrslit í fjórða skiptið á fimm síðustu árum. Það er frábær árangur,“ sagði Stefán Arnarson að lokum en hann hlakkar til leikjanna gegn Stjörnustúlkum í úrslitum.Jón: Valur og Stjarnan tvö bestu liðin „Við klikkuðum á dauðafærum trekk í trekk, við erum að koma okkur í færi, spila frábæra vörn og fá góða markvörslu en það sem skilur að er að við erum að klára færin illa,“ sagði Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari Eyjakvenna, eftir að Valsstúlkur tryggði sér sigur í einvíginu gegn ÍBV. „Í dag eru Valur og Stjarnan tvö bestu liðin og komast verðskuldað í úrslit. Liðin eru með tvo flotta þjálfara. Við gáfum þessu samt sem áður hörkuleiki.“ „Sóknarleikurinn verður okkur ekki að falli vegna þess að við erum að koma okkur í færi en við erum ekki að klára þau,“ sagði Jón Gunnlaugur sem bætti svo við að hann væri gríðarlega stoltur af sínum stelpum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sjá meira