Hanna Birna segir ríkisstjórnina hafa farið of geyst í ESB málinu Heimir Már Pétursson skrifar 12. apríl 2014 19:30 Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir ríkisstjórnina hafa farið of geyst í Evrópumálunum og nú sé mikilvægt að ná um þau breiðri samstöðu. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir stofnun evrópusinnaðs hægri flokks geta falið í sér tækifæri fyrir Samfylkinguna. Ef flokkur sem þessi yrði stofnaður og héldi þessu fylgi til næstu kosninga er ljóst að fleiri flokkar en Sjálfstæðisflokkurinn þyrftu að hafa áhyggjur af því fylgi sem hann drægi til sín. Hanna Birna Kristjánsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þetta sé eitthvað sem flokkurinn þurfi að íhuga. „Ef það er þannig að hluti af okkar fylgi telur sig geta átt heima annars staðar. Og það er auðvitað sérstakt áhyggjuefni og eitthvað sem við verðum að íhuga ef það tengist einu máli. Því þetta virðist vera eins máls flokkur eða framboð ef til þess kemur, sem mun þá eðlilega taka fylgi af öllum flokkum og allir flokkar þurfa þá einhvern veginn að velta því fyrir sér,“ segir Hanna Birna. Hún viðurkennir hins vegar að ríkisstjórnin hafi ekki haldið vel á evrópumálunum með tillögu utanríkisráðherra um slit viðræðna. „Og nú er það verkefni eins og við höfum sagt og það hafa allir nefnt það í ríkisstjórninni, að þetta mál í kring um Evrópusambandið nýlega hefur ekki farið nógu vel. Við fórum of hratt með það og fólk var ekki alveg að átta sig á því hvers vegna við gerðum þetta svona hratt. Nú erum við að vinna í því á þinginu og ég held að það skipti mestu máli að allir þeir sem standa innan Sjálfstæðisflokksins vinni að því sameiginlega að finna á því lausn. Og ég er sanfærð um að þinginu getur tekist að finna lausn sem verður breið og ágæt samstaða um og það skiptir miklu máli,“ segir Hanna Birna. ESB flokkur til hægri myndi samkvæmt könnun Capacent geta tekið töluvert fylgi af Samfylkingunni.Þarf hún ekki að óttast stofnun á svona flokki?„Nei ekki að óttast, ég held að það sé eðlilegt að það komi fram evrópusinnaður flokkur á hægri á hægri vængnum, ef þjóðin á ekki að fá að klára málið í þjóðaratkvæðagreiðslu þá hlýtur flokkarkerfið að brotna upp eftir evrópulínum,“ segir Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Það muni fleir mál hafa áhrif því eftir hrun hafi skapast mikið vantraust á gömlu flokkana og nýir flokkar komið fram. En ef þessi flokkur yrði til væru komnir fram þrír flokkar sem styddu viðræður við ESB og jafnvel aðild að sambandinu.Þá væri komið upp nýtt landslag í íslenskum stjórnmálum?„Já, ég tel að stofnun svona flokks feli í sér tækifæri fyrir Samfylkinguna vegna þess að við höfum auðvitað það aðalbaráttumál að ljúka aðildarviðræðunum og koma niðurstöðum þeirra í þjóðaratkvæðagreiðslu. Og þarna gæti verið bandamaður fyrir okkur til að ná því megin markmiði okkar,“ segir Helgi Hjörvar. ESB-málið Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Sjá meira
Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir ríkisstjórnina hafa farið of geyst í Evrópumálunum og nú sé mikilvægt að ná um þau breiðri samstöðu. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir stofnun evrópusinnaðs hægri flokks geta falið í sér tækifæri fyrir Samfylkinguna. Ef flokkur sem þessi yrði stofnaður og héldi þessu fylgi til næstu kosninga er ljóst að fleiri flokkar en Sjálfstæðisflokkurinn þyrftu að hafa áhyggjur af því fylgi sem hann drægi til sín. Hanna Birna Kristjánsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þetta sé eitthvað sem flokkurinn þurfi að íhuga. „Ef það er þannig að hluti af okkar fylgi telur sig geta átt heima annars staðar. Og það er auðvitað sérstakt áhyggjuefni og eitthvað sem við verðum að íhuga ef það tengist einu máli. Því þetta virðist vera eins máls flokkur eða framboð ef til þess kemur, sem mun þá eðlilega taka fylgi af öllum flokkum og allir flokkar þurfa þá einhvern veginn að velta því fyrir sér,“ segir Hanna Birna. Hún viðurkennir hins vegar að ríkisstjórnin hafi ekki haldið vel á evrópumálunum með tillögu utanríkisráðherra um slit viðræðna. „Og nú er það verkefni eins og við höfum sagt og það hafa allir nefnt það í ríkisstjórninni, að þetta mál í kring um Evrópusambandið nýlega hefur ekki farið nógu vel. Við fórum of hratt með það og fólk var ekki alveg að átta sig á því hvers vegna við gerðum þetta svona hratt. Nú erum við að vinna í því á þinginu og ég held að það skipti mestu máli að allir þeir sem standa innan Sjálfstæðisflokksins vinni að því sameiginlega að finna á því lausn. Og ég er sanfærð um að þinginu getur tekist að finna lausn sem verður breið og ágæt samstaða um og það skiptir miklu máli,“ segir Hanna Birna. ESB flokkur til hægri myndi samkvæmt könnun Capacent geta tekið töluvert fylgi af Samfylkingunni.Þarf hún ekki að óttast stofnun á svona flokki?„Nei ekki að óttast, ég held að það sé eðlilegt að það komi fram evrópusinnaður flokkur á hægri á hægri vængnum, ef þjóðin á ekki að fá að klára málið í þjóðaratkvæðagreiðslu þá hlýtur flokkarkerfið að brotna upp eftir evrópulínum,“ segir Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Það muni fleir mál hafa áhrif því eftir hrun hafi skapast mikið vantraust á gömlu flokkana og nýir flokkar komið fram. En ef þessi flokkur yrði til væru komnir fram þrír flokkar sem styddu viðræður við ESB og jafnvel aðild að sambandinu.Þá væri komið upp nýtt landslag í íslenskum stjórnmálum?„Já, ég tel að stofnun svona flokks feli í sér tækifæri fyrir Samfylkinguna vegna þess að við höfum auðvitað það aðalbaráttumál að ljúka aðildarviðræðunum og koma niðurstöðum þeirra í þjóðaratkvæðagreiðslu. Og þarna gæti verið bandamaður fyrir okkur til að ná því megin markmiði okkar,“ segir Helgi Hjörvar.
ESB-málið Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Sjá meira