Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - FH 25-18 | ÍBV vann eftir slæma byrjun Guðmundur Tómas Sigfússon í Vestmannaeyjum skrifar 6. apríl 2014 00:01 Vísir/Valli Eyjastúlkur eru einum sigri frá undanúrslitum Olís-deildar kvenna en þær sigruðu FH-inga hér í Vestmannaeyjum í dag með sjö marka mun eftir mjög kaflaskiptan leik. Leikurinn fór alls ekki fjörlega af stað og virtist ekki stefna í neina markasúpu. Það voru gestirnir sem tóku yfirhöndina í leiknum og voru komnar í 1-5 eftir tólf mínútna leik en þá hafði þeim tekist að loka á öll helstu sóknarvopn heimakvenna. Þegar staðan var orðin 2-7 var heimakonum nóg boðið og ákváðu þær að skipta um gír. Þær skoruðu níu mörk gegn einu það sem eftir var af hálfleiknum og voru því með nokkuð þægilega forystu, 11-8, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Eyjakonur spiluðu á sama liði allan fyrri hálfleikinn, en gestirnir rúlluðu sínu liði vel yfir allan leikinn. Eftir nokkrar mínútur af seinni hálfleiknum var forystan orðin fimm mörk og virtust Eyjakonur einungis ætla að gefa í og skilja gestina eftir. Á 43. mínútu leiksins fór Aníta Mjöll Ægisdóttir upp í skot og braut Vera Lopes á henni. Hörður Aðalsteinsson, dómari leiksins lyfti skömmu síðar upp rauða spjaldinu sem vakti mikla undrun áhorfenda og þjálfara Eyjaliðsins. Á næstu mínútum tókst gestunum að minnka muninn í tvö mörk en nær komust þær ekki vegna þess að Eyjakonur skoruðu sjö af seinustu níu mörkum leiksins og sigruðu með sjö marka mun, 25-18. Liðin mætast aftur í Kaplakrika á þriðjudaginn en þá geta Eyjakonur tryggt sig í undanúrslitin.Guðmundur Pedersen: Við missum kjarkinn „Þær bæta sinn leik og við missum kjarkinn, í seinni hálfleik erum við alltaf á eftir og það vantar klókindi og skynsemi hjá okkur til að klára leikinn,“ sagði Guðmundur Pedersen, þjálfari FH, eftir tap sinna kvenna gegn Eyjastúlkum í dag. „ÍBV er heilt yfir með frábært lið, við þurfum að stoppa fullt af leikmönnum þegar við stöndum okkar vörn,“ sagði Guðmundur en hann tekur marga jákvæða hluti úr þessum leik í leikinn á þriðjudaginn. „Ég þori ekki að tjá mig um það, mér sýnist hún vera að gera sig líklega til þess að skjóta á markið og þá er rifið aftan í hana. Ef að það er rétt hjá mér þá held ég að það sé rautt,“ sagði Guðmundur að lokum um rauða spjaldið sem Vera Lopes fékk í leiknum.Jón Gunnlaugur: Mér finnst halla verulega á okkur í dómgæslunni „Ég vil byrja á því að hrósa starfsfólkinu sem gerir allt klárt fyrir okkur og kemur fram við okkur eins og prinsessur, en liðið mætir ekki til leiks og það er ekki í boði í næsta leik,“ sagði Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari Eyjakvenna eftir sjö marka sigur á sínum gömlu lærimeyjum í FH á heimavelli í dag. „Mér finnst verulega halla á okkur í dómgæslunni, ef þetta fer eitthvað lengra biðst ég strax afsökunar á þessum ummælum. Við unnum en við getum miklu betur, við erum með tuttugu tæknifeila í þessum leik en við verðum að spila miklu betur í leik númer tvö.“ Við spurðum Jón Gunnlaug út í rauða spjaldið sem Vera Lopes fékk í leiknum og hafði hann þetta að segja. „Hún fer ekki aftan í hana - það er alveg klárt mál. En hún fær rautt og ég veit ekki hvort hún verður í banni í næsta leik. Þetta var ekki rautt spjald.“ Olís-deild kvenna Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sjá meira
Eyjastúlkur eru einum sigri frá undanúrslitum Olís-deildar kvenna en þær sigruðu FH-inga hér í Vestmannaeyjum í dag með sjö marka mun eftir mjög kaflaskiptan leik. Leikurinn fór alls ekki fjörlega af stað og virtist ekki stefna í neina markasúpu. Það voru gestirnir sem tóku yfirhöndina í leiknum og voru komnar í 1-5 eftir tólf mínútna leik en þá hafði þeim tekist að loka á öll helstu sóknarvopn heimakvenna. Þegar staðan var orðin 2-7 var heimakonum nóg boðið og ákváðu þær að skipta um gír. Þær skoruðu níu mörk gegn einu það sem eftir var af hálfleiknum og voru því með nokkuð þægilega forystu, 11-8, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Eyjakonur spiluðu á sama liði allan fyrri hálfleikinn, en gestirnir rúlluðu sínu liði vel yfir allan leikinn. Eftir nokkrar mínútur af seinni hálfleiknum var forystan orðin fimm mörk og virtust Eyjakonur einungis ætla að gefa í og skilja gestina eftir. Á 43. mínútu leiksins fór Aníta Mjöll Ægisdóttir upp í skot og braut Vera Lopes á henni. Hörður Aðalsteinsson, dómari leiksins lyfti skömmu síðar upp rauða spjaldinu sem vakti mikla undrun áhorfenda og þjálfara Eyjaliðsins. Á næstu mínútum tókst gestunum að minnka muninn í tvö mörk en nær komust þær ekki vegna þess að Eyjakonur skoruðu sjö af seinustu níu mörkum leiksins og sigruðu með sjö marka mun, 25-18. Liðin mætast aftur í Kaplakrika á þriðjudaginn en þá geta Eyjakonur tryggt sig í undanúrslitin.Guðmundur Pedersen: Við missum kjarkinn „Þær bæta sinn leik og við missum kjarkinn, í seinni hálfleik erum við alltaf á eftir og það vantar klókindi og skynsemi hjá okkur til að klára leikinn,“ sagði Guðmundur Pedersen, þjálfari FH, eftir tap sinna kvenna gegn Eyjastúlkum í dag. „ÍBV er heilt yfir með frábært lið, við þurfum að stoppa fullt af leikmönnum þegar við stöndum okkar vörn,“ sagði Guðmundur en hann tekur marga jákvæða hluti úr þessum leik í leikinn á þriðjudaginn. „Ég þori ekki að tjá mig um það, mér sýnist hún vera að gera sig líklega til þess að skjóta á markið og þá er rifið aftan í hana. Ef að það er rétt hjá mér þá held ég að það sé rautt,“ sagði Guðmundur að lokum um rauða spjaldið sem Vera Lopes fékk í leiknum.Jón Gunnlaugur: Mér finnst halla verulega á okkur í dómgæslunni „Ég vil byrja á því að hrósa starfsfólkinu sem gerir allt klárt fyrir okkur og kemur fram við okkur eins og prinsessur, en liðið mætir ekki til leiks og það er ekki í boði í næsta leik,“ sagði Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari Eyjakvenna eftir sjö marka sigur á sínum gömlu lærimeyjum í FH á heimavelli í dag. „Mér finnst verulega halla á okkur í dómgæslunni, ef þetta fer eitthvað lengra biðst ég strax afsökunar á þessum ummælum. Við unnum en við getum miklu betur, við erum með tuttugu tæknifeila í þessum leik en við verðum að spila miklu betur í leik númer tvö.“ Við spurðum Jón Gunnlaug út í rauða spjaldið sem Vera Lopes fékk í leiknum og hafði hann þetta að segja. „Hún fer ekki aftan í hana - það er alveg klárt mál. En hún fær rautt og ég veit ekki hvort hún verður í banni í næsta leik. Þetta var ekki rautt spjald.“
Olís-deild kvenna Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sjá meira