„Svona líta svikarar út“ Jóhannes Stefánsson skrifar 22. febrúar 2014 11:09 Sveinn Andri vandar fjármálaráðherra ekki kveðjurnar Vísir/GVA/Stefán Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður og evrópusinni segir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra vera svikara. „Flokkurinn er við það að klofna. Þetta er það heimskulegasta sem formaðurinn gat gert," segir Sveinn Andri Sveinsson í samtali við fréttastofu. Í stöðuuppfærslu á fésbókarsíðu sinni segir Sveinn Andri berum orðum að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sé svikari. „Þetta er maður sem svíkur loforð. Eru þeir ekki svikarar sem svíkja loforð?“ segir Sveinn Andri við fréttastofu Vísis. „Hann er að bregðast kjósendum og þjóðinni. Bæði hann og Sigmundur Davíð,“ segir Sveinn. „Hann lofaði því mjög afdráttarlaust fyrir kosningar að það færi fram þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald viðræðnanna. Það voru engir tvímálar eða fyrirvarar um það. Þetta loforð er svo algjörlega í samræmi við stjórnarsáttmálann,“ bætir Sveinn við.Í stjórnarsáttmálanum segir:„Gert verður hlé á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og úttekt gerð á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan sambandsins. Úttektin verður lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og kynnt fyrir þjóðinni. Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.“Af fésbókarsíðu Sveins AndraSkjáskotStefna flokkanna breytir ekki loforðinu um þjóðaratkvæði Aðspurður hvers vegna það komi honum á óvart að umsóknin hafi verið dregin til baka í ljósi þess að slit á viðræðunum sé yfirlýst stefna bæði Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks segir Sveinn Andri að stefna flokkanna breyti engu um loforð sem voru gefin fyrir kosningar, sem nú sé verið að svíkja. „Málið er bara það að þessir menn sáu fram á að þjóðin myndi vilja halda viðræðunum áfram. Þeir eru bara hræddir við vilja þjóðarinnar,“ segir Sveinn Andri. Hann telur einnig að ríkisstjórnarflokkarnir séu ósamkvæmir sjálfum sér þegar kemur að viðhorfi þeirra til þjóðaratkvæðagreiðslna. „Það var sjálfsagt í þeirra huga að almenningur fengi að kjósa um Icesave, en þar mátti alveg treysta almenningi til að kjósa. Núna er þetta orðið öðruvísi. Gunnar Bragi Sveinsson, sjoppustjórinn á Sauðárkróki á núna að hafa djúpt innsæi til að ákveða hvað sé þjóðinni fyrir bestu í þessu máli.“ segir Sveinn Andri.Aðspurður hvort það hafi borist í tal meðal sjálfstæðismanna að segja sig úr flokknum eða stofna nýjan stjórnmálaflokk segir Sveinn Andri: „Ég held að jarðvegurinn hafi aldrei verið eins frjór og núna. Ég hef ekki mikið skap til að vera í flokki sem getur ekki staðið við kosningaloforð,“ segir Sveinn Andri Sveinsson Tengdar fréttir Umfjöllun um tillögu Gunnars Braga: Vilja draga umsóknina til baka Ríkisstjórnarflokkarnir samþykktu báðir í gær að styðja þingsályktunartillögu utanríkisráðherra. Skiptar skoðanir eru innan Sjálfstæðisflokks um slit viðræðna við ESB. 22. febrúar 2014 08:00 Tillaga um viðræðuslit komin fram Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um að umsókn Íslands um aðild að ESB verði dregin til baka. Málið verður rætt á þingi í upphafi næstu viku. 21. febrúar 2014 19:03 Meirihluti þingflokks Sjálfstæðismanna vill draga aðildarumsókn til baka Afgerandi meirihluti þingflokks Sjálfstæðismanna styður tillögu um að leggja til þingsályktunartillögur þar sem aðildarumsókn Íslands í ESB verði dregin tilbaka. 21. febrúar 2014 15:49 Þingflokksfundur um viðræðuslit Á fundi þingflokks Sjálfstæðismanna í dag verður rætt um afstöðu flokksins til Evrópusambandsumsóknarinnar og möguleg viðræðuslit við ESB. 21. febrúar 2014 12:27 Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Sjá meira
Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður og evrópusinni segir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra vera svikara. „Flokkurinn er við það að klofna. Þetta er það heimskulegasta sem formaðurinn gat gert," segir Sveinn Andri Sveinsson í samtali við fréttastofu. Í stöðuuppfærslu á fésbókarsíðu sinni segir Sveinn Andri berum orðum að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sé svikari. „Þetta er maður sem svíkur loforð. Eru þeir ekki svikarar sem svíkja loforð?“ segir Sveinn Andri við fréttastofu Vísis. „Hann er að bregðast kjósendum og þjóðinni. Bæði hann og Sigmundur Davíð,“ segir Sveinn. „Hann lofaði því mjög afdráttarlaust fyrir kosningar að það færi fram þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald viðræðnanna. Það voru engir tvímálar eða fyrirvarar um það. Þetta loforð er svo algjörlega í samræmi við stjórnarsáttmálann,“ bætir Sveinn við.Í stjórnarsáttmálanum segir:„Gert verður hlé á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og úttekt gerð á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan sambandsins. Úttektin verður lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og kynnt fyrir þjóðinni. Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.“Af fésbókarsíðu Sveins AndraSkjáskotStefna flokkanna breytir ekki loforðinu um þjóðaratkvæði Aðspurður hvers vegna það komi honum á óvart að umsóknin hafi verið dregin til baka í ljósi þess að slit á viðræðunum sé yfirlýst stefna bæði Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks segir Sveinn Andri að stefna flokkanna breyti engu um loforð sem voru gefin fyrir kosningar, sem nú sé verið að svíkja. „Málið er bara það að þessir menn sáu fram á að þjóðin myndi vilja halda viðræðunum áfram. Þeir eru bara hræddir við vilja þjóðarinnar,“ segir Sveinn Andri. Hann telur einnig að ríkisstjórnarflokkarnir séu ósamkvæmir sjálfum sér þegar kemur að viðhorfi þeirra til þjóðaratkvæðagreiðslna. „Það var sjálfsagt í þeirra huga að almenningur fengi að kjósa um Icesave, en þar mátti alveg treysta almenningi til að kjósa. Núna er þetta orðið öðruvísi. Gunnar Bragi Sveinsson, sjoppustjórinn á Sauðárkróki á núna að hafa djúpt innsæi til að ákveða hvað sé þjóðinni fyrir bestu í þessu máli.“ segir Sveinn Andri.Aðspurður hvort það hafi borist í tal meðal sjálfstæðismanna að segja sig úr flokknum eða stofna nýjan stjórnmálaflokk segir Sveinn Andri: „Ég held að jarðvegurinn hafi aldrei verið eins frjór og núna. Ég hef ekki mikið skap til að vera í flokki sem getur ekki staðið við kosningaloforð,“ segir Sveinn Andri Sveinsson
Tengdar fréttir Umfjöllun um tillögu Gunnars Braga: Vilja draga umsóknina til baka Ríkisstjórnarflokkarnir samþykktu báðir í gær að styðja þingsályktunartillögu utanríkisráðherra. Skiptar skoðanir eru innan Sjálfstæðisflokks um slit viðræðna við ESB. 22. febrúar 2014 08:00 Tillaga um viðræðuslit komin fram Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um að umsókn Íslands um aðild að ESB verði dregin til baka. Málið verður rætt á þingi í upphafi næstu viku. 21. febrúar 2014 19:03 Meirihluti þingflokks Sjálfstæðismanna vill draga aðildarumsókn til baka Afgerandi meirihluti þingflokks Sjálfstæðismanna styður tillögu um að leggja til þingsályktunartillögur þar sem aðildarumsókn Íslands í ESB verði dregin tilbaka. 21. febrúar 2014 15:49 Þingflokksfundur um viðræðuslit Á fundi þingflokks Sjálfstæðismanna í dag verður rætt um afstöðu flokksins til Evrópusambandsumsóknarinnar og möguleg viðræðuslit við ESB. 21. febrúar 2014 12:27 Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Sjá meira
Umfjöllun um tillögu Gunnars Braga: Vilja draga umsóknina til baka Ríkisstjórnarflokkarnir samþykktu báðir í gær að styðja þingsályktunartillögu utanríkisráðherra. Skiptar skoðanir eru innan Sjálfstæðisflokks um slit viðræðna við ESB. 22. febrúar 2014 08:00
Tillaga um viðræðuslit komin fram Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um að umsókn Íslands um aðild að ESB verði dregin til baka. Málið verður rætt á þingi í upphafi næstu viku. 21. febrúar 2014 19:03
Meirihluti þingflokks Sjálfstæðismanna vill draga aðildarumsókn til baka Afgerandi meirihluti þingflokks Sjálfstæðismanna styður tillögu um að leggja til þingsályktunartillögur þar sem aðildarumsókn Íslands í ESB verði dregin tilbaka. 21. febrúar 2014 15:49
Þingflokksfundur um viðræðuslit Á fundi þingflokks Sjálfstæðismanna í dag verður rætt um afstöðu flokksins til Evrópusambandsumsóknarinnar og möguleg viðræðuslit við ESB. 21. febrúar 2014 12:27