Sotsjí er öruggasti staðurinn á jörðinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2014 23:00 Lögreglan er á hverju götuhorni í Sotsjí. Vísir/NordicPhotos/Getty Íþróttafólkið er farið að týnast til Sotsjí í Rússlandi þar sem að Vetrarólympíuleikarnir verða settir í lok næstu viku. Rússar ætla að sjá til þess að öll öryggisgæsla verði fyrsta flokks og jafnvel enn betri en það. Það verða meira en fimmtíu þúsund hermenn og lögreglumenn að vinna við leikana og Dmitry Chernyshenko, yfirmaður framkvæmdanefndar leikanna í Sotsjí sagði við blaðamenn í gær að borgin væri tilbúin. „Sotsjí er núna öruggasti staður á jörðinni," sagði Dmitry Chernyshenko meðal annars á blaðamannafundinum. Sotsjí er í suður Rússlandi og nálægt sögulegum átakasvæðum og það fór um marga eftir hryðjuverkaárás í Volograd á dögunum en sú borg er 675 kílómetrum norður af Sotsjí. Að minnsta kosti 34 létust í þessari hryðjuverkaárás. Margir af íþróttamönnunum segjast hafa ráðlagt fjölskyldum og vinum að sleppa því að koma til Sotsjí vegna ótta um öryggi þeirra en þrátt fyrir það segir Chernyshenko að miðasala gangi vel og þegar hafi 70 prósent miða á leikana selst. 20 prósent miðanna er haldið eftir fyrir keppnisdagana sjálfa. Forráðamenn leikanna fullvissa alla við öll tækifæri að öryggisgæslan sé og verði frábær í Sotsjí og í dag þykja ekki vera miklar líkur á því að sjálfir keppnisstaðirnir verðir fyrir árás. Fréttir af "Svörtum ekkjum" hafa samt vakið óhug en samkvæmt þeim á fólk sem hyggur á sjálfsmorðsárásir að vera þegar komið til Sotsjí-borgar. Hryðjuverkaumræðan verður því eflaust allan tímann hluti að umfjöllum um Vetrarólympíuleikana í ár.Vísir/NordicPhotos/GettyVísir/NordicPhotos/GettyVísir/NordicPhotos/Getty Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sjá meira
Íþróttafólkið er farið að týnast til Sotsjí í Rússlandi þar sem að Vetrarólympíuleikarnir verða settir í lok næstu viku. Rússar ætla að sjá til þess að öll öryggisgæsla verði fyrsta flokks og jafnvel enn betri en það. Það verða meira en fimmtíu þúsund hermenn og lögreglumenn að vinna við leikana og Dmitry Chernyshenko, yfirmaður framkvæmdanefndar leikanna í Sotsjí sagði við blaðamenn í gær að borgin væri tilbúin. „Sotsjí er núna öruggasti staður á jörðinni," sagði Dmitry Chernyshenko meðal annars á blaðamannafundinum. Sotsjí er í suður Rússlandi og nálægt sögulegum átakasvæðum og það fór um marga eftir hryðjuverkaárás í Volograd á dögunum en sú borg er 675 kílómetrum norður af Sotsjí. Að minnsta kosti 34 létust í þessari hryðjuverkaárás. Margir af íþróttamönnunum segjast hafa ráðlagt fjölskyldum og vinum að sleppa því að koma til Sotsjí vegna ótta um öryggi þeirra en þrátt fyrir það segir Chernyshenko að miðasala gangi vel og þegar hafi 70 prósent miða á leikana selst. 20 prósent miðanna er haldið eftir fyrir keppnisdagana sjálfa. Forráðamenn leikanna fullvissa alla við öll tækifæri að öryggisgæslan sé og verði frábær í Sotsjí og í dag þykja ekki vera miklar líkur á því að sjálfir keppnisstaðirnir verðir fyrir árás. Fréttir af "Svörtum ekkjum" hafa samt vakið óhug en samkvæmt þeim á fólk sem hyggur á sjálfsmorðsárásir að vera þegar komið til Sotsjí-borgar. Hryðjuverkaumræðan verður því eflaust allan tímann hluti að umfjöllum um Vetrarólympíuleikana í ár.Vísir/NordicPhotos/GettyVísir/NordicPhotos/GettyVísir/NordicPhotos/Getty
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sjá meira